Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 12
2. mynd. Ljósfœla Myotis luci- fugus kemur fá Norður-Ameríku og hefur sést hér tvisvar sinn- um. Leðurblökur nátta sig, koma saman til mökunar eða halda til á veturna á hefð- bundnum stöðum, svo sem í trjá- þykkni, húsum og hellum. Þær hanga þá á afturfótunum. - The Little Brown Bat Myotis luci- fugus originates in North- America and has been regis- tered twice in Iceland. Teikning/ drawing Jón B. Hliðberg. Ofangreind níu dýr frá íslandi eru af ijórum tegundum. Þær eru hrímblaka Lasi- urus cinereus, ljósfæla Myotis lucifugus, trítilblaka Pipistrellus nathusii og skóg- arblaka Myotis keeni septentrionalis. Hrímblaka er heiti sem Finnur Guðmunds- son stakk upp á (Finnur Guðmundsson 1957). Nöfn trítilblöku og Ijósfælu birtust fyrst á prenti i bók Oskars Ingimarssonar og Þorsteins Thorarensens (1988) en höf- undur þessarar greinar gaf skógarblöku nafn. Hrímblaka (1. mynd) er algengasta leðurblakan hér og hefur hennar orðið vart ljórum sinnum. Hún kemur frá Vestur- heimi þar sem engin önnur leðurblöku- tegund hefúr jafn víðfeðma útbreiðslu, allt frá miðbiki Kanada suður til Argentínu (Van Zyll de Jong 1985). Ljósfæla (2. mynd) hefur fundist hér tvisvar sinnum. Hún er einnig norður- amerísk að uppruna og mjög útbreidd, finnst allt sunnan frá Mexíkó norður til Alaska og Labrador. Ljósfæla er útbreidd- asta og algengasta leðurblökutegund Kanada. Einstakir stofnar tegundarinnar eru mjög breytilegir og er henni skipt upp í nokkrar deilitegundir (Van Zyll de Jong 1985). Trítilblöku (3. mynd) hefur einnig orðið vart tvisvar en hún er jafnframt eina evrópska tegundin sem hefur fúndist hérlendis. Trítilblöku er að finna strjált í Vestur-Evrópu en hún er algengari í Austur-Evrópu, austur til Uralíjalla og Kákasus, svo og í Litlu-Asíu. Trítilblaka er fardýr og fljúga dýrin sem lifa nyrst í Evrópu suðvestur á bóginn til vetrardvalar. Þessi dýr eru langförul; lengsta staðfesta flug er 1600 km (Schober og Grimmberger 1989). Eitt eintak af skógarblöku (4. mynd) hefur fundist hér á landi. íslenska dýrið reyndist vera af deilitegundinni sept- entrionalis, sem er stundum talin sérstök tegund, Myotis septentrionalis. Skógar- blökur er að fínna á tveimur aðskildum svæðum í Vesturheimi. Annar stofninn (hinn eiginlegi keeni stofn) fínnst aðeins á takmörkuðu svæði í Bresku-Kólumbíu á vesturströnd Kanada. Hinn stofninn fínnst á belti sem liggur frá Nýfundnalandi, um Vötnin miklu vestur undir Klettaíjöll, en dýr af deilitegundinni septentrionalis til- heyra einmitt honum (Banfíeld 1974). Skógarblakan sem barst til Islans fannst um borð í m.s. Isnesi og mun það vera í fyrsta sinn sem dýr af þessarri tegund 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.