Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 59

Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 59
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 151 enskur héraðslæknir, bólusetti í fyrsta sinn. Jenner veitti því at- liygli, að væg veiki í kúm, kúabóla, berst stundum í menn, sem liirða kýrnar, og veldur ónæmi gegn bólusótt, einhverri skelfileg- ustu drepsótt, sem hrjáð hefur mannkyn. Arið 1798 sýkti Jenner menn með kúabólu (sem ekki berst sem náttúrlegt smit milli manna) og sýndi fram á, að þeir urðu við það ónæmir gegn bólu- sótt. Ekki urðu allir samtímamenn Jenners strax stórhrifnir. Er hann sendi skýrslu um uppgötvun sína til Konunglega vísinda- félagsins brezka, var honum svarað, að þar sem hann hef'ði „þegar getið sér nokkurt orð með skýrslum til félagsins (um gauka), væri ekki vert, að hann birti því rit, sem spilla mundi orðstír hans“. Flest bóluefni eru fengin með því að meðhöndla á einhvern hátt háskalega sýkla, þannig að dragi úr skaðsemi þeirra, t. d. með rækt- un í heppilegu efni, eða með því að hálfdrepa eða drepa sýklana með eitruðum efnum áður en þeim er dælt í líkama manna til bólusetningar. En vér myndum ekki aðeins mótefni gegn eitruðum eggjahvítu- efnum sýkla. Hvers kyns framandi eggjahvíta veldur í líkömum vorum myndun mótefna, sem eyða eggjahvítunni. Eggjahvítuefni livers einstaklings eru að einhverju leyti frábrugðin eggjahvítuefn- um annarra tegunda og jafnvel sum frábrugðin eggjahvítuefnum annarra einstaklinga sömu tegundar. Má segja, að einstaklingseðli hvers manns ákvarðist að verulegu leyti af sérstæðri eggjahvítusam- setningu líkama hans (og af genum — kjarnsýrusameindum — sem stýra myndun þessarar eggjahvítu). Eíkaminn verst öllum fram- andi áhlaupum á einstaklingseðlið með því að eyða sérhverju fram- andi eggjahvítuefni með mótefnum. Þetta hefur í för með sér, að miklum örðugleikum er bundið að flytja líkamsparta milli manna, sem stundum er reynt, ef lífsnauðsynleg líffæri einstaklings (t. d. nýru) eru ('tvirk. Storknun Storknun blóðs er líka tengd eggjahvítuefnum blóðvökva. Ef blóð seitlar út úr smásári, stöðvast rennslið fljótt sjálfkrafa — blóð- ið storknar. Storknunin er flókin keðja efnabreytinga, en lokastig þeirra er, að fljótandi eggjahvítuefni í blóðvökva — fíbrínogen — breytist í fastar trefjar — fíbrín — sem myndar þétt net í sárinu, sem blóðkornin setjast svo í og þétta, svo að blóð kemst þar ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.