Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 77
75%
50%
25%
Lengd grálúöu (cm)
100%
1 5 27 117 193 197 118 49 25 9 4
□ Loöna □ Mjórar 1 Aðrir fiskar § Stóri kampalampi
^ ísrækja [H önnur krabbadýr ÍTT1 Smokkfiskar □ Annaö
4. mynd. Þyngdarhlutfall mismunandi fæðuflokka eftir lengd grálúðu. Tölurnar ofan
myndarinnar sýna fjölda maga með fæðu á hverju lengdarbili. - Weight composition of
food-groups by length of Greenland halibut. The numbers on top of the picture show the
number of stomachs with food in each length interval.
SjÁLFRÁN OG HRÆÁT
Einungis varð vart við sjálfrán hjá grálúðu
á miklu dýpi á V-svæði í maí 1991 en þá
var grálúða stór hluti af þyngd fæðunnar. I
nokkrum grálúðumögum sem safnað var í
veiðiferðum togara mátti fínna fæðu sem
greinilega hafði verið hent sem úrgangi ffá
fiskiskipum. Annarsvegar var um að ræða
nærri ómelt innyfli sem greinilega höfðu
verið étin sem hræ því aðrar fiskleifar voru
ekki í mögunum. Hinsvegar voru afskomir
hausar og sporðar grálúða en af skurði
þeirra mátti sjá að þeir höfðu komið Ifá
frystiskipi.
■ UMFJÖLLUN
íslenski loðnustofninn er mjög mikilvægur
sem fæða ýmissa fisktegunda hér við land
(Ólafur K. Pálsson 1983, 1985, Kjartan
Magnússon og Ólafur K. Pálsson 1991) og
þessi rannsókn sýnir að loðna er einnig
mikilvæg fæða grálúðu. Loðna virðist
einnig vera mikilvæg fæða fyrir grálúðu á
ýmsum hafsvæðum öðrum, t.d. út af Labr-
ador og Nýfundnalandi (Bowering og Lilly
1992) og norður af Noregi (Shvagzdhis
1990).
Mjórar eru nokkuð algengir við ísland,
einkum á 200-500 m dýpi í köldum sjó út
af Norður- og Austurlandi (Gunnar
Jónsson 1992). Mjórar eru nokkuð stórir
fiskar (20-80 cm fullvaxnir) og þó fjöldi
þeirra í mögum sé ekki mikill er hlutfall
þyngdar hátt, einkum í 60-90 cm grálúðu.
Þeir geta því skipt grálúðuna miklu máli og
líklega getur einn stór mjóri nægt sem
fæða í langan tíma. Þetta á sérstaklega við í
köldum sjó þar sem melting gengur hægt
fyrir sig og efnaskiptahraði er lítill. Unnur
Skúladóttir og Sigurður Þ. Jónsson (1991)
mátu þyngd mjóra í mögum grálúðu frá
NV-, N- og A-svæði u.þ.b. 3,5% af heild-
arþyngd fæðu en í rannsókn þeirri sem hér
er kynnt var hlutfall mjóra 27,9% á sömu
svæðum.
ísrækja var langalgengasta fæðutegund
grálúðu á dýpri hluta N-svæðis á sumar-
mánuðum. Hún er liklega mikilvæg fæða
fyrir grálúðu, sérstaklega í fæðugöngum
71