Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 60

Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 60
152 N ÁTT Ú RU FRÆÐ I N GU RI N N í gegn. Einn þáttur, sem vekur þessa breytingu, er þegar nefndur: er blóðflögurnar rofna. Blóðflögurnar þola ekki að koma tit úr æð; er þær koma tit undir bert loft eða snerta særðan vef, rifna þær og út úr þeim fer eggjahvítuefni — ensím, sem setur af stað efnabreytingakeðjuna, er veldur storknun blóðs. Annar þáttur, sem kemur þarna við sögu, er ensím, svipaðrar verkunar og ensímið í blóðflögunum, sem losnar úr særðurn vefjum og veldur storknun. Ymsir hlekkir geta bilað í efnabreytingakeðju storknunarinnar, svo að blóðið storknar seint eða ekki. Stundum er veilan vegna hörgulsjúkdóms eða framandi áhrifa, svo sem ef K-vítamín vantar í líkama manns, en þá myndast þar ekki eitt af efnum þeim, sem nauðsynleg eru til að blóð storkni. Einnig eru þekkt ýrnis lyf, sem hindra storknun blóðs og gefin eru, þegar hætta er á, að blóð storkni í æðum manna (blóðtappi). En truflun á storknun blóðs er stundum meðfæddur, arfgengur kviili — eitthvert afbrigði dreyrasýki. Oft erfist dreyrasýki frá móð- ur til sona, þannig að konur bera veikina án þess að hún korni frarn í þeim, en veilan getur kornið fram á syni þeirra eða sonum, Til eru misalvarleg afbrigði dreyrasýki — stundum storknar blóðið sem næst alls ekki, en stundum storknar það að vísu, en mun hægar en blóð heilbrigðra manna. Dreifing efna með blóðvökva Ýmiss konar næringarefni önnur en eggjahvíta eru í blóðvökva: fita, amínósýrur, sykur o. fl. Sykurmagnið í blóði heilbrigðs manns helzt nokkurn veginn jafnt fyrir tilstilli nokkurra hormóna, en ef kirtill, sem framleiðir eitthvert þessara hormóna, bregzt, myndar of mikið eða of lítið af hormóni, verða menn sykursjúkir: missa stjórn á sykurmagni blóðsins og raunar á öllum efnaskiptum syk- urs. Veldur þetta hinni verstu óreiðu á öllum efnaskiptum líkam- ans, en hægt er að halda sykursýkinni í skefjum með því að gefa sjúklingum mátulegt magn hormónsins, sem þá vantar: hormón frá briskirtli — insúlín, eða hefta offramleiðslu annarra hormóna. Úrgangsefni berast einnig leyst í blóðvökva — frá frumum, er mynda þau til líffæra, er losa hann við þau eða gera þau óvirk. Ýmis efni berast tiJ nýrnanna, þar sem þau skiljast frá líkamanum með þvagi, t. d. þvagefni, köfnunarefnissamband, sem verður til { lifur við sundrun eggjahvítuefna í frumum líkamans. Koldíoxíðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.