Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 37
NÁTTÚRUFRÆÐ INGU RINN 129 og undirstaða Stórhöfða (vestanverðs). Trausti telur þetta raunar tvær myndanir „A“ og ,,B“. í báðum hallar túfflögunum víða mjög mikið, í Sæfjalli t. d. „meira en 20° til austurs-norðausturs“ í neðri mynduninni (A), og í hinni yngri (B) liggja þau „með 40° halla upp austurhlíðina, taka á sig mjúka beygju yfir toppinn og halla síðan niður vesturhlíðina“. Mislægi myndananna A og B kemur víðar mjög glöggt fram með svipuðum hætti. 3. Um ])\ í nær allan Stórhöfða þekur þykkt hraun framangreind- ar túffmyndanir (A og B). T austanverðum höfðanum nær það niður fyrir sjávarmál, teygist þar með ströndinni norður fyrir Garðsenda og myndar sjávarbergið undir mólaginu, sem nú hefur verið aldursákvarðað. Þetta hraun er upp komið liæst á Stórhöfða. Það er mjög mislægt túffinu, sem það hvílir á, hefur hlaðizt upp að brattri túffbrekku. 4. Á Stórhöfðahrauninu liggur aftur túfflag, sem Trausti kallar C. Það er yfirleitt þunnt og slitrótt, en verðnr þó á að gizka 15 m þykkt hjá Garðsenda, þar sem það liggur liið næsta yfir mólaginu. Það þekur og eitthvað af hinu eldra túffi (A og B) í „suðurfellun- um“, en verður þar ekki alls staðar með vissu greint frá B. 5. Eldfjallið Helgafell og hraunið, sem þaðan er ættað, er yngsta myndun úr föstu bergi í Heimaey. Þar sem sér á undirlag þess, hvílir það milliliðalaust á hinum yngstu túffmyndunum, B eða G (4. mynd). 6. Loks er Heimaey víðast þakin grónum jarðvegi, langmest venjulegri fokmold með allmörgum svörtum öskulögum. Á Helga- fellslirauninu er jtessi jarðvegur engu þynnri né með færri ösku- lögum en utan þess. Þessi aldursröð jarðmyndana í Vestmannaeyjum, sem er niður- staða af rannsókn Trausta Einarssonar, skal hér ekki véfengd, enda næsta augljós í flestum atriðum. Þó hef ég ekki — hvorki í ritgerð Trausta né af eigin raun í tveggja daga snuðri um sunnanverða Heimaey — fundið neina. sönnun fyrir því, að túffið undir Stór- höfðahrauninu sé jafngamalt túffinu A og B í „suðurfellunum". Ef ekki væri staðhæfing Trausta, sem þarna er miklu staðkunnugri en ég, liefði ég fremur talið Stórhöfðatúffið elzt (þ. e. næst á eltir ,,norðurklettunum“), jrví næst Stórhöfðahraunið og þá túffið í „suðurfellunum" (A, B og C). Allt jretta túff taldi Trausti myndað á sjávarbotni, en hraun og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.