Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 26
sem engin. Líkanareikningar benda til þess að jafnvægisástand þar sem þetta snýst við eða djúpsjávarmyndun í norðurhöfum hættir jafnvel með öllu sé einnig mögulegt. Þetta merkir að komi nægilega mikill „hiksti“ í færibandið geti hafstraumar sveiflast yfír í annað jafnvægisástand sem geti einnig verið stöðugt í árþúsundir. Undir slíkum kringumstæðum reiknast mönnum til að unt 6-8°C kaldara yrði á stórum hluta N-Atlantshafs í grennd við ís- land (8. mynd). Með öðrum orðum þá væri meðalhiti á íslandi vel undir frostmarki ef ekki nyti við varmaflutnings sem þakka má djúpsjávar- myndun í N-Atlantshafí og lóðréttri hring- rás hafsins. Að sjálfsögðu er veruleg óvissa í slíkum reikningum en þetta sýnir þó hversu veigamiklar afleiðingar breyting á hringrás hafsins getur haft. Hér er komin ný og öflug skýring á veðurfarssveiflum, skýring þar sem ekki þarf eingöngu að leita til Iandreks eða stjamfræðilegra aðstæðna í leit að orsökum veðurfarssveiflna. En geta aukin gróðurhúsaáhrif valdið röskun sem sveiflar færibandinu yfir í annað og gjör- ólíkt jafnvægisástand? Það er talið ólíklegt en ekki ómögulegt. MEIRA UM DJÚPSjÁVAR- HRINGRÁSINA Hér er rétt að nefna tvenns konar ástæður djúpsjávarmyndunar. Hin fyrri er sú að selturíkur Atlantssjór kólnar á yfirborði og sekkur. Hin síðari að þegar hafís myndast skilst ósalt vatn að nokkru frá og skilur eftir saltari sjó en fýrir var. Þessi saltari sjór sekkur síðan. Hið fyrrnefnda, að sjór- inn sökkvi vegna kælingar, gerist ekki jafnt og þétt heldur virðist að langmestu leyti eiga sér stað tiltölulega stuttan tíma á ári hverju, þegar svellkalt heimsskautaloft streymir frá meginlöndunum eða hafís- breiðum út yfír auðan sjó. Einnig virðist sem langmest af djúpsjávarmynduninni eigi sér stað á liltölulega afmörkuðum svæðum hverju sinni, í eins konar niður- streymisstrokkum. Að þessu leyti er djúp- sjávarmyndunin ekki ósvipuð niðurstreymi sem á sér stað þegar ísmoli bráðnar í viskí- glasi og kalt og glært bræðsluvatn úr ís- molanum leitar niður í síbreytilegum niðurstreymisfingrum vegna þess að það er eðlisþyngra en litað viskíið. Þó að „færibandið“ margnefnda virðist vel varið fyrir áföllum er eins og nokkrar sveiflur séu í þunga þess. Sumar þessara sveifína eiga uppruna sinn í N-Atlantshafi og hafa mest áhrif hér en sveiflur í „færibandinu“ hafa einnig veruleg áhrif á veðurfar hitabeltisins og þar með á allan orkubúskap gufuhvolfsins. Það hefur sýnt sig að frernur staðbundnir atburðir í A- Kyrrahafi, þ.e. veruleg óregla í haf- straumum sem nefnist „E1 Nino“, hafa áhrif á veðurfar í hitabeltinu öllu, líka í Afríku. Þessir óreglulegu straumar í Kyrra- hafí eru hluti af samtengdu kerfí haf- strauma sem að furðumiklu leyti virðist knúið af djúpsjávarmyndun í N-Atlants- hafí. Umbyltingar í okkar heimshluta eru því nátengdar veðurfarssveiflum um heim allan. Sú var tíðin að gróður var í Sahara- eyðimörkinni og regnskógar Amason virð- ast hafa verið mun minni en nú er. Líklegt er að þetta hafí tengst öðru ástandi í hring- rás heimshafanna en nú ríkir. Síðustu árin hafa rannsóknir leitt í ljós að óhjákvæmi- legt er að taka tillit til hugsanlegra breyt- inga á hringrás hafanna og þá sérstaklega breytinga á djúpsjávarmyndun þegar reynt er að segja fyrir um breytingar á veðurfari af völdum vaxandi gróðurhúsaáhrifa. VEÐU RFARSLÍ KÖN Veðurfarsbreytingar á næstu áratugum eru háðar flóknu samspili milli styrks gróður- húsalofttegunda í andrúmsloftinu, vinda- kerfís, hafstrauma, hafíss og margra ann- arra þátta. Þótt hafa megi hliðsjón af rann- sóknum á veðurfarsbreytingum í fortíðinni er erfítt að draga af þeim ákveðnar álykt- anir um þróun veðurfars á jörðinni á næstu áratugum, ekki síst vegna þess að erfítt er að gera sér grein fyrir því hvort aðstæður nú séu nægilega sambærilegar við að- stæður einhvem tíma í fortíðinni. Einfaldir reikningar á endurkasti og upptöku geisl- 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.