Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1967, Síða 22

Náttúrufræðingurinn - 1967, Síða 22
114 NÁTTÚRU FR/l.Bl NGU R I N N tók nokkurn tíma áður en menn áttuðu sig fyllilega á, að þessi efni brúuðu þróunarbilið milli hins ólífræna og lífræna. Það var athygiisvert, að unnt var að greina hina einstöku hluta allra lífvera niður í ólífræna efnishluta og eins og Thomas Huxley áleit, var frumuhlaupið (prótóplasma), sem virtist mjög áþekkt í öllum líkamshlutum, byggt upp úr lífvana sameindum, er var þó lifandi í samsetningu þessara einda. Afi Charles Darwins, sem hét Erasmus Darwin, hafði skrilað: „Allur núlifandi gróður og dýr eiga upprunalega rætur að rekja til hinna smásæju h'fvera, sem mynduðust við sjálfkviknun.“ Og Charles Darwin fylgdi eftir hugmyndum afa síns með hinni frægu útskýringu sinni á Jjróun lífsins, úr smæstu lífverum, en hann gat sér Jæss jafnframt til, að hinar smæstu lífverur hefðu einnig þrc>azt úr ólífrænu efni við myndun eggjahvítuefna. Fyrsta tilraunin til þess að skýra í einstökum atriðum þessa frum- lífsþróun úr ólífrænu efni í hinar smæstu lífverur kom ekki fram fyrr en árið 1924. I>að spor steig rússneski lífefnafræðingurinn A. 1. Oparin með bók sinni um Uppruna lífsins. Þar skýrir Oparin frá tilgátu sinni um hvernig hin algengu frumefni, sem byggja upp lífrænt efni, svo sem kolefni, köfnunarefni, súrefni og vetni, geta sameinazt á ýmsa vegu við hagstæð skilyrði hvar sem er í geimnum, á okkar jörð sem á öðrum plánetum, og myndað flókin efna- sambönd. Kolefnisfrumeindin er grundvallareind alls lífræns efnis, líkt og vetnissameindin er grundvallareind alheimsins. F.r ]>að vegna sér- stöðu hennar meðal frumeinda, að eðli og byggingu. Kolefnisfrum- eindin er sem sé fjórgild eða hefur hælni til að tengjast öðrum fjórum frumeindum í senn. Þetta fjölhæfa eðli frumeindarinnar veldur því, að hún getur verið uppistaða flókinna sameinda. Vetni, súrefni og köfnunarefni hafa ekki Jressa tengingarfjölhæfni og mynda tiltölulega einföld efnasambönd en kolefnisfrumeindin get- ur tengt þau saman á óteljandi vegu og myndað hin flóknustu sambönd. Það mátti hugsa sér þróun lífsins með kolefnisfrumeindina að grundvallareiningu. Oparin gat sér þess til, að við kólnun hinnar glóandi jarðar hafi myndazt karbíðefni, er verkuðu á vatnsgufu í frumlofth júpi jarðar og mynduðu kolvetnissambönd, er síðan tengd- ust köfnunarefni og mynduðu flóknari sambönd lífrænna efna.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.