Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 25
sambandi. Þótt þessir möguleikar hafi verið rökstuddir á nokkuð sannfærandi hátt skortir áþreifanlegri rök og þangað til verður að líta á þá sem algjörar getgátur. Skýringarnar sem nefndar eru hér að ofan eiga það sammerkt að orsakir veður- farssveiflna eru einhverjar ytri eða innri breytingar sem bein áhrif hafa á stöðu meginlanda eða orkubúskap jarðarinnar. A seinni árum hefur athygli vísindamanna hins vegar vaknað á breytingum sem ekki eiga sér slíkar ytri skýringar. Lofthjúpur og haf virðast búa yfir eðlislægum innri breytileika. Þessi breytileiki kemur ekki einungis fram sem mismunur á veðurlagi frá ári til árs heldur einnig sem mismunur milli áratuga og alda. Eftir því sem breyt- ingarnar verða meiri og varanlegri er hins vegar erfiðara að benda á eðlisfræðilégar orsakir þeirra án þess að grípa til ytri skýr- inga af einhverju tagi. ÁHRIF HAFSINS Á VEÐURFAR Ein merkasta uppgötvun síðari ára á sviói veðurfarsfræði er breytileiki í hringrás hafsins. Erfitt er að skýra veðurfarssveiflur milli áratuga og alda með innri breytileika andrúmsloftsins eingöngu. Hringrás hafs- ins tekur hins vegar árhundruð og er talið að breytingar á henni geti skýrt tilviljana- kenndar veðurfarssveiflur milli áratuga og alda sem erfítt er að skýra á annan hátt. Fyrir nokkrum árum kom bandarískur vísindamaður, Broecker að nafni, fram með hugmynd um heildarhringrás heims- hafanna. Þó að sjálfsagt megi sitthvað út á hana setja í smáatriðum hefur hún reynst mjög öflugt skýringartæki í allri umræðu um veðurfarsbreytingar. I grófum dráttum er inntak hugmyndar Broeckers það að höf jarðar séu tengd með hringrás sem knúin er af djúpsjávarmyndun. Varmaflutningur hafsins lil N-Atlantshafs á sér að miklu leyti stað (80-90%) vegna lóðréttrar hring- rásar sem tengist djúpsjávarmynduninni en að mun minna leyti með hinni láréttu hringrás yfírborðsstraumanna. Lóðrétta hringrásin er mjög öflug og er talið að straumurinn sé hvorki meiri né minni en 15-20 milljónir rúmmetra á sekúndu, sem er nokkur þúsund sinnum meira en rennsli allra áa sem renna til hafs á íslandi. Mikil djúpsjávarmyndun á sér stað í N- Atlantshafi. Djúpsjórinn streymir síðan suður allt Atlantshaf inn á Indlandshaf og síðan Kyrrahaf þar sem hann kemur aftur upp á yfirborðið. Siðan berst hann eftir yfírborði til baka (7. mynd). Veruleg djúpsjávarmyndun á sér einnig stað í suðurhöfum undan ströndum Suður- skautslandsins. Hringrásin sem sýnd er á 7. mynd gengur meðal fræðimanna undir nafninu „færibandið“. SVEIFLUR í DJÚPSJÁVARHRINGRÁSINNI Við rannsóknir á djúpsjávarkjörnum undan ströndum Brasilíu hefur komið í Ijós að djúpstraumar hafa þar stundum skipt um stefnu og vísbendingar um miklar breyt- ingar á hringrás hafsins hafa einnig fundist í N-Atlantshafí. í ískjörnum frá Græn- landsjökli hafa fundist merki um mjög snöggar sveiflur í veðurfari ísaldar sem skýrðar eru með því að hafstraumar í N- Atlantshafí hafi hrokkið skyndilega í annan gír ef svo má segja (Sigfús J. Johnsen o.fl. 1992). Þessar visbendingar úr rannsóknum á ískjömum benda til þess að fleiri en eitt jafnvægisástand í djúpsjávar- hringrásinni sé mögulegt. Þessar breyting- ar virðast tengdar jökulskeiðum og hlý- skeiðum ísaldar. Sú hugmynd hefur komið fram að á jökulskeiðum hætti djúpsjávar- myndun að mestu í N-Atlantshafi og Golf- straumurinn fari þá aðra leið en nú. Menn hafa í framhaldi af þessu reynt að gera sér grein fyrir því hversu stöðugt þetta „færiband11 sé. Flestar tilraunir í líkönum benda til þess að það sé nokkuð stöðugt langtímum sarnan enda hafa engar grund- vallarbreytingar orðið á því í þúsundir ára. Djúpsjávarmyndun í N-Atlantshafí tengist mjög sellu hafsins en eðlisþyngd sjávar eykst með seltu. Sem stendur er N-Atlants- haf mun saltara á yfirborði en N-Kyrrahaf og djúpsjávarmyndun í N-Kyrrahafi er lítil 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.