Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 27
8. mynd. Hitamismunur (°C) milli t\>eggja líkantilrauna þar sem djúpsjávarmyndun í N-Atlantshafi átti sér stað í annarri tilrauninni en ekki í hinni (Manabe og Stouffer 1988). unar í andrúmsloftinu, svipaðir þeim sem Arrhenius gerði á síðustu öld, eru einnig ófullnægjandi vegna þess að umtalsverð hlýnun mun hafa í för með sér breytingar á bæði vindakerfi og hafstraumum sem engin leið er að taka nægilegt tillit til í slíkum útreikningum. Af þessum sökurn hafa veðurfræðingar á síðustu árum lagt sí- fellt meiri áherslu á niðurstöður úr svoköll- uðum veðurfarslíkönum (á ensku „general circulation models“, skammstafað GCM) þegar þeir reyna að segja fyrir um hlýnun af völdum vaxandi gróðurhúsaáhrifa. Veðurfarslíkön eru að uppbyggingu svipuð veðurspálikönum sem notuð eru daglega við veðurspár og Islendingum eru að góðu kunn úr veðurfréttum sjónvarps (9. mynd). Likön þessi reikna vindstyrk, geisl- un, úrkomu, uppgufun og aðrar stærðir sem rnáli skipta fyrir þróun veðurs á jörðinni frá degi til dags út frá þeim eðlisfræðilegu lögmálum sem gilda um hreyfingar and- rúmsloftsins. Reikningar þessir eru mjög umfangsmiklir og eru veðurfarslíkönin sem reikna þróun veðurs í marga áratugi því liöfð nokkru cinfaldari en eiginleg veðurspálíkön, þótt þau séu í aðalatriðum byggð á sömu lögmálum. Jafnframt er í síðustu kynslóð veðurfarslíkana lögð meiri áhersla á útreikninga á hafstraumum en gert er í veðurspálíkönum vegna þess að ekki þarf að gera ráð fyrir umtalsverðum breytingum á hafstraumum á þeim stutta tíma sem veðurspálíkön eru keyrð. ÁREIÐANLEIKI VEÐURFARSLÍKANA Flestum Islendingum er kunnugt um áreiðanleika þriggja daga veðurspáa og sú spurning hlýtur því að vakna hvort eitthvað sé að marka niðurstöður veðurfarslíkana sem keyrð eru marga áratugi og jafnvel aldir fram í tírnann. Því er til að svara að niðurstöðurnar eru ekki túlkaðar sem veðurspá fyrir tiltekinn dag að mörgum árum eða áratugum liðnum heldur sem vís- bending um það hvernig veðurfar muni þróast að meðaltali á næstu áratugum. Því byggist áreiðanleiki veðurfarslíkana ekki á þvi að nákvæmlega sé spáð fyrir um veður frá degi til dags. Hann byggist á því að veðrið í líkaninu þróist í grundvallaratrið- um á sambærilegan hátt við veður í and- rúmslofti jarðar, t.d. að tilviljanakenndur breytileiki frá degi til dags, ári til árs og áratug til áratugar sé svipaður og veður- athuganir sýna, að reiknaðar lægðabrautir séu að meðaltali á réttum slóðum o.s.frv. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.