Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 27
8. mynd. Hitamismunur (°C) milli t\>eggja líkantilrauna þar sem djúpsjávarmyndun í N-Atlantshafi átti sér stað í annarri tilrauninni en ekki í hinni (Manabe og Stouffer 1988). unar í andrúmsloftinu, svipaðir þeim sem Arrhenius gerði á síðustu öld, eru einnig ófullnægjandi vegna þess að umtalsverð hlýnun mun hafa í för með sér breytingar á bæði vindakerfi og hafstraumum sem engin leið er að taka nægilegt tillit til í slíkum útreikningum. Af þessum sökurn hafa veðurfræðingar á síðustu árum lagt sí- fellt meiri áherslu á niðurstöður úr svoköll- uðum veðurfarslíkönum (á ensku „general circulation models“, skammstafað GCM) þegar þeir reyna að segja fyrir um hlýnun af völdum vaxandi gróðurhúsaáhrifa. Veðurfarslíkön eru að uppbyggingu svipuð veðurspálikönum sem notuð eru daglega við veðurspár og Islendingum eru að góðu kunn úr veðurfréttum sjónvarps (9. mynd). Likön þessi reikna vindstyrk, geisl- un, úrkomu, uppgufun og aðrar stærðir sem rnáli skipta fyrir þróun veðurs á jörðinni frá degi til dags út frá þeim eðlisfræðilegu lögmálum sem gilda um hreyfingar and- rúmsloftsins. Reikningar þessir eru mjög umfangsmiklir og eru veðurfarslíkönin sem reikna þróun veðurs í marga áratugi því liöfð nokkru cinfaldari en eiginleg veðurspálíkön, þótt þau séu í aðalatriðum byggð á sömu lögmálum. Jafnframt er í síðustu kynslóð veðurfarslíkana lögð meiri áhersla á útreikninga á hafstraumum en gert er í veðurspálíkönum vegna þess að ekki þarf að gera ráð fyrir umtalsverðum breytingum á hafstraumum á þeim stutta tíma sem veðurspálíkön eru keyrð. ÁREIÐANLEIKI VEÐURFARSLÍKANA Flestum Islendingum er kunnugt um áreiðanleika þriggja daga veðurspáa og sú spurning hlýtur því að vakna hvort eitthvað sé að marka niðurstöður veðurfarslíkana sem keyrð eru marga áratugi og jafnvel aldir fram í tírnann. Því er til að svara að niðurstöðurnar eru ekki túlkaðar sem veðurspá fyrir tiltekinn dag að mörgum árum eða áratugum liðnum heldur sem vís- bending um það hvernig veðurfar muni þróast að meðaltali á næstu áratugum. Því byggist áreiðanleiki veðurfarslíkana ekki á þvi að nákvæmlega sé spáð fyrir um veður frá degi til dags. Hann byggist á því að veðrið í líkaninu þróist í grundvallaratrið- um á sambærilegan hátt við veður í and- rúmslofti jarðar, t.d. að tilviljanakenndur breytileiki frá degi til dags, ári til árs og áratug til áratugar sé svipaður og veður- athuganir sýna, að reiknaðar lægðabrautir séu að meðaltali á réttum slóðum o.s.frv. 21

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.