Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 68

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 68
til Principe í Suður-Afríku, hinn til Sobral í Austur-Brasilíu. Þrátt fyrir erfiðar aðstæð- ur tókst að ná nokkrum góðum myndum og þær sýndust staðfesta kenningu Einsteins. Þessar mælingar urðu víðkunnari en ella fyrir þá sök að þama unnu enskir vísinda- menn að því að kanna kenningu þýsks vísindamanns að nýlokinni langri, mann- skæðri og hatursfullri styrjöld milli þessara tveggja þjóða. Kannski lá vonin um varan- legan frið í ijölþjóðlegu samstarfí vísinda- manna. Þremur árum síðar gátu bandarískir vís- indamenn staðfest kenningu Einsteins með enn meiri nákvæmni við annan sólmyrkva. Sendur var leiðangur inn í fjarlæga eyði- mörk í Astralíu. Þar náðust ljósmyndir af meira en hundrað stjömum í grennd við sólu og staðfestu mælingamar afstæðis- kenninguna svo að ekki varð um villst. Loks er þess að geta að á ámnum 1974- 1976 framkvæmdu bandarísku stjömu- fræðingamir Hulse og Taylor merkar rann- sóknir með útvarpssjónauka frá Puerto Rico. Þar beindu þeir athyglinni að tví- stimi sem virðist gert úr nifteindastjömum sem eru afar nálægt hvor annarri, þannig að þyngdaraflið verður gífurlega öflugt í grennd við tvístimið. Þeir félagar notuðu ekki ljós heldur örbylgjur útvarps og var nákvæmni mælinganna mun meiri en í nokkmm fyrri athugunum. Niðurstöðumar féllu mjög vel að kenningu Einsteins, svo að nú dettur engum vísindamanni í hug að draga hana í efa. Við þessar mælingar virðast menn í fyrsta sinn hafa orðið varir við þyngdarbylgjur; þær era hliðstæðar rafsegulbylgjum, og afstæðiskenningin var búin að spá þeim, en miklu erfiðara er að verða þeirra var sökum þess hve þyngdar- aflið er miklu veikara en rafsegulkraftur- inn. Hulse og Taylor hlutu Nóbelsverð- launin í eðlisfræði árið 1993 fyrir þessar kannanir. En var fræðum Newtons þá steypt af stóli? Því fer fjarri, afstæðiskenningin felur að vísu í sér breytt viðhorf til rúms og tíma, en frávikin frá gömlu aflfræðinni eru í mörgum tilvikum svo smávægileg að þau skipta ekki máli, og þá er hún einfaldari og léttari í vöfum - og er því notuð. Þessu mætti líkja við það að þótt allir viti nú að jörðin er ekki flöt lætur húsameistarinn sem teiknar hús og verkfræðingurinn sem hannar mannvirki eins og hún sé það - þeir gera ráð fyrir að allar lóðlínur á teikn- ingunum séu samsíða. Nú vitum við að þær stefna allar inn að miðju jarðar og em því ekki alveg samsíða en á venjulegu mann- virki er frávikið svo lítið að það skiptir ekki máli. Afstæðiskenning Einsteins felur í sér breytt viðhorf til rúms og tíma, og í vissum tilvikum getur orðið mikill munur á niðurstöðum hennar og gömlu aflfræðinn- ar. Þetta á meðal annars við í öreindafræð- um, þar sem efnisagnir nálgast hraða ljóss, og í stjömufræði þar sem íjallað er um ofurþunga hnetti eða hnattþyrpingar á ofsahraða miðað við athugandann. Þar er afstæðiskenningin réttari - nær niðurstöð- um mælinga. ■ FRUMKRAFTARNIR FjÓRIR Nú á dögum, við lok tuttugustu aldar, telja vísindamenn að í náttúrunni sé um ijórar gerðir krafta að ræða, íjóra frumkrafta. Tveir þeirra em aðeins að verki í smá- gervum heimi öreindanna: sterki og veiki kjarnakrafturinn. Talið er að atómkjarnar allra frumefna séu gerðir úr tvenns konar öreindum: rót- eindum og nifteindum. Þær em nokkum veginn jafnþungar en ekki alveg; róteindin er hlaðin jákvæðu rafmagni, nifteindin er óhlaðin. Þessar eindir eru aftur gerðar úr öðrum enn smærri, svonefndum kvörkum, úr þremur kvörkum hvor. Orðið atóm er komið úr grísku og merkir ódeili; menn töldu að þarna væri komin smæsta eining efnis. Því fór þó íjarri, raf- eindin kom snemma í ljós, róteindin og nifteindin nokkru síðar. Þá héldu menn sig komna á leiðarenda; svo var þó ekki, á síðustu áratugum hafa kvarkamir gert vart við sig í háorkutilraunum vísindamanna. Enn halda menn sig komna nokkum veginn til botns og hafa til þess einhver fræðileg rök, en vísast er öruggast að spá sem minnstu um framtíðina. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.