Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 7
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN 99 um Lauge Kochs til jarðfræðiathugana hér á landi. Fyrra sumarið var Tómas við athuganir á Reykjanesskaga, en síðara sumarið vann liann ásamt prófessor Backlund að rannsóknum á Þingvallasvæðinu. Þetta sumar rannsökuðu þeir og kortlögðu Skjaldbreið og Skjald- breiðarhraun. Næstu árin vann Tómas síðan að úrvinnslu þeirra gagna, sem þeir söfnuðu árið 1936. Niðurstöður rannsóknanna birt- ust í ritgerðinni Das Skjaldbreiðgebiet auf Island, sem var próf- verkefni til fil. lic.-prófs við Háskólann í Uppsölum 1943. Ritgerð þessi er hin ýtarlegasta og um leið fyrsta stóra ritgerð íslendings um bergfræði. Lá mikil vinna á bak við hana, enda liðu 16 ár, unz annað álíka viðamikið rit um íslenzka bergfræði birtist, en það var rit dr. Guðmundar Sigvaldasonar um rannsóknir á um- myndun bergs við hveri. Skjaldbreiðarritgerð Tómasar skiptist í tvo hluta. í fyrri hlut- anum er gerð grein fyrir hugmyndum jarðfræðinga um myndun hraundyngna, en þær voru einkum tvenns konar. Ýmsir álitu, að dyngjurnar hefðu orðið til í einu og þá sennilega löngu gosi, en aðrir, að þær hefðu myndazt í mörgum gosum. Tómas hallast helzt að því í ritgerðinni, að Skjaldbreiður hefði orðið til í mörgum gosum. En eftir að hraungosið í Surtsey hófst, varð honum og öðr- um íslenzkum jarðfræðingum ljóst, að Skjaldbreiður og reyndar aðrar hraundyngjur íslenzkar hefðu sennilega orðið til í einu löngu gosi. Tómas hafði hug á því, að endurrita kaflann um myndun Skjaldbreiðar í ljósi þeirrar vitneskju, sem hraungosið í Surtsey veitti, en entist því miður ekki aldur til þess. Tómas benti einnig á Jjað, að hraunin, sem koma niður á Þingvallasléttuna beggja megin Hrafnabjarga, væru yngri en Skjaldbreiðarhraunin og berg- fræðilega frábrugðin þeim. Bergfræðikafli ritgerðarinnar má reynd- ar teljast meginás hennar. Tómas hafði hlotið góða þjálfun í berg- fræðilegum rannsóknum í Uppsölum, en að auki varð hann að- njótandi Alexander von Humboldt-styrks veturinn 1940—41 og dvaldist þá við bergfræðideild háskólans í Göttingen. Við þá deilcl störfuðu prófessorarnir C. W. Correns og R. Schumann, sem voru þá einhverjir kunnustu bergfræðingar heims. Til hins síðarnefnda mun mega rekja margar nýjungar og endurbætur, sem orðið hafa á bergfræðissmásjám undanfarna áratugi. Tómas varð ]ní fyrstur íslenzkra jarðfræðinga til að afla sér þekkingar í meðíerð bergfræði- smásjár, en hún er flókið 1 jósfræðilegt t;eki. Að auki hafði hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.