Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 41
5. mynd. Réunioneinbúi. Teikn. Mick
Loates (Day 1991).
inn fór á afvikinn stað. Vér eltum þá oft og
komumst að því að fullorðnu fuglarnir
héldu síðan burt einn og einn, eða pörin
saman, og skildu ungfuglana eftir í því sem
vér köllum hjónabandT
Einbúinn á Rodrigues varð aldauða um
öld á eftir dúðanum, eða um 1780.
■ EINBÚINN Á RÉUNION
6. mynd. Hvítdúði, sem ágreiningur er um
hvort hafi verið sjálfstœð tegund. Teikn.
Mick Loates (Day 1991).
vatnslitamyndir eftir Pieter Withoos frá því
um 1680. Á þeim er fuglinn sýndur hvítur
með heiðgula vængi og hátt, sveigt stél.
Augnlokin eru hárauð, fæturnir okkurgulir
og klærnar svartar (en það sýnir að fuglinn
hefur ekki verið albíni). Á myndunum er
hann í garði innan um algenga evrópska
vatnafugla, sem bendir til þess að í það
Á Réunion lifði annar einbúi, Raphus
solitarius. Litlar leifar þekkjast af
honum en hann virðist hafa líkst
dúðanum á Máritíus. Hann var þó með
skúf af stélljöðrum þar sem dúðinn
var sem næst stéllaus. Réunionein-
búinn dó út um eða eftir miðja 18. öld.
■ HVÍTDÚÐl
Verið getur að á Réunion hafí líka
lifað önnur og skyld tegund, hvítdúði.
Af honum hafa raunar hvorki fundist
bein né aðrar líkamsleifar en af lýs-
ingum og myndum telja sumir dýra-
fræðingar sig geta ráðið að þetta hafí
verið sjálfstæð tegund, Victoriornis
imperialis. Einkum er þar stuðst við
7. mynd. Spengilegur dúði, líkan í Konunglega
skoska safninu í Edinboig (Royal Museum of
Scotland), gert eftir fyrirsögn Andrews Kitchen-
ers. Fuglinn sést hér í náttúrlegu umhverfi, í
skógi á Máritíus (National Museum of Scotland).
35