Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 83
VlNDVERKIR
í HEKLU
Sunnudaginn 15. ágúst 1993 sáu veg-
farendur víðsvegar á Suðurlandi svarta
gjóskustróka stíga upp frá háhrygg
Heklu. Héldu margir að gos væri hafið í
fallinu en eldfallið hafðist ekki frekar
að í þetta sinn. Við þennan atburð
vaknar sú spurning hvort þetta hafi
verið eftirhreytur firá gosinu 1991 eða
ber að líta á þessi umbrot sem sérstakt
gos?
ins og lesendum Náttúrufræð-
ingsins mun fullkunnugt hófst
eldgos í Heklu þann 17. ágúst
1980. Voru þá aðeins tíu ár liðin
frá Skjólkvíagosinu og ekki áður vitað um
jafn skamman tíma milli eldgosa í Heklu.
Heklugos þetta stóð aðeins nokkuð á þriðja
dag en var samt sem áður tilkomumikil
sjón.
■ HEKLA GÝS 1981
Þann 9. apríl 1981 voru enn eldar uppi í
Heklu. Hófst það gos fáum stundum eftir
miðnætti og stóð í nokkra daga. Um margt
svipaði eldgosi þessu til þess næsta á
undan. Einkum vegna þess að einungis liðu
Bjöm Hróarsson (f. 1962 ) lauk B.S.-prófí í jarðfræði
frá Háskóla íslands 1986. Hann nam hellafræði við
Háskóla íslands um tveggja ára skeið en hefur síðan
einkum starfað við ritstjórn, almenn ritstörf og Ijós-
myndun.
um átta mánuðir milli eldgosanna hafa
margir talið þau eitt og sama gosið þótt slík
röksemdafærsla gangi ekki upp í huga þess
sem hér skrifar.
■ hvað er eldgos ?
Sigurður Þórarinsson (1981) jarðfræðingur
hefur skilgreint eldgos: „... eldgos er það
kallað, er kvika og/eða lofttegundir, sem
henni fylgja, ryðjast upp á yfirborð jarðar
með það miklum krafti, að um verulegt
jarðrask er að ræða. Það er ekki kallað
eldgos, þótt kolsýra streymi rólega upp á
yfírborð jarðar, enda þótt sú kolsýra kunni
að eiga upptök í kviku í jörðu niðri. Aftur á
móti geta orðið sprengingar í þeim loft-
tegundum, sem myndast í kvikunni, og
geta þær skilið eftir sig stóra gíga. Er þetta
kallað gos, jafnvel eldgos, þótt engin sjáist
glóðin og kvikan komist hvergi upp á
yfirborð jarðar.“
Eldgos er það sem sagt kallað þegar föst
gosefni berast til yfírborðs þótt hvorki sjá-
ist glóð né kvika.
■ gIÓSKUSTRÓKAR 1982
Nokkrir jarðfræðinemar við Háskóla ís-
lands héldu í „rannsóknaleiðangur“ í Tind-
ljöll 2.-4. apríl árið 1982. Þann 3. apríl
gekk hópurinn á einn tindinn og fékk það-
an afburða útsýni. Veður var gott, frost-
stilla og sólskin. í norðrinu lá Hekla fram á
lappir sínar, sofandi undir hvítum vetrar-
feldi. Eins og gjarnan þegar Hekla skartar
NáUúrufræðingurinn 64 (1), bls. 77-79, 1994.
77