Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 2
Samvinnusfefna og sósíalismi FRÆGUR franskur hagfræðingur hefur látið svo ummælt, að samvinnuhreyfingin væri eina þjóðfélagshreyfingin, er fram hefði komið, sem hefði raunverulega heppnazt í framkvæmd. í þessari fullyrðingu er áreiðan- lega mjög mikill sannleikur. A síðustu áratugunum, og þó einkum nú eftir styrjöldina, hefur mátt sjá annað hag- kerfi að verki og í vexti. Það er hinn svo- kallaði opinberi rekstur, „áætlunarbúskapur" ríkisvalds og annarra opinberra aðila. Nú er það svo, að þegar ríkisrekstur og samvinnu- rekstur starfa hlið við hlið innan sama þjóð- félags, eða jafnvei sama byggðarlags, geta þessir aðilar ekki til lengdar iátið sem hvor um sig viti ekki af tilveru hins. Að því hlýtur að reka, að þeir komist í samband hvor við annan og þá er nauðsynlegt, að fyrir hendi sé skilningur á eðli og starfsháttum hvors um sig. Annað tveggja hljóta þessir aðilar að komast að samkomulagi í verkaskiptingu sín á milli og semja um skilgreiningu á því, hvert sé starfssvið hvors um sig, — eins og nú er að verða í Bretlandi — eða þeir hljóta að mætast í baráttu og átökum. Sums staðar úti um heim hefur þegar komið til snarpra átaka milli þjóðnýtingarsinna og samvinnumanna, en annars staðar er samkomulag allgott og bæði kerfin vinna að því, að bæta hag almennings, hvert á sinn hátt, án þess að seilast inn á starfssvið hins. Afstaða Alþjóðasambands sam- vinnumanna til þessa jrýðingarmikla atriðis, var mörkuð á þinginu í Zúrich árið 1946. Þai var það álit látið í ljós, að áætlunarbú- skapur ríkisins í lýðræðisþjóðfélögunum og samvinnustefnan vilji keppa að sama tak- marki, þ. e. réttlæti og öryggi í efnahagsmál- uri' almennings, og þess vegna ættu þessi kerfi að vinna saman þar sem hægt er að koma því við, Slík samvinna milli þjóðnýt- ingarstefnu og samvinnustefnu getur áreið- anlega komið ýmsu gagnlegu til leiðar. Henni á vitaskuld ekki að vera þannig háttað, að samvinnustefnan sé þar á nokkurn hátt skör lægra sett. Samvinnumenn verða jafnt eftir sem áður að halda fram hugsjónum sínum með djörfung og festu og reyna að ávinna Jieim fylgi, og þeir mega aldrei fórna grund- vallarsjónarmiðum fyrir neinn stundarávinn- ing. Samvinnumenn eru andvígir alræði rík- isvaldsins og algerri framkvæmd sósíalismans. Þeir stefna að því að skapa þjóðfélag, sem er í senn fullkomlega lýðræðislegt og efnahags- lega réttlátt og öruggt. SÍÐAN á dögum Rochdale-vefaranna hef- ur samvinnuhreyfingin þróazt örast innan smásöluverzlunarinnar, sérstaklega í verzlun með almennar neyzluvörur. í dag eru starf- andi hundruð þúsunda slíkra verzlunarbúða á vegum samvinnuhreyfingarinnar. Þessar búðir eru í hverju landi tengdar saman inn- an eins landssambands, sem annast margvís- leg viðskipti íyrir öll félögin, og þcssi sam- bönd eru svo aftur tengd traustum böndum innan alþjóðlegs sambands, sem er í sífelld- um vexti og lætur æ fleiri mál til sín taka. Kaupfélögin úti um öll lönd starfa ekki að- eins að því að útvega félagsmönnum sínum vörur við sanngjörnu verði, heldur hafa þau eir nig með höndum margvíslega aðra þjóð- þrifastarfsemi, sem margir gleyma, þegar rætt er um samvinnustarfsemi. Kaupfélögin vinna t. d. merkilegt verk hér og víða annars staðar með því að örva sparifjársöfnun almennings. Þau hafa og með höndum margvíslega menn- ingarstarfsemi og stuðla almennt að því að gera félagsmenn sína víðsýnni og jafnframt ábyrgari þjóðfélagsþegna, með því að kenna þeim að meta mátt samtakanna og beina at- hygli þeirra sífellt að þjóðfélagslegum úr- lausnarefnum. Samvinnumenn telja hiklaust, að það væri heimskulegt athæfi, svo að ekki sé fastar að orði kveðið, að afnema þetta skipulag, sem í raun og sannleika liefur gefizt