Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 6
98 NÁTTÚRUFRÆÐING U RI NN óspart tii frekara náms og þá helzt í jarðfræði. Vegna krappra kjara og erfiðra heimilisástæðna virtist þó um skeið, að hann yrði bóndi í Bárðardak Hefði Tómas vafalaust skipað þann sess með prýði. En seigla og skapfesta voru honum í blóð borin og stefndi hann því ótrauður inn á menntabrautina, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Næstu tvö árin var hann heima í Engidal við l^úskap, en á vorin lá hann á grenjum. Báða veturna kom hann oft að Laugum, skamman tíma í senn, og naut tilsagnar. Vorið 1930 lauk hann gagnfræðaprófi við Menntaskólann á Akureyri, utanskóla, þá 23 ára gamall, og settist í 4. bekk um haustið. Langþráðu marki var náð. Stúdentspróf tók Tómas vorið 1933 frá sama skóla. Um haust- ið sigldi hann til Kaupmannahafnar og innritaðist í jarðfræði við háskólann. Var hann síðan tvo vetur þar við nám og lauk prófi í forspjallsvísindum, cand. phik, vorið 1935. Tómasi varð fljótt ljóst, að náms- og kennslufyrirkomulag við Hafnarháskóla væri mjög gamaldags, og námskröfur óeðlilegar í þeirri grein jarðfræðinnar, bergfræði, sem hugur hans stóð til. Haustið 1935 hélt hann því til Svíþjóðar og innritaðist í háskól- ann í Uppsölum. Þar stundaði hann síðan nám undir handleiðslu hins þekkta bergfræðings, prófessors Helge G. Backlunds, og lauk fil. kand.-prófi vorið 1940. Sem verkefni til þessa prófs hafði hann tvö bergfræðileg viðfangsefni. Annað var rannsókn á hörðnuðum leirsteini úr Eyrarfjalli við Önundarfjörð. Komst Tómas að þeirri niðurstöðu, að steinninn væri úr ýmsum „leirmínerölum", sem myndazt höfðu fyrir áhrif jarðhita eða við efnaveðrun á tertíer. Var hér um fyrstu athugun íslendings á íslenzkum leir að ræða. Aðstæður til leirrannsókna voru þá allt aðrar en nú er, enda rönt- gentækni nútímans á byrjunarstigi. Hitt viðfangsefnið var berg- fræðileg rannsókn á tveim dökkleitum grettistökum, sem fundust á ljósum granít-berggrunni á strönd Upplands-héraðs. Við slíkar rannsóknir er gjarnan stuðzt, þegar rakin er skriðstefna ísaldarjökla. Tómas sýndi fram á, að annað grettistakið, sem var úr blágrýti, væri upprunnið norðarlega tir Mið-Svíþjóð frá Nordingrá við mynni Angermanálven og hefði því flutzt með jökli 300 km veg, og að hitt grettistakið, sem var úr andesíti, væri ættað frá Dellen í Hálsinglandi og hefði ]rví borizt 250 km leið. Árið 1935 og 1936 vorn nokkrir íslenzkir jarðfræðinemar, þar á meðal Tómas Tryggvason, og erlendir jarðfræðingar stvrktir á veg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.