Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 54
]46 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN til framleiðslu uýs blóðrauða eða annarra lífrænna eggjahvítusam- banda. Venjulega fara eyðing og endurnýjun rauðra blóðkorna fram jafnhratt, svo að íjöfdi þeirra í blóði helzt svipaður. En eftir blóð- missi örvast framleiðsla blóðkornanna í beinmerg, unz réttu magni er á ný náð. Stöku sinnum taka þá til starfa myndunarstöðvar í milta og lifur, sem annars hætta framleiðslu rauðra blóðkorna skömmu eftir fæðingu. Sömuleiðis örvast: blóðkornaframleiðslan, ef eðlilegur fjöldi rauðra blóðkorna nægir ekki til að sjá líkamanum fyrir ildi, svo sem ef menn flytjast til háfjallasvæða, þar sem ioftið er þynnra en á láglendi. Ef háfjöll eru klilin hratt, svo sem í Everestferðum, þar sem ekki viðrar til mannlífs nema örstuttan tíma í senn, hefur likaminn ekki við að auka blóðkornamagnið, svo að menn fá háfjallasýki nema þeir hafi meðferðis ildi til öndunar. Blóðrauði hefur verið verulega kannaður undanfarið. Nú þekkja menn efnasamsetningu allmargra afbrigða hlóðrauða, en það er ann- ars fátítt, þegar um eggjahvítuefni er að ræða. Flestir menn hafa blóðrauða af gerðinni hemóglóbín-A, sem bindur ildi eðlilega, en þeir, sem hafa einhverja afbrigðilega gerð blóðrauða, liða af mis- alvarlegum kvillum, þar sem ildisflutningur um líkamann er ófull- kominn. Ein þessara blóðrauðagerða, hemóglóbín-S, er allvenjuleg í negrum, en er einnig þekkt í mönnum á Indlandi, í Grikklandi og ftalíu. Þessi blóðrauðagerð orsakast af einu tilteknu geni. Þeir sem erfa þetta gen aðeins frá öðru foreldri, eru sem næst heilbrigð- ir, enda eru allt að yA blóðrauða þeirra af eðlilegri gerð. Þeir þola hins vegar hitabeltissjúkdóminn malaríu mun betur en aðrir menn, þar sem frumdýrin, er valda malaríu og lifa inni í rauðum öl<>ð- kornum, þrífast ekki á hemóglóbín-S. Menn, sem erfa S-genið frá báðum foreldrum, hafa eingöngu gallaða blóðrauðann og deyja oftast í æsku. Eggjahvítuefni erti gerð úr um 20 mismunandi amínósýrum, sem raðast saman í langar keðjur, og ræður röðin frumgerð eggjahvít- unnar. í eggjahvítuhluta blóðrauða eru 4 keðjur í sameindinni, alls úr um Í500 amínósýruhlekkjum. Á eðlilegum blóðrauða (A) og S- gerð munar aðeins einni amínósýru, aðeins einn hlekkur af 300 er afbrigðilegur, en ]>að gerir gæfumuninn. í flestum hinum blóð- rauðaafbrigðunum er líka aðeins ein amínósýra frábrugðin því sem venjulegt er. Þessi afbrigði erfast eins og hemóglóbín-S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.