Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 36
Frá fyrri tíð Arið 1889 var stofnað í Reykjavík Islenskt náttúrufrœðisfélag (eins og stóð í lögum félagsins). Félagið gekk þó frá upphafi undir nafninu Hið íslenska náttúrufrœðis- félag. Benedikt Gröndal var fyrsti formaður félagsins og umsjónarmaður náttúru- gripasafnsins til ársins 1900. Benedikt skrifaði árlega skýrslu félagsins og varð þar tíðrætt um áhugaleysi félagsmanna. Hér fer á eftir grein sem hann skrifaði í ísafold 1894 í tilej'ni þess að aðeins átta manns sóttu aðalfund það ár. Til samanburðar má geta þess að 100 árum síðar eða árið 1994 mættu ellefu manns á aðalfund Hins íslenska náttúrufrœðifélags. Þar af voru þrír sem ekki voru stjórnarmenn, starfsmenn fundar- ins eða starfsmenn félagsins. Af þessum þremur kom einn til að taka við viðurkenningarskjali. Hið íslenska NÁTTÚRUFRÆÐISFÉLAG BENEDIKT GRÖNDAL Ársfundur var haldinn hinn 14. þ.m. í leikfnnishúsi barnaskólans, eftir að fundur- inn hafði verið boðaður í ísafold, auglýstur á uppfestum blöðum á götum bæjarins og kunngerður með boðlista öllum þeim félagsmönnum, sem menn vissu til að væru hér í bænum, rúmlega 40 að tölu. Fundur- inn var prýðilega sóttur, eins og vænta mátti, þar sem alltaf er svo mikið talað um ágæti náttúruvísindanna - átta félagsmenn komu á fundinn, og lá við að leikfímis- húsið ekki rúmaði allan þann íjölda. Eftir að mannþyrpingin hafði ruðst inn, þá tróðu menn sér niður á bekkina og hlössuðu sér niður eins og á þóftur á áttæringi, en for- maðurinn reið klofvega á bitanum og setti fundinn. Gat hann þess fyrst, að i skýrslu félagsins væri skýrt frá því, sem gerst hefði, en því miður höfðu engar fólkorrust- ur orðið né stórkostleg vígaferli, og enn síður var um neinar jarðabætur eða þil- skipaútgerð að ræða, heldur einungis um nokkra fugla og pöddur sem sumt hafði verið að velli lagt með stórkostlegu drápi, en sumu hafði verið drekkt í brennivíni, og hafði allt þetta fólk orðið vel við dauða sínum og eigi mælt æðruorð. Þá stakk for- maðurinn upp á að lækka tillagið niður í tvær krónur, en allur þingheimur reis önd- verður móti því með svo miklu ópi, að allt húsið ætlaði í sundur; en eftir það var sam- þykkt í einu hljóði með besta samkomu- lagi, að sækja til alþingis um jafn mikinn styrk handa félaginu sem áður hafði verið veittur. Var og talað um, að sumir fulltrúar sendu tillög frá ýmsum félagsmönnum án þessa að tilgreina þá, og þótti fundarmönn- um það óheppilegt. Af gildum ástæðum var ekkert reikningsyfírlit lagt fram, enda er það eigi siður í svo ungurn félögum; sam- þykkti fundurinn þegjandi það framlegg- ingarleysi, en reikningsyfírlit verður lagt fram, þegar einhver nýr Alexander er búinn að höggva sundur þá gordisku hnúta, sem peningapokar og gullkistur félagsins eru reyrðar með. Um húsnæði varð eigi talað sökum mannljölda, og loksins var sama stjórn kosin aftur ásamt sömu endurskoð- urum í einu hljóði af öllum þingheimi og kvöddust menn síðan allvinsamlega með handabandi og héldu heim til sín aftur, kúf- uppgefnir og guðsfegnir að losast við þetta þrælkunarerfíði. Og er þetta hinn merkilegasti fundur, sem haldinn hefur verið á þvísa landi. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.