Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 45
2. mynd. Hóllinn svarti séður vestan frá. Ljósm. Jón Jónsson.
Ekki sýnist ólíklegt að hæðardrag þetta
hafi verið leifar af og framhald af jökul-
garði þeim sem rekja má slitur af austan frá
Kúðafljóti um Skálmabæjar-Grjóteyri,
hæðirnar sem bæirnir Holt og Herjólfs-
staðir standa á og vestur um Krosshól, sem
ásamt fleiri jökulgarðsbútum er vestan við
byggð í Álftaveri. Múlinn sem forðum var
skammt austur af þeim foma Höfðabrekku-
bæ og Múlakvísl hefur nafn af gæti hafa
verið framhald þessa jökulgarðs.
■ nafnlaus hæð
Uppi á Hjörleifshöfða miðjum er hæð, sem
á nefndu korti (1905, 1:50.000) er sýnd
vera í 176 m hæð h.y.s. en virðist nafnlaus.
Þetta er bungulaga hæð eða öllu fremur
hóll, harla dökkur á að sjá. Hann er vart
minna en 300 m frá norðri til suðurs neðst
en um 100 m minna þvert yfír Höfðann.
Með loftþyngdarmæli mælt reyndist mér
hann nær 80 m hár neðan frá móberginu
sem undir honum er og kemur fram í
hvössum hamrabrúnum Höfðans báðum
megin. Hann er úr lausagrjóti af öllum
stærðum og gerðum, vikri og öðrum ung-
legum gosefnum, ösku og sandi. Rauðamöl
og einstaka leirsteinsflögur má þar líka sjá.
Steinar með ljósa veðrunarhúð dreifast
næsta jafnt um allt yfirborðið en ekki nema
einn og einn meðal þeirra verðskuldar að
nefnast bjarg. Nokkra hefur frostið sprengt
eftir að þeir lentu þama. Þessi myndun er
svo þétt að ekki verður i hana grafíð með
skóflu nema svo sem 30-40 cm. Þessum
svarta hól hallar nokkuð jafnt til allra hliða
nema hvað hann er nokkm brattari að
sunnan, en skaftfellsku suðaustan stór-
rigningamar hafa megnað að grafa inn í
hann rásir að austanverðu.
Öll þessi myndun situr ofan á fasta bergi
Höfðans, sem er móberg, og hefur ekkert
með þá bergmyndun að gera. Ekki fæ ég
betur séð en að þessi kolsvarti hóll eigi til-
veru sína jöklum að þakka, sé einn liður í
jökulurðarhryggnum fyrrnefnda og hafí
orðið til í jökulkrika þegar skriðjökull seint
á síðasta jökulskeiði klofnaði um Höfðann
og myndaði tvo ísstrauma sinn hvomm
megin hans. Þama hygg ég því vera
39