Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 26
NÁTTÚRUFRÆÐÍNGURINN 118 leiða amínósýrur með vatnsefniscyaníði og formaldihýði að milli- stigum. Þá vaknaði sú spurning, hvernig unnt væri að tengja amínó- sýrurnar saman í keðjur til þess að mynda hin flóknu eggjahvítu- efni og það sem meira var um vert, hvernig tókst þessum löngu snurðum af eggjahvítuefnum að verða að lifandi frumum? Margir hafa glímt við þessi viðfangsefni og ýmsar skýringar komið franr, enda þótt fáar séu haldgóðar. Dr. Sidney Fox við Miamiháskólann í Flórída er einn þeirra manna, sem rannsakað hafa þetta svið þróunarinnar og komizt að merkilegri niðurstöðu. Ffann velti því fyrir sér, hvað rnundi hafa skeð, ef blanda af ýmsum amínósýrum hefði í árdaga lent í lóni eða fjöru, sem smám saman þornaði við uppgufun vatnsins. Sidney Fox reyndi að eftirlíkja þær aðstæður með því einfald- lega, að hella vatnsupplausn af amínósýrum í tilraunaglas og láta síðan vatnið gufa upp úr glasinu. Við uppþurrkunina skeði það undur, að hinar einstöku amínósýrur tengdust saman í langar keðjumyndanir. Samanstóðu sumar keðjurnar af liundruðum amínó- sýra, sem tengzt höfðu á endum og svipaði þeim að ýmsu leyti mjög til eggjahvítuefna, og voru þessar keðjur nefndar proteinoid og nefna mætti gervihvítu. Enda þótt með þessu hefði tekizt að framleiða gervihvítu, var þó langt í land með að skýra sköpun lifandi fruma. Spor í þá átt var samt stigið, er Sidney Fox tókst að hleypa amínósýrum í örsmæðarhnoð. ITann hafði sett amínósýrur á hraunmola og bakað þær í ofni við 170° C í nokkrar klukkustundir. Þegar að var gætt, hafði myndazt brún eðja á grjótinu og undir srnásjá mátti greina urmul smárra, hnattlaga agna, sem á að líta voru ekki ósvipaðar sumum gerlum eða blágrænþörungum. Amínósýrur þær, sem gerð- ar höfðu verið úr ólífrænum efnum höfðu runnið saman í gervi- hvítu, sem síðan hafði hlaupið saman í örsmæðarhnoð eða micros- pher, sem helzt líktust frumstæðustu lífverum jarðar, gerlum og þörungum. Hnoðin höfðu það sammerkt við frumur að hafa ákveðna lögun og geta tekið svipuðum litum og eggjahvítuefni í frumurn, en þó ríkti á milli þessara myndana mikið óbrúað bil. Hnoðin voru ekki lifandi og skorti meðal annars hinn veigamikla eiginleika frumunnar, erfðaefnið eða kjarnasýruna, sem stjórnar viðkomu, þroska og arfgengi allra lifandi vera. Efalaust er langt í land með að finna nokkra fullnægjandi skýr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.