Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 20
J12
NÁTT Ú R U F RÆÐl NGU RIN N
„frumeindafrjó“, sem fyndist á víð og dreif um alheiminn. Slíkar
hugmyndir um alheimsdreifingu lífsins hafa verið nefndar pan-
spermia eða á íslenzku alsæðiskenning og alfrjóviskenning.
Maður nokkur að nafni W. Preyer kom fram með þá hugmynd
um 1880, að þar sem líf gat aðeins kviknað af lífi, hlyti það alltaf
að hafa verið til hér á jörðu, jafnvel meðan jörðin var glóandi
hnöttur. Lífskrafturinn hefði storknað í berginu og síðan smáskol-
azt til sjávar, þar sem hann varð þátttakandi í myndun hinna ýmsu
lífvera jarðarinnar.
Fleiri aðhylltust þó þá skoðun, að lífsfrjóið, hið svonefnda cos-
moza, svili um í geimnum, og við það að berast að hnetti, sem
veitti hæf skilyrði gat frjóið spírað og orðið upphaf lífseindar, sem
síðan þróaðist í ýmsar lífverur. Menn gátu sér þess til, að þessi frjó
gætu borizt með loftsteinum til jarðarinnar. bó var sá hængur á,
að loftsteinar urðu glóandi við að komast í snertingu við lofthjúp
jarðar og auk þess var ekki að finna setlög eða jarðveg í loftsteinum
heldur ómyndbreytt berg, svo ólíklegt var að þar væri frjó að finna
úr öðrum plánetum.
Þá kom Svíinn Svante Arrhenius lram með þá tilgátu, að út-
geislun sólar gæti myndað nægan þrýsting á gróin til þess að hraða
ferð þeiira um geiminn. Hann sýndi fram á, að dvalargró gerla
væru nægilega smá og létt til þess að þau mættu berast með loft-
straumum út úr lofthjúpi jarðar. Þegar út í geiminn kæmi, gæti
þrýstingur sólargeislanna nægt til þess að knýja gróin áfram út úr
sólkerfinu og til fjarlægra sólkerfa. Þegar þangað kæmi, ættu þau
að geta loðað við rykkorn og stærri agnir og flotið með þeim til
reikistjarna einhvers sólkerfis til þess að spíra og hefja líf á öðrum
hnetti. Fjarlægðir og flutningserfiðleikar voru að vísu miklir en
ekki óhugsandi með nær ótakmörkuðum tíma.
Enda þótt þessi hugmynd virtist ekki ósennileg, sló hún aðeins
á frest lausn liins raunverulega viðfangsefnis, það er skýringunni á
myndun lífsins, með því að flytja uppruna þess eitthvað út í
geiminn.
Reyndar virtist jafnerfitt að skýra uppruna lífsins annars staðar
í geimnum eins og að skýra uppruna þess hér á jörðu. Þessari til-
gátu var því hafnað sem óþarfa erfiðleika, þar sem völ virtist á
nærtækari lausn.
Sú tilgáta var að vísu mjög glompótt í fyrstu, en smátt og smátt