Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 70
Þegar eg kenndi við Menntaskólann á
Akureyri endur fyrir löngu þurftum við
nokkrir kennarar að ganga niður í bæ um
hádegið til að fá okkur mat. Þegar við
gengum upp brekkuna aftur, mettir og
þungir á okkur, höfðum við stundum orð á
því að það væri merkilegt hve þyngdaraflið
hefði aukist í matartímanum. Þetta var að
sjálfsögðu í gamni sagt, engum okkar datt
sú skýring í hug í alvöru, frekar en manni
sem ekur í bíl eftir holóttum vegi dettur í
hug að hann hossist í sætinu vegna þess að
þyngdaraflið sé sífellt að breytast.
Nei, við trúum því öll að sólin komi upp
á morgun eins og hún gerði í dag og að
þyngdaraflið verði óbreytt þá, eins og það
hefur verið hingað til, enda er þetta tvennt
háð hvort öðru eins og hér hefúr verið
rakið.
Þetta spjall hófst á frásögn af hamri sem
datt niður og stöðvaðist á gólfínu í barna-
skólahúsinu við Tjömina í Reykjavík.
Guðjón kennari spurði um stefnu hamars-
ins, hvert hann myndi halda ef engin væri
fyrirstaðan. Þessu mætti fylgja aðeins
lengra eftir, hugsa sér boruð göng þvert í
gegnum jörðina, út á yfírborð hennar and-
fætis okkur, þannig að hamarinn gæti hald-
ið áfram í beina stefnu svo langt sern vera
skal. Hvert yrði ferðalag hans þá?
Með þeirri spumingu kveð eg þig, les-
andi góður.
ÍTAREFNl
Þeim sem kynnu að vilja lesa meira um
þetta efni má benda eftirfarandi bækur á
íslensku:
Guðmundur Arnlaugsson 1956 og 1957: Hvers
vegna - vegna þess. Spurningakver náttúru-
vísindanna. 1 og II. Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs.
Hawking, S. 1993. Saga tímans, 2. útg. Flið
íslenska bókmenntafélag.
Þorsteinn Vilhjálmsson 1986 og 1987. Heims-
mynd á hverfanda hveli. Mál og menning.
PÓSTFANC HÖFUNDAR
Guðmundur Amlaugsson
Hagamel 28
107 REYKJAVÍK
64