Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 29
Martti Larni. að án skjóls af þessum manni, hefði margan nætt meira en orðið hefir. — Járvinen sagðist aldrei fyrr svo hann myndi, hafa fyrirhitt íslending, og hafði hann margs að spyrja; ekki sízt um samvinnusamtökin hér. Eftir að við höfðum drukkið kaffi saman á skrifstofu hans, opnaði hann skúffu á skrifborði sínu, rótaði bar til og gróf eitthvað upp, sem eg ekki sá. En þegar við kvöddumst, rétti hann mér mynd af sér frá yngri árum, og sagðist vilja gefa mér hana til minningar um heim- sóknina. Fylgir hún greinarkorni þessu. Frá Jyváskylá héldum við félagar með áætlunarbíl í áttina til Luhti. — Bar margt athyglisvert við á þeirri leið, sem er alllöng. Landslagið á þessum slóðum er víða mjög fagurt og hrífandi; skógivaxnar hæðir og dal- verpi skiptast á, og óræk vitni ,ttm, að við séum í „Þúsund-vatna-landinu“, eru nóg fyrir hendi. Veðrið er líka yndislegt. Umferð á vegunum virðist ekki mikil. Einna oftast ber fyrir augu litla vörubíla. í stýrishúsinu ér venju- lega kona og eitt eða tvö börn — stund- um fleiri — en aftan á húkir bóndi, oftast einn, en stundum með öðrum, — ásamt fátæklegri búslóð og fáum gripum. Þegar eg hef séð sama fyrir- bærið nokkuð oft, spyr eg, hvað sé um að vera. Það fæ eg að vita: Þetta eru Karelarnir, sem eru að flýja það mikla og söguríka landssvæði, sem Rússar fengu frá Finnum í síðustu styrjöld. Það eru samtals um 500 þús. manns, sem finnska þjóðin þarf að sjá fyrir jarð- og húsnæði af þessum sökum. Það er þess vegna ný bóla að sjá víðs vegar land brotið og hús byggð, til að búa þessu hrjáða fólki samastað — öll- um þeim mörgu, sem e. t. v. rétt eins og ekkjan við ána, „elskuðu ekki land- ið, en aðeins þennan blett“, sem þeir urðu nú að yfirgefa fyrir fullt og allt; slíta sig upp með rótum, þaðan sem það hafði lifað súrt og sætt og var orð- ið samgróið í blíðu og stríðu. Hvarvetna varð maður var vinni- semi fólksins, og alvöru — æðrulausr- ar alvöru. Það bograði á ökrunum og leit ekki upp, þótt bifreiðar brunuðu rétt fram hjá. Það var eins og þrykkt væri í hugskot þess: Enginn — ekkert skal trufla mig. Einu sinni varð glatt á hjalla í bíln- um af „utanaðkomandi“ áhrifum — sjálfir lifðum við Tervonen alltaf ánægjulegu lífi og grétum oft af hlátri okkar á milli, rétt eins og „í gamla daga“, þegar við vorum „strák- ar“. En nú þurftum við ekki að búa að okkur. Hrífandi söngur „ómaði um allan sal“. Kalevalaljóð eða hvað? Áreiðanlega var það eitthvað ram- þjóðlegt og ástríðuþrungið, og dýrð- legt á að hlýða. Hvað var þetta? Skrít- ið og óvenjulegt fólk! Jú, það leyndi sér ekki; þetta var einhver „samstæða“, hvaðan sem hún var til okkar komin. Hvílíkur söngur! Einkum varð mér starsýnt á unga og myndarlega stúlku, sem sat gegnt mér, og virtist taka þátt í söngnum af lífi og sál. Innan skamms bogaði af henni svitinn. Var auðséð, að hér var enginn tepruskapur eða hálfvelgja á ferð, heldur hreinn og ómengaður náttúrukraftur. „Svona eiga sýslumenn að vera“, hugsaði eg hrifinn! Fól eg svo vini mínum, Ter- vonen, að rannsaka — ja, ekki stúlk- una, en ástandið í heild. Inn á milli sönglotanna fór hann nú að skjóta fyrirspurnum, orðum, sem voru mér kínverska, en honum hans móðurmál. Kom þá á daginn, að hér var á ferð þekktur leikflokkur frá Helsingsfors — var nú að sýna Kamellíufrúna víðs vegar um landið, og hafði innan sinna vébanda þjóðþekkt listafólk. Þetta hlaut líka að vera. Nú varð það upp- skátt, að hér var íslendingur á ferð. Því miður truflaðist hinn ómþýði söngur okkar við þetta, og Tervonen hafði nóg að gera sem túlkur. Þetta var hið elskulegasta fólk, hógvært og af hjarta lítillátt, eins og að líkum lætur um slíka ástvini andans og listarinnar. Þegar við skildum seinna um daginn, gaf það mér „prógrammið“ að sinni „Kamelianainen“ með eiginhandar- nafnritun allra, hvers undir sinni mynd. Þá sá eg, að „stúlkan mín“ heit- ir Margit Jokinen. Hún er talin upp- rennandi ,stjarna‘, og er egekkerthissa á því! Þá vorum við félagar boðnir á leiksýningu um kvöldið, ef við sæjum okkur fært að doka við, en ekki var því að heilsa. Eg á ógleymanlega, hug- þekka endurminningu frá þessu fólki, þótt samveran væri ekki lengri. Síðla þessa unaðslega dags, komum við til Lahti, 6. eða 7. stærstu borgar Finnlands, með um 33 þús. íbúum. Hún er ekki hvað sízt fræg fyrir það að hafa verið og verða aðsetur vetrar- olympíuleikanna, enda er þar ein mesta skíðastökkbraut í heimi. Þetta er skemmtileg borg og Hggur í fögru umhverfi. FLJÓTLEGA vorum við komnir í samband við aðalframkvæmda- stjóra kaupfélagsins Kaarlo Halme. Það er nú karl í krapi. Hann var sjálf- ur með okkur það sem eftir var dags- ins, og ók okkur í bifreið sinni um allar trissur, m. a. í fjölda nýrra verzl- unarhúsa félagsins, búin nýtízku tækj- um og umgengnin svo sem bezt má verða. Leyndi sér ekki, að fram- kvæmdastjórinn var harðduglegur maður, sem tók ekki verkefnin nein- um vettlingatökum. Heyrði eg síðar, að Halme væri einhver röskasti vík- ingurinn í forystusveit finnskra sam- vinnufélaga. í Lahti var samvinnusambandið KK að byggja mikla og hámóðins kjöt- verksmiðju, þá stærstu og vönduðustu í öllu landinu .Halme sýndi okkur hana alla og gat þar margt merkilegt að líta, þótt ekki kunni eg þar gjörla skil á. Eitt m. a„ sem kaupfélagsstjórinn sýndi okkur á yfirreiðinni, var sérstak- ur borgarhluti, sem stakk sig allmjög úr. Þar voru „röda stugor“ rétt eins og í Svíþjóð, enda kom líka á daginn, að þaðan voru húsin ættuð, gefin til Lahti frá Vásteras til þess að bæta úr húsnæðisþörf fólks þar. Bar nú þetta 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.