Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 62

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 62
staddur - eins og H.G. Wells lýsir skemmtilega í einni sögu sinni - og ekki líkur á að það takist. Hugsum okkur gildan borgara sem stígur á Qaðurvog hér, hún sýnir 100 kg. Hann tekur vogina með sér til tunglsins og þar sýnir hún ekki nema 16 kg. Síðan fer hann til Venusar og þar sýnir vogin 89 kg. Ef hann nennti alla leið til Júpíters myndi vogin sýna 254 kg. Efnismagn mannsins hefur ekkert breyst á þessu flakki, það er aðeins þyngdaraflið sem er mismunandi á ólíkum hnöttum. I raun og veru mælir vogin þyngdarkraftinn á manninn, en hér við yfirborð jarðar stendur þyngdarkraftur- inn í réttu hlutfalli við efnismagn (þungir hlutir falla jafn hratt og léttir) og því má nota vogina til að mæla efnismagn á svipaðan hátt og búðarvogir geta sýnt verð vöru beint i stað þyngdar. En snúum okkur nú aftur að jörðinni. Eins og áður er getið falla allir hlutir jafn- hratt við yfirborð jarðar; fallandi hlutur eykur hraða sinn á hverri sekúndu um tæpa 10 metra á sekúndu ef loftmótstöðu gætir ekki. I 1. töflu er sýndur lokahraði hlutar eftir svo og svo margar sekúndur, meðal- hraðinn (hálfur lokahraðinn) og hve langt hann hefur fallið. Snotur regla kemur fram í töflunni, reglufestan kemur jafnvel enn betur í ljós ef reiknað er hve mikið bætist við fallvega- lengdina á hverri sekúndu; það verða 5, 15, 25, 35, 45 og 55 metrar. En töfluna má nota á annan hátt. Hugs- um okkur að kúlu sé skotið lóðrétt upp og upphafshraði hennar sé 60 m á sek. Þyngdarkrafturinn orkar á kúluna eins og 1. tafla. Hraði hluta í frjálsu falli. tími sek lokahraði m/sek meðalhraði m/sek vegalengd m 0 0 0 0 1 10 5 5 2 20 10 20 3 30 15 45 4 40 20 80 5 50 25 125 6 60 30 180 áður þótt hún sé á fleygiferð upp á við: hraði hennar minnkar um 10 m/sek á hverri sekúndu. Eftir sex sekúndur er hraðinn kominn niður í núll. Þá er kúlan komin í 180 m hæð, hún snýr nú við og fellur aftur niður. Eftir aðrar sex sekúndur er hún kom- in niður til skotmannsins aftur. Hún hefur farið upp og ofan eftir sömu lóðlínu, og á hverjum stað er hraði hennar á uppleið jafn hraðanum á niðurleið, en í gagnstæða átt. Og ferðin niður tekur sama tíma og ferðin upp. Því meiri sem upphafshraði kúlunnar er því hærra kemst hún. Byssukúla með upphafshraða 500 m/sek myndi þjóta upp á við í 50 sek áður en hún snýr við og komast í 1250 m hæð. Sé upphafshraðinn aukinn enn kemst hún enn hærra. Hér hefúr þyngdarhröðunin verið talin 10 m á sek á sek, sem er 2% meira en hún er í raun (10 í stað 9,81), og loftmótstaðan ekki talin nein. Sé upphafshraðinn enn aukinn að mun og þar með skothæðin kemur nýtt fyrirbæri til sögunnar: Þyngdarsvið jarðar dofnar eftir því sem ofar dregur. I um 6400 km hæð er styrkur þess kominn niður í fjórðung þess sem hann er við yfírborð jarðar. (Jarðgeislinn er um 6400 km, svo að íjarlægðin frá jarðarmiðju hefur tvö- faldast.) Í 12.800 km hæð er þyngdarkraft- urinn kominn niður í níunda hluta þess sem hann er við yfirborð jarðar. Við þessar íhuganir verður ný spurning áleitin: Hversu mikinn upphafshraða þarf hlutur að hafa, þegar honum er skotið lóð- rétt upp, til þess að hann komi aldrei niður aftur heldur losni alveg úr þyngdarsviði jarðar? Svarið við þeirri spurningu kostar ekki flókna reikninga, þótt þeir verði ekki sýndir hér; þessi hraði er kallaður lausnar- hraði og er um 11,2 km/sek. Lausnarhraði hlutar frá himinhnetti fer eftir efnismagni hnattarins og því hve stór geisli hans er, hins vegar er hann óháður massa hlutarins. 1 2. töflu er tiltekinn lausnarhraði frá nokkrum himinhnöttum. Þessar tölur eru mælikvarði á styrk þyngdarinnar við yfírborð hnattanna. Síri- us B er hvít dvergstjarna. I henni er efnið mjög samþjappað. I nifteindastjörnu er efnið ennþá þéttara, svo þétt að þar er ekki lengur um atóm að ræða heldur nakta 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.