Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 83

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 83
VlNDVERKIR í HEKLU Sunnudaginn 15. ágúst 1993 sáu veg- farendur víðsvegar á Suðurlandi svarta gjóskustróka stíga upp frá háhrygg Heklu. Héldu margir að gos væri hafið í fallinu en eldfallið hafðist ekki frekar að í þetta sinn. Við þennan atburð vaknar sú spurning hvort þetta hafi verið eftirhreytur firá gosinu 1991 eða ber að líta á þessi umbrot sem sérstakt gos? ins og lesendum Náttúrufræð- ingsins mun fullkunnugt hófst eldgos í Heklu þann 17. ágúst 1980. Voru þá aðeins tíu ár liðin frá Skjólkvíagosinu og ekki áður vitað um jafn skamman tíma milli eldgosa í Heklu. Heklugos þetta stóð aðeins nokkuð á þriðja dag en var samt sem áður tilkomumikil sjón. ■ HEKLA GÝS 1981 Þann 9. apríl 1981 voru enn eldar uppi í Heklu. Hófst það gos fáum stundum eftir miðnætti og stóð í nokkra daga. Um margt svipaði eldgosi þessu til þess næsta á undan. Einkum vegna þess að einungis liðu Bjöm Hróarsson (f. 1962 ) lauk B.S.-prófí í jarðfræði frá Háskóla íslands 1986. Hann nam hellafræði við Háskóla íslands um tveggja ára skeið en hefur síðan einkum starfað við ritstjórn, almenn ritstörf og Ijós- myndun. um átta mánuðir milli eldgosanna hafa margir talið þau eitt og sama gosið þótt slík röksemdafærsla gangi ekki upp í huga þess sem hér skrifar. ■ hvað er eldgos ? Sigurður Þórarinsson (1981) jarðfræðingur hefur skilgreint eldgos: „... eldgos er það kallað, er kvika og/eða lofttegundir, sem henni fylgja, ryðjast upp á yfirborð jarðar með það miklum krafti, að um verulegt jarðrask er að ræða. Það er ekki kallað eldgos, þótt kolsýra streymi rólega upp á yfírborð jarðar, enda þótt sú kolsýra kunni að eiga upptök í kviku í jörðu niðri. Aftur á móti geta orðið sprengingar í þeim loft- tegundum, sem myndast í kvikunni, og geta þær skilið eftir sig stóra gíga. Er þetta kallað gos, jafnvel eldgos, þótt engin sjáist glóðin og kvikan komist hvergi upp á yfirborð jarðar.“ Eldgos er það sem sagt kallað þegar föst gosefni berast til yfírborðs þótt hvorki sjá- ist glóð né kvika. ■ gIÓSKUSTRÓKAR 1982 Nokkrir jarðfræðinemar við Háskóla ís- lands héldu í „rannsóknaleiðangur“ í Tind- ljöll 2.-4. apríl árið 1982. Þann 3. apríl gekk hópurinn á einn tindinn og fékk það- an afburða útsýni. Veður var gott, frost- stilla og sólskin. í norðrinu lá Hekla fram á lappir sínar, sofandi undir hvítum vetrar- feldi. Eins og gjarnan þegar Hekla skartar NáUúrufræðingurinn 64 (1), bls. 77-79, 1994. 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.