vel, og setja í þess stað landsverzlun eða annað slíkt ríkis- bákn, sem hvergi hefur gefizt vel í hinum frjálsa heimi og er livergi við lýði nú, jafnvel ekki í Jieim vestrænu löndum, sem lengi hafa búið við stjórn lýðræðissósíalista. SAMVINNUMENN líta svo á, að slíkur ríkisbúskapur hljóti að verða til þess að skerða frelsi einstaklinganna og þrengja mjög möguleika Jreirra til þess að leita þroska og menningar eftir eigin leiðum. Með slíkum aðgerðum væri reynt að steypa alla Jiegnana í sama mótinu, án tillits til persónueiginleika Jieirra og hæfileika. í augum samvinnumanna er Jiað ekki eftirsóknarvert jafnrétti eða jöfn- un á möguleikum, að allir væru harðánægðir með sömu hlutina og hefðu þannig allir sama smekkinn. Jafnrétti og jafnræði í þeirra aug- um er ekki það jafnrétti, sem giklir í her- mannaskálum stórveldanna, þar sem allir borða sömu súpuna og klæðast sams konar fötum, án tillits til þess, hvort slíkt lientar Jieim eða ekki. Ein meginstoð samvinnustefn- ur.nar er einmitt sú staðreynd, að hún vill viðhalda persónufrelsi einstaklingsins og þroskamöguleikum hans innan hins stóra og margbrotna skipulags. Þessu meginatriði mega samvinnumenn aldrei gleyma. Samvinna við þjóðnýtingar- sinna getur hrundið einstaka verkefni í höfn og er því æskileg, er svo ber undir, en hún má aldrei leiða til þess að hvikað verði frá grundvallarsjónarmiðum né því gleymt, að í ríki framtíðarinnar, sem koma skal, eru sam- vinnustefna og sósíalismi andstæður en ekki náfrændur, eins og stundum lieyrist fleygt. Breyting á högum Samvinnunnar MEÐ þessu hefti læt eg af ritstjórn Sam- vinnunnar og hún flytur til sinna fyrri heimkynna í Reykjavík. Þegar ég tók rit- stjórnina að mér, fyrir tilmæli forráðamanna Sambandsins, í ársbyrjun 1947, var svo ráð fyrir gert, að áðeins væri um bráðabirgðaráð- stöfun að ræða, er standa mundi í eitt ár. Af ýmsum orsökum hefur dregizt að gera þær bieytingar á ritinu, sem lengi hafa verið fyr- irhugaðar, og ritstjórnartíð mín hefur því orðið þrjú ár en ekki eitt, svo sem upphaflega var ráðgert. Mér var það Jregar Ijóst, að sú skipan á málefnum ritsins, sem tekin var upp í ársbyrjun 1947, var ekki til frambúðar. Mig skorti bæði tíma og tækifæri til þess hér nyrðra að búa ritið úr garði eins vel og mig langaði til. Islenzkir blaðalesendur gera sízt minni kröfur til tímarita sinna og blaða en erlendir lesendur. Munurinn er þó sá, að ís- lenzkir ritstjórar og útgefendur hafa ekki neitt svipuð tækifæri til efnisútvegunar og búnings blaða sinna og kollegar þeirra er- lendis. Þetta mun ekki síður eiga við um Samvinnuna en önnur íslenzk rit. Þótt margt hafa á skort um efni og búning ritsins þessi Jujú ár, og engum sé það ljósara en mér, hef ég samt haft mikla ánægju af því að starfa við Samvinnuna. Eg hef kynnzt mörgum góð- viljuðum lesöndum, sem lagt hafa málefninu og mér persónulega lið. Eg er þakklátur fyrir það traust, sem Sambandsstjórnin hefur sýnt mér. Mér hefur verið mikil gleði að meðtaka fjölda bréfa frá lesöndum víðs vegar um landið. Flest liafa Jiau orðið mér til uppörv- unar. Vil ég [rakka þau hér, og líka hin, sem hafa verið skráð í annarri tóntegund. Eg vil óska íslenzkri samvinnuhreyfingu Jiess, að hún beri jafnan gæfu til Jiess að láta sér annt uin blað sitt og búa það þannig úr garði, að Jiað verði til sóma fyrir þýðingarmestu fjölda- samtök landsins og til gagns og heilla fyrir samvinnustefnuna. Haukur Snorrason. SAMVINNAN Útgefandi: Samband íslenzkra j samvinnufélaga Ritstjóri: Haukur Snorrason Afgreiðsla: Hafnarstræti 87, Akureyri. Sími 166 Prentverk Odds Björnssonar Kemur út einu sinni í mánuði Árgangurinn kostar kr. 15.00 43. árg. 9—12. hefti Sept.- des. 1949 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.