Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 47
139 NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN ákvörðunaraðferðin var á þessum árum nýlega fundin og ef til vill naumast komin af tilraunastigi. Samt má ætla af niðurstöðunni, að Elliðaárhraun sé ekki eldra en um 5 þús. ára og varla heldur miklu yngra. Niðurstaða nýju aldursákvörðunarinnar hjá Hlíðardalsskóla er eflaust nrun áreiðanlegri, og hún er einnig nákvæmari að því leyti, að þar hlýtur hraunið, sem kolaði jurtaleifarnar, að vera jafn- gamalt þeim að kalla, þ. e. um 4530 ára. Ég gerði mér fyrirfram vonir um, að þessi aldursákvörðun myndi annaðhvort styðja eða afsanna þá kenningu Þorleifs, að Elliðaár- hraun sé angi af Leitahrauninu. Sú von rættist laklega. Sá aldurs- munur á hraununum, sem fram kemur af niðurstöðum aldurs- ákvarðananna — þ. e. sennilegast 730, en a. m. k. (skv. uppgefnum skekkjumöguleika) 530 ár — er naumast nægur til að afsanna, að hraunin hafi runnið samtímis, nema hann fáist staðfestur með nýrri ákvörðun á aldri Elliðaárhraunsins. Ekruliorn í Saurbæ Árið 1921 birtist í riti Jarðfræðiféfagsins í Stokkhólmi alllöng grein (58 bls.) um minjar sjávar og jökuls og þó einkum um forn- skeijar við Breiðafjörð. Þetta var engin flýtisskýrsla um tilviljana- kennda uppgötvun náttúruskoðara á hraðri ferð, heidur þrautunn- in vísindaleg ritgerð um nákvæmar rannsóknir höfundar og rök- studdar ályktanir. Merkisrit um skyld efni höfðu nú fyrr sézt f Svíþjóð eftir þarlenda brautryðjendur í kvarterjarðfræði. En höf- undur þessarar greinar var ekki úr þeirra hópi. Hann hét Guð- mundur G. Bárðarson, og heimilisfang hans er skilmerkilega til- greint: Bær, Hrútafjörður, ísland. I þessari ritgerð (Guðm. G. Bárðarson 1921) segir m. a. frá rann- sóknum höfundar í Saurbæ í Dalasýslu. Sú sveit er lítið, flatt undir- lendi eða stuttur dalur, sem gengur suður frá Gilsfirði utanverð- um. Fyrir dalmynninu eru víðast bakkar með sjónum, allt að 20 m háir á kaflanum frá Tjaldanesi inn fyrir Kaldrana. Aðalefni þeirra sjávarbakka er leir með steinvölum og hnullungum á víð og dreif, einkum neðst, en elst í brúninni er víða þunnt lag af sandi og möl. Úr leirnum og sandinum safnaði Guðmundur Bárð- arson fjölda fornskelja. Vissar tegnndir reyndust fylgja vissum hæðum í bökkunum, í höfuðdráttum eins og hér segir:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.