Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 48
42 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN röntgen í 0,2 röntgen á ári. Aukning þessi er hverfandi lítil saman- borið við þá geislaverkun, er fólk það verður jafnan að þola, sem vinnur með geislavirk efni eða með röntgengeisla. Hámarksgeisla- skammtur, sem almennt er reiknað með fyrir þetta fólk, er 0,3 röntgen á viku. Maður, sem ynni undir slíkum kringumstæðum í 20 ár, hefði fengið alls 300 röntgen, en af því leiddi að hvert barn, sem liann eignaðist eftir þann tíma, hlyti allt að 1,5 stökkbreyting- ar að auki við það, sem eðlilegt er. Fyrir nokkrum árum var það athugað í Bandaríkjunum, hversu mikla geislun á húðina fólk fengi vegna rannsókna hjá læknum, og reiknaðist það vera 2 röntgen á ári á hvern íbúa. Ekki var þó talið að meira en þrítugasti liluti af þessu geislamagni, eða um 0,06 röntgen, næðu til kynfrumanna. Þetta er ískyggilega mikið, þegar þess er gætt, að rannsóknir sem þessar eru alltaf framkvæmdar og fara stöðugt í vöxt. Við þennan samanburð hefur kornið í ljós, að sú geislaverkun, sem fólk verður árlega fyrir vegna læknisrann- sókna, að minnsta kosti í Bandaríkjunum, er mun rneiri en þær geisla- verkanir, sem leitt hafa að meðaltali árlega af öllum atómsprengju- tilraunum síðustu 4 ár (5). Margt af því, sem hér að framan liefur verið sagt um áhrif geislaverkana á mannkynið í bráð og lengd, er byggt á líkindum en ekki nákvæmum útreikningum. Nokkur óvissa er enn um það, liver sé sá stærsti skammtur geislaverkana, er óhætt sé að leggja á einn ættlið manna, og hversu stór skammturinn megi vera, ef hann er lagður á livern ættlið eftir annan. Er því meira að segja haldið fram, að h'ta verði á allar geislaverkanir, hversu litlar sem þær eru, sem hættulegar þeim, er fyrir þeim verða (7). Það mun samt álitið af flestum, að ennþá sé ekki mikil hætta á lerðum, ef gætilega er farið með hin geislavirku elni, og einkum ef læknar og aðrir, sem með kjarna- og röntgengeisla fara, gæta þess að verja kynkirtla sína og annarra fyrir geislaverkunum. En korni til atómstyrjaldar, þá geta afleiðingarnar orðið ægilegar, líka fyrir afkomendur þeirra, sem eftir lifa. LÁN í ÓLÁNl. Nokkur huggun er það á hinni nýbyrjuðu atómöld, að einstaka stökkbreyting er til bóta fyrir tegundina, og virðist ekki skipta máli hvernig stökkbreytingin er til komin, mætti jafnvel stafa af at-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.