Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 20
J12 NÁTT Ú R U F RÆÐl NGU RIN N „frumeindafrjó“, sem fyndist á víð og dreif um alheiminn. Slíkar hugmyndir um alheimsdreifingu lífsins hafa verið nefndar pan- spermia eða á íslenzku alsæðiskenning og alfrjóviskenning. Maður nokkur að nafni W. Preyer kom fram með þá hugmynd um 1880, að þar sem líf gat aðeins kviknað af lífi, hlyti það alltaf að hafa verið til hér á jörðu, jafnvel meðan jörðin var glóandi hnöttur. Lífskrafturinn hefði storknað í berginu og síðan smáskol- azt til sjávar, þar sem hann varð þátttakandi í myndun hinna ýmsu lífvera jarðarinnar. Fleiri aðhylltust þó þá skoðun, að lífsfrjóið, hið svonefnda cos- moza, svili um í geimnum, og við það að berast að hnetti, sem veitti hæf skilyrði gat frjóið spírað og orðið upphaf lífseindar, sem síðan þróaðist í ýmsar lífverur. Menn gátu sér þess til, að þessi frjó gætu borizt með loftsteinum til jarðarinnar. bó var sá hængur á, að loftsteinar urðu glóandi við að komast í snertingu við lofthjúp jarðar og auk þess var ekki að finna setlög eða jarðveg í loftsteinum heldur ómyndbreytt berg, svo ólíklegt var að þar væri frjó að finna úr öðrum plánetum. Þá kom Svíinn Svante Arrhenius lram með þá tilgátu, að út- geislun sólar gæti myndað nægan þrýsting á gróin til þess að hraða ferð þeiira um geiminn. Hann sýndi fram á, að dvalargró gerla væru nægilega smá og létt til þess að þau mættu berast með loft- straumum út úr lofthjúpi jarðar. Þegar út í geiminn kæmi, gæti þrýstingur sólargeislanna nægt til þess að knýja gróin áfram út úr sólkerfinu og til fjarlægra sólkerfa. Þegar þangað kæmi, ættu þau að geta loðað við rykkorn og stærri agnir og flotið með þeim til reikistjarna einhvers sólkerfis til þess að spíra og hefja líf á öðrum hnetti. Fjarlægðir og flutningserfiðleikar voru að vísu miklir en ekki óhugsandi með nær ótakmörkuðum tíma. Enda þótt þessi hugmynd virtist ekki ósennileg, sló hún aðeins á frest lausn liins raunverulega viðfangsefnis, það er skýringunni á myndun lífsins, með því að flytja uppruna þess eitthvað út í geiminn. Reyndar virtist jafnerfitt að skýra uppruna lífsins annars staðar í geimnum eins og að skýra uppruna þess hér á jörðu. Þessari til- gátu var því hafnað sem óþarfa erfiðleika, þar sem völ virtist á nærtækari lausn. Sú tilgáta var að vísu mjög glompótt í fyrstu, en smátt og smátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.