Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1967, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 1967, Page 6
98 NÁTTÚRUFRÆÐING U RI NN óspart tii frekara náms og þá helzt í jarðfræði. Vegna krappra kjara og erfiðra heimilisástæðna virtist þó um skeið, að hann yrði bóndi í Bárðardak Hefði Tómas vafalaust skipað þann sess með prýði. En seigla og skapfesta voru honum í blóð borin og stefndi hann því ótrauður inn á menntabrautina, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Næstu tvö árin var hann heima í Engidal við l^úskap, en á vorin lá hann á grenjum. Báða veturna kom hann oft að Laugum, skamman tíma í senn, og naut tilsagnar. Vorið 1930 lauk hann gagnfræðaprófi við Menntaskólann á Akureyri, utanskóla, þá 23 ára gamall, og settist í 4. bekk um haustið. Langþráðu marki var náð. Stúdentspróf tók Tómas vorið 1933 frá sama skóla. Um haust- ið sigldi hann til Kaupmannahafnar og innritaðist í jarðfræði við háskólann. Var hann síðan tvo vetur þar við nám og lauk prófi í forspjallsvísindum, cand. phik, vorið 1935. Tómasi varð fljótt ljóst, að náms- og kennslufyrirkomulag við Hafnarháskóla væri mjög gamaldags, og námskröfur óeðlilegar í þeirri grein jarðfræðinnar, bergfræði, sem hugur hans stóð til. Haustið 1935 hélt hann því til Svíþjóðar og innritaðist í háskól- ann í Uppsölum. Þar stundaði hann síðan nám undir handleiðslu hins þekkta bergfræðings, prófessors Helge G. Backlunds, og lauk fil. kand.-prófi vorið 1940. Sem verkefni til þessa prófs hafði hann tvö bergfræðileg viðfangsefni. Annað var rannsókn á hörðnuðum leirsteini úr Eyrarfjalli við Önundarfjörð. Komst Tómas að þeirri niðurstöðu, að steinninn væri úr ýmsum „leirmínerölum", sem myndazt höfðu fyrir áhrif jarðhita eða við efnaveðrun á tertíer. Var hér um fyrstu athugun íslendings á íslenzkum leir að ræða. Aðstæður til leirrannsókna voru þá allt aðrar en nú er, enda rönt- gentækni nútímans á byrjunarstigi. Hitt viðfangsefnið var berg- fræðileg rannsókn á tveim dökkleitum grettistökum, sem fundust á ljósum granít-berggrunni á strönd Upplands-héraðs. Við slíkar rannsóknir er gjarnan stuðzt, þegar rakin er skriðstefna ísaldarjökla. Tómas sýndi fram á, að annað grettistakið, sem var úr blágrýti, væri upprunnið norðarlega tir Mið-Svíþjóð frá Nordingrá við mynni Angermanálven og hefði því flutzt með jökli 300 km veg, og að hitt grettistakið, sem var úr andesíti, væri ættað frá Dellen í Hálsinglandi og hefði ]rví borizt 250 km leið. Árið 1935 og 1936 vorn nokkrir íslenzkir jarðfræðinemar, þar á meðal Tómas Tryggvason, og erlendir jarðfræðingar stvrktir á veg-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.