Samvinnan - 01.12.1949, Page 57
Hetilng barnaföt. — Sjá grein um þetla efni á bls. 44 og 45.
Þ JÓÐMIN J AS AFNIÐ
(Framhatd af bls. 14)
farið með safnið, og skal ekki að
óreyndu ætlað, að á annan veg fari.
Þjóðminjasafnið er ríkisstofnun, og
ber því ríkinu að sjá því fvrir nauðsyn-
legu fé. En hitt er ekki úr vegi að
minna á, að víða um lönd njóta söfn,
þótt ríkiseign séu, veglyndis auðugra
manna, sem telja sig hafa sóma og
gleði af að styrkja þau af auðlegð
sinni. Oft gerist þetta einmitt í sam-
bandi við nýbreytni í fyrirkomulagi
safnanna, er þau eru venju fremur
fjár þurfi. Á íslandi eru margir auð-
ugir menn og félagasamtök, og ekki
væri goðgá að láta sér til hugar koma,
að meðal þeirra kynni safnið að geta
eignazt veglynda velunnara, ei hlú
vildu að og efla ákveðnar deildir þess.
Það er að lokum Ijúf skylda að
minnast með þakklæti allra þeirra,
sem verið hafa Þjóðminjasafninu inn-
an handar með miklum og margvís-
legum gjöfum fyrr og síðar. Árið 1930
sendu bæði Norðmenn og Danir oss
að gjöf marga forkunnar góða íslenzka
gripi úr söfnum sínum, og nokkrum
árum síðar gáfu Norðmenn enn fleiri.
Áður hefur verið minnzt á norsku
safngjöfina, sem enn er ókomin, og nú
síðast hefur borgarsafnið í Exeter á
Englandi ákveðið að gefa oss ágætt
safn íslenzkra gripa, er Pike Ward
fiskkaupmaður safnaði hér á landi
um síðustu aldamót og arfleiddi
Exeter-borg að. Hefur séra Jón Auð-
uns dómkirkjuprestur haft milligöngu
um þetta við safnstjórann, dr. Churc-
hill Blackie. Enn fleiri útlendir menn
og söfn hafa sæmt safnið gjöfum, og
er rausn þessi fagurt fordæmi, sem
fleiri fara vonandi eftir í framtíðinni.
En mest á safnið þó undir íslenzkri
alþýðu um land allt. Svo hefur þetta
verið og mun verða. Þjóðminjasafn-
inu ber auðvitað að vera málsvari ís-
lenzkra fornfræðivísinda, en sýningar-
starfsemin er það, sem mest ber á og
hér hefur einkum verið haft í huga.
Safnið á ekki að vera klausturklefi
handa þeim, er flýja vilja mannheima
og gleyma samtíð sinni yfir dauðu
grúski. Það á að vera handa alþýðu
manna á íslandi, þar á hún að geta
skoðað sjálfa sig í skuggsjá fortíðar-
innar og um leið skilið betur kjör sín
og örlög, líf og sögu þjóðarinnar í
landinu.
HEIÐIN JÓL OG KRISTIN
(Framhald af bls. 8)
var slegið upp mannfagnaði og vakað
alla nóttina. Voru þessar nætur nefnd-
ar vökunætur og dansarnir vikivakar,
en samkoman var nefnd gleði eða
jólagleði. Fóru allir, sem vettlingi
gátu valdið og enda þótt harðsótt
væri. Um það er sagan af djáknanum,
er afturgenginn sótti unnustu sína að
Bægisá, til að fara með hana til jóla-
gleðinnar á Myrká. Hinir fjölda-
mörgu vikivakasöngvar, sem varðveizt
hafa, geyma og sína sögu um eðli þess-
ara skemmtana, og er enginn efi á því,
að stundum hefur gerzt sukksamt á
samkomum þessum, líkt og sagnir
ganga um á Jörfa og Þingeyrum, og
hafa það verið fleiri en álfar, sem
ógætilega stigu faldafeykinn. Var
stundum jafnvel dansað í sjálfum
kirkjugarðinum eða kirkjunni, enda
þótt þá væri hætt við að hamrömm öfl
slægist í leikinn og kirkjan sykki, sam-
an ber söguna um dansinn í Hruna.
í jólagleðinni lifðu lengi hinar
römmu taugar frjósemisdýrkunarinn-
ar. Þar brauzt fram undan fargi myrk-
ursins hin villta og hamslausa lífsþrá
og gleðifýsn, sem kúlduð var og byrgð
undir fátækt og armóði hversdags-
stritsins. Er talið, að þessar gleðir hafi
tíðkazt fram á 18. öld, þrátt fyrir harð-
skeyttar umvandanir prestastéttarinn-
ar, sem ekki sá í þeim annað en ósið-
læti og spilverk djöfulsins. En svo fór
að lokum, að þær hurfu einnig, um
það leyti sem þjóðin var við að deyja
úr hor, þó að þær hafi haldizt með
öðrum og glaðværari þjóðum, þar
sem lífskjörin voru rýmri. Og reynd-
ar er nú aftur svo komið með vorri
þjóð, að ekki skortir vikivakana, þó
að hvergi örli framar á trúarbrögðum
í sambandi við þá, og eigi sé gengið
til tíða á undan né eftir. Eru menn og
hættir að fara með hin fögru viðlög:
Setjum gullsöðulinn
á gangvarann væna,
við skulum ríða
i lund þann hinn græna.
Eða:
Úti ert þú við unnir blár,
en eg er seztur að dröngum.
Eða:
Fagrar heyrði eg raddimar
úr Niflungaheim,
gg get ekki sofið
fyrir söngvunum þeim.
í staðinn er komin negrasönglist og
skáldskapur eftir því.
jólahelgin forn og ný, sem bundin
var dularmætti tilvemnnar er óðum
að hverfa .„Flúinn er dvergur, dáin
hamratröll".
„Enginn sér á sumarkvöldum
svífa huldufólk um dalinn".
Heitstrengingarnar era horfnar.
Óðinn þeysir ekki framar á Sleipni í
stormbylnum, og gleymdur er Freyr
og gullinbursti hans.
Þó halda jólin áfram að vera ljóss-
ins og gleðinnar hátíð, eins og þau
ávallt hafa verið frá ómunatíð. í ást-
inni á ljósinu og í leit hamingjunnar
mætist heiðinn dómur og kristinn.
En það, sem kristin kirkja vildi
kenna, var að finna í ljósinu æðra
ljós og í gleðinni æðri gleði. Ef til vill
er þó engin kynslóð fjarlægari því að
skilja þetta en sú, sem nú lifir.
57