Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 8
100
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
aflað sér staðgóðrar kunnáttu í eðlis- og efnafræði, enda eru þær
greinar hverjum bergfræðingi nauðsynlegar. Skjaldbreiðarritgerð
Tómasar ber það með sér, að vel hefur hann kunnað að færa sér
í nyt þá þekkingu, sem hann öðlaðist í Uppsölum og Göttingen.
Hún er vel unnin og mun um langa framtíð verða ein af megin-
ritum um bergfræði íslenzks basalts.
Skjaldbreiðarritgerð Tómasar kom aldrei í íslenzkri þýðingu,
en kafla úr henni ásamt nýrri athugunum birti hann í grein um
Jarðs<)gu Þingvalla í Lesbók Morgunblaðsins 1956.
Sumarið 1938 kom hingað til lands hópur þýzkra jarð- og jarð-
eðlisfræðinga frá Tækniháskólanum í Berlín undir forustu pró-
fessors Oskars Niemczyk. Leiðangursmenn gerðu ýmiss konar at-
huganir í eldfjallabel ti landsins, einkum á Mývatnsöræfum og
Þingvöllum, encla hefur athygli jarðfræðinga löngum beinzt að
uppruna þess og gerð. Rannsóknirnar voru einkum þrenns konar.
í fyrsta lagi nákvæmar landmælingar á sprungubeltum landsins,
sem skyldu endurteknar á 10 ára fresti. Myndi þá koma í ljós,
hvort landið væri að gliðna í samræmi við kenningar Alfreds
Wegeners. Þá voru gerðar mjög nákvæmlegar jarðfræðilegar rann-
sóknir á sprungusvæðunum, til að kanna hreyfingar sprungubarma.
Einnig gerðu Þjóðverjarnir þyngdarmælingar til að kanna gerð og
legu hinna dýpri jarðlaga, svo og legu brotalína berggrunnsins,
m. a. brotalamarinnar miklu í Bárðardal. Tómas Tryggvason var
leiðangursmönnum til aðstoðar og í bók, sem þeir skrifuðu (Spalten
auf Island, Stuttgart 1943), ])akka þeir Tómasi að maklegu aðstoð-
ina, enda mun hann hafa átt eigi lítinn þátt í góðum árangri leið-
angursins. í ritdómi um bókina í Náttúrufræðingnum 1947 getur
Tómas helztu niðurstaðna rannsóknanna. I óróleika fyrirstríðsár-
anna var þyrlað upp miklu moldviðri um })essar rannsóknir og
aðrar, sem Þjóðverjar gerðu hér á landi. Þetta varð m. a. til þess,
að eftir að Bretar hernámu ísland 1940, eyðilögðu Jreir flestar
mælingavörður leiðangursins. Nokkur dráttur varð á endurtekn-
ingu mælinganna frá 1938, einkum sökum glundroða eftirstríðs-
áranna í Þýzkalandi og einnig vegna þess, að ýmsir leiðangurs-
manna höfðu orðið að lúta Elli kerlingu eða fallið í stríðinu. Er
Þjóðverjar hófu endurmælingar 1964, leituðu Jreir að sjálfsögðu
til Tómasar á ný um aðstoð, og slík var staðþekking hans, að hann
fann nær alla mælipunktana, þrátt fyrir hervirki og ágang veðurs.