Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 79

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 79
sem til staðar var eða hvort stór grálúða velur sér stórgerðar tegundir öðrum fremur til átu. Sennilega hafa þó báðir þættimir haft áhrif. Algengt er meðal sjávarfíska að breyting verði á fæðuvali eftir því sem fiskurinn stækkar. Dæmi um þetta á íslenskum haf- svæðum eru þorskur og ufsi (Olafur K. Pálsson 1983) og þessi rannsókn sýnir að þetta á einnig við um grálúðu. Rannsóknir á fæðu grálúðu á öðmm hafsvæðum styðja þessar niðurstöður enn ífekar. Sem dæmi má nefna að í Beringshafí át smæsta grá- lúðan aðallega ljósátu og önnur krabbadýr en þorskfískar, einkum alaskaufsi, vom aðalfæða stærri grálúðu (Yang og Living- ston 1988). Grálúða byrjar snemma að éta físka og er þá gjaman um ýmsar smáar fisktegundir að ræða. Hlutfall loðnu var mest í 20-30 cm grálúðu en lækkaði með aukinni lengd og i staðinn komu ýmsar stærri botnlægar fisktegundir. Þetta er í samræmi við niður- stöður Bowering og Lilly (1992) þar sem hlutfall loðnu var hæst í u.þ.b. 30 cm grá- lúðu en lækkaði síðan með aukinni lengd ránfísksins. Á vorin gengur hluti grálúðustofnsins frá hrygningarsvæðunum djúpt vestur af íslandi til hafsvæðanna norðan og austan íslands (Aðalsteinn Sigurðsson 1979). Þessar göngur eru taldar vera fæðugöngur sem vara fram á vetur, en þá gengur grá- lúða aftur til hrygningarslóðanna. Meðal- magn fæðu og hlutfall maga með fæðu á mismunandi svæðum og árstíma er í sam- ræmi við þetta. Grálúða veidd á V-svæði í maí er líklega að hefja fæðugöngur að lok- inni hrygningu og þá er hlutfall maga með fæðu lágt og fremur lítil fæða í mögum. Grálúðan virðist éta lítið yfír hrygningar- tímann, hvort sem það stafar af litlu fæðu- framboði snemma vors eða hrygningar- ástandinu sjálfu. Fæðunám grálúðunnar reyndist vera mest og flestir fiskanna með fæðu í maga norðvestan, norðan og austan íslands í júlí til ágúst og október til nóvember. Seinni hluta sumars standa fæðugöngurnar hvað hæst og grálúða étur þá fyrst og fremst loðnu og ísrækju. Grálúða veidd í október til nóvember á N- og NV-svæði er senni- lega að ganga til hrygningarslóðanna og mætir þá hrygningargöngum loðnunnar úr norðri, enda var loðna þá aðalfæðan. í desember var enn talsverð fæða í mögum grálúðu frá NV- og V-svæði en hlutfall tómra maga var hærra en um sumarið. Grálúða sem veiddist í febrúar á hrygningarslóðunum djúpt vestur af landinu var greinilega ekki í æti. Þá reyndust langflestir magar vera tómir og yfirleitt lítil fæða í mögum þeirra grálúða sem eitthvað höfðu étið. Margar grálúð- anna voru með vel þroskaða kynkirtla og hefðu sennilega hrygnt snemma um vorið. Það virðist vera nokkuð algengt meðal fiska að stórir einstaklingar éti smærri ein- staklinga sömu tegundar og nægir að nefna þorskinn í því sambandi. Rannsóknir sýna að sjálfrán á sér stað hjá grálúðu á ýmsum hafsvæðum (Chumakov og Podrazhansk- aya 1986, Yang og Livingston 1988, Shvagzhdis 1990, Riget og Pedersen 1991, Bowering og Lilly 1992). Hér varð einungis vart við sjálfrán á V-svæði í maí 1991 en þá voru grálúður stór hluti af heildarþyngd fæðunnar. Nokkrir grálúðumagar innihéldu innyfli fiska og llskafskurð sem greinilega voru úrgangur frá fiskiskipum. Þetta þarf ekki að koma á óvart því þessi sýni fengust í leiðöngrum togara, á svæðum þar sem önnur fiskiskip voru á veiðum. Grálúða safnast oft saman við skil ólíkra haf- strauma (hitaskil) (Aðalsteinn Sigurðsson 1979) og þar toga fiskiskip oft fram og til baka á tiltölulega litlu svæði. Við slíkar aðstæður virðist grálúða stunda hræát enda fellur þá oft mikið til af innyflum og fisk- afskurði. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að grálúða er ránfiskur sem étur aðallega ýmis sunddýr, mest fiska, rækjur og smokkfiska. Áhugavert er að hugleiða hvað það er sem gerir grálúðuna svo hæfa til að veiða og nýta hraðsynda og oft stóra bráð eins og t.d. ýmsa fiska. I þessu sambandi má nefna eftirfarandi atriði: I. Grálúða leitar sennilega bráðina uppi fyrst og fremst með sjóninni. Augu lang- 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.