Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 80

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 80
flestra flatfiska eru bæði á sömu hlið og hin hliðin er því algerlega „blind“. Auga vinstri hliðar grálúðu er ofan á höfðinu. Sjónsvið hennar er því víðara en hjá flestum flatfiskum og hún á auðveldara með að átta sig á hvar bráð er að fínna. 2. Grálúða er straumlínulagaðri en aðrir flatfískar og líkist að því leyti meira bolfiskum. Þetta bendir til að hún sé hraðsynd og því vel hæf til að elta bráðina uppi. Á þessi atriði bendir De Groot (1970) og hann telur einnig líklegt að grálúðan syndi stundum eins og bolfískar (með bakuggann upp). Báðar hliðar grálúðu eru fremur dökkar en það bendir til að grá- lúðan sé ekki eins mikið við botninn og aðrir flatfískar. Þá veiðist grálúða oft í reknet við yfirborð sjávar en það gefur ótvírætt til kynna ferðir hennar upp í sjó. 3. Grálúðan hefur hvassar tennur og stórt munnhol sem auðvelda henni að grípa og halda hreyfanlegri bráð. 4. Gerð tálknbursta (gill rakers) getur gefíð vísbendingu um fæðuval viðkomandi tegundar. Stórir tálknburstar eru mikil- vægir fyrir fískætur þar sem þeir koma í veg fyrir að stór bráð sem gripin hefur verið lifandi sleppi aftur út um munninn (De Groot 1971). Tálknburstar grálúðu eru tiltölulega stórir og gera hana þannig hæf- ari til að innbyrða spriklandi bráð. 5. Teygjanlegur magi grálúðu getur tekið við stórri og mikilli fæðu í einu. 1 saman- burði sínum á byggingu meltingarvegar hjá ýmsum flatfisktegundum kemst De Groot (1971) að því að hjá lúðu og grálúðu eru munnhol, vélinda og magi mun stærri hluti af heildarlengd meltingarvegar en hjá skyldum flatfísktegundum. Lúða og grá- lúða eru aðallega fískætur sem grípa hlut- fallslega stóra bráð og kyngja henni heilli. Fæðan er næstum algerlega melt í maganum. 6. I samanburði sínum á flatfískum komst De Groot (1971) að því að stærð og fjöldi skúflanga (pyloric caeca) er meiri hjá þeim tegundum sem lifa á stórri bráð, t.d. lúðu og grálúðu. Skúflangar eru lokaðar pípur sem mynda krans á mörkum maga og gama og talið er að í þeim fari fram uppsog ýmissa næringarefna, t.d. fítu (Fánge og Grove 1979). Aukið yfirborð og rúmmál skúflanga ætti því að koma sér vel hjá fiskum sem lifa á stórri bráð og melta hana að mestu leyti í maganum. Grálúðan hefur því byggingu ránfisks og það kemur vel heim og saman við fæðu hennar. ■ frekari rannsórnir Rannsókn þessi gefúr hugmynd um fæðuhætti grálúðu á íslenskum hafsvæðum en þó má ljóst vera að frekari rannsókna er þörf á lifnaðarháttum þessa mikilvæga fískstofns. Ekki er ljóst hve mikill breyti- leiki er í göngum grálúðu milli ára en búast má við að hann sé talsverður vegna breyti- legra umhverfisaðstæðna og fæðuskilyrða. Lítið er vitað um lifnaðarhætti ókynþroska grálúðu, t.d. hvort um langar göngur er að ræða eða hvort ókynþroska fískar eru stað- bundnir nálægt þeim svæðum þar sem þeir leita til botns sem seiði. Þá liggja litlar upplýsingar fyrir um heildarát grálúðu á íslenskum hafsvæðum, svo og át á einstökum tegundum. Þakkir Eg vil þakka öllum þeim sem aðstoðuðu við framkvæmd þessa verkefnis. Sérstaklega vil ég þakka umsjónarmanni verkefnisins, Ólafí K. Pálssyni, fyrir ágæta leiðsögn og þarfar ábend- ingar. Jörundi Svavarssyni, Agnari Ingólfssyni og Olafi P. Olafssyni kann ég bestu þakkir fyrir ýmsa aðstoð og uppbyggilega gagnrýni. Fjöl- margir starfsmenn Hafrannsóknastofnunar fá þakkir fyrir veitta aðstoð. Einkum vil ég þakka Antoni Galan, Einari Jónssyni og Olafi S. Ast- þórssyni fyrir aðstoð við greiningu fæðudýra, Jóhönnu Erlingsdóttur og Höskuldi Bjömssyni fyrir aðstoð við tölvuvinnslu og Sigurlínu Gunnarsdóttur fyrir aðstoð við heimildaleit. Olafur S. Ástþórsson las yfir handrit og færði margt til betri vegar. Rannsóknamönnum og áhöfnum á rannsóknaskipunum Áma Friðriks- syni og Dröfn og togurunum Arnari HU-1, Bessa ÍS-410 og Bjarti NK-121 þakka ég 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.