Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 48
1. mynd. Augnhlið grá/úðu með eðlilegu litafari. Þessi fiskur er veiddur á línu og myndin
er tekin af honum nýdregnum úr sjó. - The eye side of a normallypigmented Greenland hali-
but. Mynd/photo Magnús Þór Hafsteinsson.
brúnum og gráum blæ á augnhliðinni (1.
mynd) og ljósgráar á blindu hliðinni (Nor-
man 1934, Aðalsteinn Sigurðsson 1979).
Höfðavík AK VEIÐIR
GRÁLÚÐUHVÍTINGJA
Þann 14. maí árið 1992 fékk togarinn
Höfðavík AK 200 hvíta grálúðu í botnvörp-
una er skipið var að veiðum um 80 sjómílur
vestur af Bjargtöngum (2. mynd). Togað var
á um 1100 metra dýpi.
Ljósmyndir voru teknar af grálúðuhvít-
ingjanum um borð í Höfðavík AK skömmu
eftir að hann kom um borð (3. mynd) og
sýna því blæbrigði físksins mjög vel áður en
dauðaslikjan færðist yfir hann. Eins og sjá
má hefur fískurinn á sér appelsínugulan blæ
á augnhliðinni. Blinda hliðin er hins vegar
hvítleit, með rauðleitu ívafí, sérstaklega á
uggum, spyrðustæði, sporði og hliðarrák.
Eftir myndatökur var fískurinn settur í
frysti til varðveislu en þegar eftir var leitað
nokkrum mánuðum síðar fannst hann því
miður hvergi. Af stærð mynstursins í færi-
bandsdúknum sem fiskurinn var lagður á
þegar 3. mynd var tekin má hins vegar ráða
að hann hafi verið um 64 cm á lengd. Óvíst
er um kyn físksins þar sem bæði kyn
grálúðustofna í Norður-Atlantshafi geta náð
þessari stærð (Smidt 1969, Godo og Haug
2. mynd. Kortið sýnir hvar grálúðuhvít-
ingjarnir hafa veiðst. Punkturinn sýnir
veiðisvœðið þar sem Harðbakur EA, Höfða-
vík AK, Helga II RE og Venus HF fengu
sína fiska en stjarnan togslóðina sem Sól-
berg OF var að veiðum á er grálúðu-
hvítinginn slœddist í vörpuna. Dýptarlínur í
metrum. - Map showing where albino
Greenland halibuts have been caught in
Icelandic waters. Dot: Four specimens
caught 1990-1993. Asterix: One specimen
caught in 1993. Depth in meters.
42