Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 22
114 NÁTTÚRU FR/l.Bl NGU R I N N tók nokkurn tíma áður en menn áttuðu sig fyllilega á, að þessi efni brúuðu þróunarbilið milli hins ólífræna og lífræna. Það var athygiisvert, að unnt var að greina hina einstöku hluta allra lífvera niður í ólífræna efnishluta og eins og Thomas Huxley áleit, var frumuhlaupið (prótóplasma), sem virtist mjög áþekkt í öllum líkamshlutum, byggt upp úr lífvana sameindum, er var þó lifandi í samsetningu þessara einda. Afi Charles Darwins, sem hét Erasmus Darwin, hafði skrilað: „Allur núlifandi gróður og dýr eiga upprunalega rætur að rekja til hinna smásæju h'fvera, sem mynduðust við sjálfkviknun.“ Og Charles Darwin fylgdi eftir hugmyndum afa síns með hinni frægu útskýringu sinni á Jjróun lífsins, úr smæstu lífverum, en hann gat sér Jæss jafnframt til, að hinar smæstu lífverur hefðu einnig þrc>azt úr ólífrænu efni við myndun eggjahvítuefna. Fyrsta tilraunin til þess að skýra í einstökum atriðum þessa frum- lífsþróun úr ólífrænu efni í hinar smæstu lífverur kom ekki fram fyrr en árið 1924. I>að spor steig rússneski lífefnafræðingurinn A. 1. Oparin með bók sinni um Uppruna lífsins. Þar skýrir Oparin frá tilgátu sinni um hvernig hin algengu frumefni, sem byggja upp lífrænt efni, svo sem kolefni, köfnunarefni, súrefni og vetni, geta sameinazt á ýmsa vegu við hagstæð skilyrði hvar sem er í geimnum, á okkar jörð sem á öðrum plánetum, og myndað flókin efna- sambönd. Kolefnisfrumeindin er grundvallareind alls lífræns efnis, líkt og vetnissameindin er grundvallareind alheimsins. F.r ]>að vegna sér- stöðu hennar meðal frumeinda, að eðli og byggingu. Kolefnisfrum- eindin er sem sé fjórgild eða hefur hælni til að tengjast öðrum fjórum frumeindum í senn. Þetta fjölhæfa eðli frumeindarinnar veldur því, að hún getur verið uppistaða flókinna sameinda. Vetni, súrefni og köfnunarefni hafa ekki Jressa tengingarfjölhæfni og mynda tiltölulega einföld efnasambönd en kolefnisfrumeindin get- ur tengt þau saman á óteljandi vegu og myndað hin flóknustu sambönd. Það mátti hugsa sér þróun lífsins með kolefnisfrumeindina að grundvallareiningu. Oparin gat sér þess til, að við kólnun hinnar glóandi jarðar hafi myndazt karbíðefni, er verkuðu á vatnsgufu í frumlofth júpi jarðar og mynduðu kolvetnissambönd, er síðan tengd- ust köfnunarefni og mynduðu flóknari sambönd lífrænna efna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.