Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 34
126
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Guðmundur Kjartansson:
Nokkrar nýjar C14-aldursákvarðanir
Inngangiir
Fyrir fáum árum birtist í þessu riti yfirlit yfir þær aldursákvarð-
anir á jarðlögum, sem hafa verið gerðar hér á landi með geisla-
kolsaðferðinni, saman tekið af okkur Sigurði Þórarinssvni og Þor-
leifi Einarssyni (Guðnt. Kjartansson o. fl. 1964). Síðan hafa þó
nokkrar slíkar aldursákvarðanir verið gerðar á íslenzkum sýnis-
hornum og sennilega fleiri en mér er kunnugt um. Það er mjög
æskilegt, að niðurstöður þessara ákvarðana og þeirra, sem gerðar
verða framvegis, séu fljótt birtar og þeim sé haldið til haga, helzt
öllum í einu riti. Náttúrufræðingurinn hefur nú þegar hafið þenna
fréttaflutning. Færi vel, að hann héldi því áfram og þeir, sem
þegar hafa tekið eða taka framvegis sýnishorn úr íslenzkum jarð-
lögum til aldursákvörðunar, sendi honum niðurstöðuna til birt-
ingar. — Hér á eftir verður aðeins skýrt frá þeim aldursgreining-
um, sem ég hef sjálfur sent efni til. Þær voru allar gerðar í um-
sjá dr. Ingrid Olsson í C14-rannsóknastofu háskólans í Uppsölum,
og kostnað við það greiddi Raunvísindadeild Vísindasjóðs sam-
kvæmt umsókn minni. Þessum aðilum kann ég miklar þakkir.
Um C14-(eða geislakols-)aðferðina við aldursákvörðun skal hér
vísað til inngangs Sigurðar Þórarinssonar (1964) að yfirliti okkar
um hinar fyrri aldursákvarðanir. Eins og þar segir, hefur helm-
ingatími C14 verið talinn um 5570 ár og aldur sýnishorna verið
reiknaður út samkvæmt því.
Nú mun talið réttara að reikna með helmingatímanum 5730
árum. Hér, í töflu I, eru útkomur gefnar upp samkvæmt báðum
helmingatímunum, en til að auðvelda samanburð við eldri ákvarð-
anir verður hér enn fyrst og fremst fjallað um niðurstöður sam-
kvæmt styttri helmingatímanum. Annars getur hver, sem vill, „leið-
rétt“ þær með því að hækka þær um 3%.
Nýju aldursákvarðanirnar eru frá þremur stöðum á Suðurlandi
og einum á Vesturlandi. Sýnishornin að sunnan voru send til Upp-
sala í ágúst 1964, og skýrslu um aldursákvörðun þeirra fékk ég í