Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1967, Síða 54

Náttúrufræðingurinn - 1967, Síða 54
]46 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN til framleiðslu uýs blóðrauða eða annarra lífrænna eggjahvítusam- banda. Venjulega fara eyðing og endurnýjun rauðra blóðkorna fram jafnhratt, svo að íjöfdi þeirra í blóði helzt svipaður. En eftir blóð- missi örvast framleiðsla blóðkornanna í beinmerg, unz réttu magni er á ný náð. Stöku sinnum taka þá til starfa myndunarstöðvar í milta og lifur, sem annars hætta framleiðslu rauðra blóðkorna skömmu eftir fæðingu. Sömuleiðis örvast: blóðkornaframleiðslan, ef eðlilegur fjöldi rauðra blóðkorna nægir ekki til að sjá líkamanum fyrir ildi, svo sem ef menn flytjast til háfjallasvæða, þar sem ioftið er þynnra en á láglendi. Ef háfjöll eru klilin hratt, svo sem í Everestferðum, þar sem ekki viðrar til mannlífs nema örstuttan tíma í senn, hefur likaminn ekki við að auka blóðkornamagnið, svo að menn fá háfjallasýki nema þeir hafi meðferðis ildi til öndunar. Blóðrauði hefur verið verulega kannaður undanfarið. Nú þekkja menn efnasamsetningu allmargra afbrigða hlóðrauða, en það er ann- ars fátítt, þegar um eggjahvítuefni er að ræða. Flestir menn hafa blóðrauða af gerðinni hemóglóbín-A, sem bindur ildi eðlilega, en þeir, sem hafa einhverja afbrigðilega gerð blóðrauða, liða af mis- alvarlegum kvillum, þar sem ildisflutningur um líkamann er ófull- kominn. Ein þessara blóðrauðagerða, hemóglóbín-S, er allvenjuleg í negrum, en er einnig þekkt í mönnum á Indlandi, í Grikklandi og ftalíu. Þessi blóðrauðagerð orsakast af einu tilteknu geni. Þeir sem erfa þetta gen aðeins frá öðru foreldri, eru sem næst heilbrigð- ir, enda eru allt að yA blóðrauða þeirra af eðlilegri gerð. Þeir þola hins vegar hitabeltissjúkdóminn malaríu mun betur en aðrir menn, þar sem frumdýrin, er valda malaríu og lifa inni í rauðum öl<>ð- kornum, þrífast ekki á hemóglóbín-S. Menn, sem erfa S-genið frá báðum foreldrum, hafa eingöngu gallaða blóðrauðann og deyja oftast í æsku. Eggjahvítuefni erti gerð úr um 20 mismunandi amínósýrum, sem raðast saman í langar keðjur, og ræður röðin frumgerð eggjahvít- unnar. í eggjahvítuhluta blóðrauða eru 4 keðjur í sameindinni, alls úr um Í500 amínósýruhlekkjum. Á eðlilegum blóðrauða (A) og S- gerð munar aðeins einni amínósýru, aðeins einn hlekkur af 300 er afbrigðilegur, en ]>að gerir gæfumuninn. í flestum hinum blóð- rauðaafbrigðunum er líka aðeins ein amínósýra frábrugðin því sem venjulegt er. Þessi afbrigði erfast eins og hemóglóbín-S.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.