Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1967, Síða 37

Náttúrufræðingurinn - 1967, Síða 37
NÁTTÚRUFRÆÐ INGU RINN 129 og undirstaða Stórhöfða (vestanverðs). Trausti telur þetta raunar tvær myndanir „A“ og ,,B“. í báðum hallar túfflögunum víða mjög mikið, í Sæfjalli t. d. „meira en 20° til austurs-norðausturs“ í neðri mynduninni (A), og í hinni yngri (B) liggja þau „með 40° halla upp austurhlíðina, taka á sig mjúka beygju yfir toppinn og halla síðan niður vesturhlíðina“. Mislægi myndananna A og B kemur víðar mjög glöggt fram með svipuðum hætti. 3. Um ])\ í nær allan Stórhöfða þekur þykkt hraun framangreind- ar túffmyndanir (A og B). T austanverðum höfðanum nær það niður fyrir sjávarmál, teygist þar með ströndinni norður fyrir Garðsenda og myndar sjávarbergið undir mólaginu, sem nú hefur verið aldursákvarðað. Þetta hraun er upp komið liæst á Stórhöfða. Það er mjög mislægt túffinu, sem það hvílir á, hefur hlaðizt upp að brattri túffbrekku. 4. Á Stórhöfðahrauninu liggur aftur túfflag, sem Trausti kallar C. Það er yfirleitt þunnt og slitrótt, en verðnr þó á að gizka 15 m þykkt hjá Garðsenda, þar sem það liggur liið næsta yfir mólaginu. Það þekur og eitthvað af hinu eldra túffi (A og B) í „suðurfellun- um“, en verður þar ekki alls staðar með vissu greint frá B. 5. Eldfjallið Helgafell og hraunið, sem þaðan er ættað, er yngsta myndun úr föstu bergi í Heimaey. Þar sem sér á undirlag þess, hvílir það milliliðalaust á hinum yngstu túffmyndunum, B eða G (4. mynd). 6. Loks er Heimaey víðast þakin grónum jarðvegi, langmest venjulegri fokmold með allmörgum svörtum öskulögum. Á Helga- fellslirauninu er jtessi jarðvegur engu þynnri né með færri ösku- lögum en utan þess. Þessi aldursröð jarðmyndana í Vestmannaeyjum, sem er niður- staða af rannsókn Trausta Einarssonar, skal hér ekki véfengd, enda næsta augljós í flestum atriðum. Þó hef ég ekki — hvorki í ritgerð Trausta né af eigin raun í tveggja daga snuðri um sunnanverða Heimaey — fundið neina. sönnun fyrir því, að túffið undir Stór- höfðahrauninu sé jafngamalt túffinu A og B í „suðurfellunum". Ef ekki væri staðhæfing Trausta, sem þarna er miklu staðkunnugri en ég, liefði ég fremur talið Stórhöfðatúffið elzt (þ. e. næst á eltir ,,norðurklettunum“), jrví næst Stórhöfðahraunið og þá túffið í „suðurfellunum" (A, B og C). Allt jretta túff taldi Trausti myndað á sjávarbotni, en hraun og

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.