Náttúrufræðingurinn - 1967, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
113
hefur tekizt að brúa sum bilin og auka skilninginn á lífsmyndun-
inni eins og við skynjum hana í dag.
A sautjándu öld hafði Descartes getið sér þess til, að eðlilegar
efnafræðilegar skýringar lægju að baki sjálfkviknun lífs. Sá skiln-
ingur átti erfitt uppdráttar eftir tilraunir Pasteurs, sem sönnuðu,
að líf gat aðeins skapazt af líli, og reyndar virtust öll lífræn efni
sköpuð af lífverum. Ólífrænt efni virtist ekki geta orðið lífrænt
nema fyrir áhrif lífvera. Einnig virtist reginmunur á lifandi veru
og ólífrænu efni, til dæmis á tré og kletti, manni og steini. Hins
vegar voru til svo frumstæðar lífverur, að bilið milli kviks og
ókviks virtist í því tilfelli ekki svo ýkjamikið. Það var vissulega
erfiðleikum bundið að skilgreina líf frá dauðu. Höfuðeinkenni líf-
vera eru til dæmis þau, að lífverur vaxa og nærast, en kristallar
vaxa einnig, og það má segja að eldur nærist. Tímgun er enn einn
eiginleiki lifandi vera, en vera er að vísu lifandi þótt hún tímgist
ekki. Þegar Wendell Stanley tókst fyrir 30 árum að kristalla veirur,
sást enn betur, hve erfitt var að skilgreina milli lifandi og ólífrænna
efna. Sú skoðun hefur því mótazt, að lífrænt og ólífrænt efni séu
raunverulega tvær hliðar á sama fyrirbrigðinu, efninu, sem við
til hægðarauka skilgreinum á þessa tvo vegu.
Það lá nú nokkuð ljóst fyrir, að lífverurnar höfðu þróazt frá
hinum smæstu og einföldustu í hinar stærstu og flóknustu. Hvað
var jxí sennilegra en að hinar einföldu lífverur hefðu upprunalega
þróazt úr dauðu efni eða hefðu orðið flókið form einfaldra efna-
sambanda?
Þarna hafði sjálfkviknunarkenningin þá raunverulega enn skotið
upp kollinum, þótt væri hún nú í nokkuð breyttri mynd.
Eitt fyrsta skref til sönnunar á sambandi hins lífræna og ólífræna
var stigið árið 1828, þegar þýzka efnafræðingnum Wöhler tókst
að framleiða „urea“, þvagefni CO(NH2)2, í rannsókharstofu sinni.
Með því hafði honum tekizt að búa til lífrænt efni úr ólífrænu,
senr áður hafði verið talið óhugsandi að gæti myndazt, nema það
hefði verið framleitt í líkama lifandi veru. Þessi athugun varð
undanfari svipaðra uppgötvana á myndun einfaldra lífrænna sanr-
banda úr ólífrærium. Þannig tókst A. W. H. Kolbe að framleiða
edikssýru úr frumefnum árið 1845 og ellefu árunr seimra tókst að
framleiða metan úr einföldum efnasamböndum. Þrátt l'yrir það