Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1967, Side 60

Náttúrufræðingurinn - 1967, Side 60
152 N ÁTT Ú RU FRÆÐ I N GU RI N N í gegn. Einn þáttur, sem vekur þessa breytingu, er þegar nefndur: er blóðflögurnar rofna. Blóðflögurnar þola ekki að koma tit úr æð; er þær koma tit undir bert loft eða snerta særðan vef, rifna þær og út úr þeim fer eggjahvítuefni — ensím, sem setur af stað efnabreytingakeðjuna, er veldur storknun blóðs. Annar þáttur, sem kemur þarna við sögu, er ensím, svipaðrar verkunar og ensímið í blóðflögunum, sem losnar úr særðurn vefjum og veldur storknun. Ymsir hlekkir geta bilað í efnabreytingakeðju storknunarinnar, svo að blóðið storknar seint eða ekki. Stundum er veilan vegna hörgulsjúkdóms eða framandi áhrifa, svo sem ef K-vítamín vantar í líkama manns, en þá myndast þar ekki eitt af efnum þeim, sem nauðsynleg eru til að blóð storkni. Einnig eru þekkt ýrnis lyf, sem hindra storknun blóðs og gefin eru, þegar hætta er á, að blóð storkni í æðum manna (blóðtappi). En truflun á storknun blóðs er stundum meðfæddur, arfgengur kviili — eitthvert afbrigði dreyrasýki. Oft erfist dreyrasýki frá móð- ur til sona, þannig að konur bera veikina án þess að hún korni frarn í þeim, en veilan getur kornið fram á syni þeirra eða sonum, Til eru misalvarleg afbrigði dreyrasýki — stundum storknar blóðið sem næst alls ekki, en stundum storknar það að vísu, en mun hægar en blóð heilbrigðra manna. Dreifing efna með blóðvökva Ýmiss konar næringarefni önnur en eggjahvíta eru í blóðvökva: fita, amínósýrur, sykur o. fl. Sykurmagnið í blóði heilbrigðs manns helzt nokkurn veginn jafnt fyrir tilstilli nokkurra hormóna, en ef kirtill, sem framleiðir eitthvert þessara hormóna, bregzt, myndar of mikið eða of lítið af hormóni, verða menn sykursjúkir: missa stjórn á sykurmagni blóðsins og raunar á öllum efnaskiptum syk- urs. Veldur þetta hinni verstu óreiðu á öllum efnaskiptum líkam- ans, en hægt er að halda sykursýkinni í skefjum með því að gefa sjúklingum mátulegt magn hormónsins, sem þá vantar: hormón frá briskirtli — insúlín, eða hefta offramleiðslu annarra hormóna. Úrgangsefni berast einnig leyst í blóðvökva — frá frumum, er mynda þau til líffæra, er losa hann við þau eða gera þau óvirk. Ýmis efni berast tiJ nýrnanna, þar sem þau skiljast frá líkamanum með þvagi, t. d. þvagefni, köfnunarefnissamband, sem verður til { lifur við sundrun eggjahvítuefna í frumum líkamans. Koldíoxíðið

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.