Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 8
100 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN aflað sér staðgóðrar kunnáttu í eðlis- og efnafræði, enda eru þær greinar hverjum bergfræðingi nauðsynlegar. Skjaldbreiðarritgerð Tómasar ber það með sér, að vel hefur hann kunnað að færa sér í nyt þá þekkingu, sem hann öðlaðist í Uppsölum og Göttingen. Hún er vel unnin og mun um langa framtíð verða ein af megin- ritum um bergfræði íslenzks basalts. Skjaldbreiðarritgerð Tómasar kom aldrei í íslenzkri þýðingu, en kafla úr henni ásamt nýrri athugunum birti hann í grein um Jarðs<)gu Þingvalla í Lesbók Morgunblaðsins 1956. Sumarið 1938 kom hingað til lands hópur þýzkra jarð- og jarð- eðlisfræðinga frá Tækniháskólanum í Berlín undir forustu pró- fessors Oskars Niemczyk. Leiðangursmenn gerðu ýmiss konar at- huganir í eldfjallabel ti landsins, einkum á Mývatnsöræfum og Þingvöllum, encla hefur athygli jarðfræðinga löngum beinzt að uppruna þess og gerð. Rannsóknirnar voru einkum þrenns konar. í fyrsta lagi nákvæmar landmælingar á sprungubeltum landsins, sem skyldu endurteknar á 10 ára fresti. Myndi þá koma í ljós, hvort landið væri að gliðna í samræmi við kenningar Alfreds Wegeners. Þá voru gerðar mjög nákvæmlegar jarðfræðilegar rann- sóknir á sprungusvæðunum, til að kanna hreyfingar sprungubarma. Einnig gerðu Þjóðverjarnir þyngdarmælingar til að kanna gerð og legu hinna dýpri jarðlaga, svo og legu brotalína berggrunnsins, m. a. brotalamarinnar miklu í Bárðardal. Tómas Tryggvason var leiðangursmönnum til aðstoðar og í bók, sem þeir skrifuðu (Spalten auf Island, Stuttgart 1943), ])akka þeir Tómasi að maklegu aðstoð- ina, enda mun hann hafa átt eigi lítinn þátt í góðum árangri leið- angursins. í ritdómi um bókina í Náttúrufræðingnum 1947 getur Tómas helztu niðurstaðna rannsóknanna. I óróleika fyrirstríðsár- anna var þyrlað upp miklu moldviðri um })essar rannsóknir og aðrar, sem Þjóðverjar gerðu hér á landi. Þetta varð m. a. til þess, að eftir að Bretar hernámu ísland 1940, eyðilögðu Jreir flestar mælingavörður leiðangursins. Nokkur dráttur varð á endurtekn- ingu mælinganna frá 1938, einkum sökum glundroða eftirstríðs- áranna í Þýzkalandi og einnig vegna þess, að ýmsir leiðangurs- manna höfðu orðið að lúta Elli kerlingu eða fallið í stríðinu. Er Þjóðverjar hófu endurmælingar 1964, leituðu Jreir að sjálfsögðu til Tómasar á ný um aðstoð, og slík var staðþekking hans, að hann fann nær alla mælipunktana, þrátt fyrir hervirki og ágang veðurs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.