Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 56

Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 56
krabbameins. — Eftir Hiroshima- sprengjuna var mikið talað um það. að áhrif kjarnorkunnar á menn væri m. a. sú, að þeir yrðu ófrjóir, en eftir rannsóknirnar á Bikini og niðurstöð- ur þeirra um þetta, hefur ekkert af dýrum þeim, sem notuð voru til rann- sóknanna, sýnt dæmi um þetta. Þvert á móti liggja fyrir skýrslur, sem sýna hið gagnstæða. Hið merkilegasta af tilraunadýrunum við Bikini er svín 311. Það er ung gylta, sem synti í hinu geislavirka vatni í flóanum, tveim dögum eftir sprengjuna. Hún var tekin um borð í eitt af skipunum, og búizt var við að hún myndi fljót- lega deyja. En gyltan dó ekki, og í dag er hún fílhraust, stór og stæðileg og vegur 200 klíó. Hún er ófrjó, en lækn- ar fullyrða, að það muni hún hafa ver- ið áður, og það sé ekki í neinu sam- bandi við kjarnorkusprengjuna. Erfðasérfræðingar, sem hafa haft með höndum rannsóknir við Bikini, álíta, að mikið af fóstrum muni hafa dáið við sprenginguna. Getur kjarnorkan framleitt krabbamein? Meðal hinna fjölmörgu vísinda- rannsókna, sem gerðar eru á kjarnork- unni bæði í Japan, Ameríku og við Bikini, munu einar hinna umfangs- mestu vera um samband kjarnorkunn- ar og krabbameinssjúkdóma. Því hef- ur verið haldið fram að kjarnorkan geti framleitt krabbamein. Sem dæmi hefur verið getið um 47 ára gamlan Japana, sem hafði 155 krabbamein í líkamanum, er hann dó, og voru þau öll nálægt brunaörum á líkama hans. Vísindamennirnir hafa engu slegið föstu um þetta atriði enn, en beðið er eftir, hvað hinar umfangsmiklu rann- sóknir muni nánar leiða í ljós. „Atom“-veikin, sem hér hefur verið minnst á að framan, er sá sjúkdómur, sem þegar er vitað með öruggri vissu, að komi fram hjá bæði mönnum og dýrum, sem verði fyrir kjarnorkunni. Síðastliðið vor veiktist píanósnill- ingur af „atom“-veikinni. Það var frk. Palchikoff, dóttir Serge Palchikoff, sem er kennari við hljómlistarháskól- ann í Hiroshima. Hún hafði ekki orð- ið fyrir neinu að því er talið var, þegar sprengjann fél 1 á Hiroshima, en hún skýrði læknunum frá því síðar, að hún hefði tekið þátt í því að hjálpa hinum 56 særðu í borginni. Þrem árum eftir það fékk hún veikina, og var það á hljóm- leikaför í Ameríku. Enn vita menn ekki, hvort takast muni að bjarga lífi hennar, en hún hefur legið í Washing- ton, þar sem læknar hafa reynt að gefa henni algerlega nýtt blóð. Undranálin — Cobalt 60. Miklar vonir eru tengdar við kjarn- orkurannsóknirnar fyrir læknavísind- in og hina sjúku. Ýmsar merkar upp- götvanir hafa þegar verið gerðar, og eru jrar á meðal hinir svonefndu „tso- toper“ radioactive Isotopers), sem á að vera hægt að nota við lækningu krabbameins. Hið nýjasta, sem fram hefur komið af þessu er hið svonefnda Cobalt 60, sem nú er framleitt í kjarn- orkuverksmiðjunum í Oak Ridge. — Þetta vopn gegn krabbanum er á stærð við grammófónnál, og nálinni er stungið beint í þá staði líkamans, sem eru veikir af krabbameini. Tilraunir með tæki þetta hafa verið gerðar á sjúkrahúsi einu í New York, Memorial Hospital, og er sagt að árangur þeirra hafi verið góður. Geislaverliunin og grasvöxturinn. Aðrar tilraunir miða að því, að fram- leiða geislavirk áburðarefni, sem eigi að geta leitt af sér fljótari og meiri vöxt á plöntum, grænmeti og korni. Kjarnorkumálanefndin hefur enn ekki viljað gefa nein loforð í þessu sambandi, en hún hefur látið þess get- tið að tilraunirnar séu umfangsmiklar og merkilegs eðlis. Yfirleitt efast eng- inn um, að í kjarnorkunni leynist ótal möguleikar fyrir mannkynið, og verði hún notuð í þágu menningarmála og friðar muni hún geta gjörbreytt lifn- aðarháttum mannanna. A. S. (Þýtt úr grein eftir Povl Westphall). Samvinnutryggingar Brezk blöð greina frá þeirri ákvörðun brezku ríkisstjórnarinnar, að hverfa frá fyrri áætlunum um að þjóðnýta vátryggingastarf- semina í landinu. í þess stað hyggst stjórnin að stuðla að því að tryggingarnar verði rekn- ar á samvinnugrundvelli. Þessi breytta afstaða er mikill sigur fyrir samvinnuhreyfinguna í Bretlandi, sem lengi hefur rekið vátrygging- arstarfsemi, því að samvinnumenn voru mjög andvígir þjóðnýtingu vátrygginganna. Hafa blöð samvinnumanna ritað skelegglega gegn því, að ríkisvaldið teygi sig inn á svið sam- vinnustarfsins. „Amarfell" komið til landsins Hinn 25. nóvember kom hið nýja skip Sambands ísl. samvinnufélaga, „Arnarfell", til heimahafnar sinnar í Húsavík. Áður hefði skipið tekið land á Reyðarfirði. Frá Húsavík hélt skip- ið til Akureyrar og síðan vestur með landi og suður til Reykjavíkur, með nokkrum viðkomum. Skipinu var hvarvetna vel fagnað af samvinnu- mönnum. Aðalmóttökuathöfnin var í Húsavík, sem valin var heimahöfn skipsins til heiðurs Kaupfélagi Þing- eyinga, elzta kaupfélagi landsins. Er skipið lagðist að bryggju í Húsavík síðdegis föstudaginn 25. nóv., var efnt til móttökuathafnar á bryggjunni. — Voru þar flutt velkomandaminni í óbundnu og bundnu máli og sungið. Um kvöldið hafði Kaupfélag Þingey- inga boð inni fyrir skipshöfn og gesti, en að því loknu hafði SÍS kvöldverð- arboð um borð í skipinu. Voru marg- ar ræður fluttar í þessum hófum báð- um og fögur kvæði. Á Reyðarfirði hafði einnig verið efnt til móttökuat- hafnar, svo og á Akureyri og öðrum þeim stöðum, sem skipið hafði við- komu á á suðurleið. Þessi glæsilega viðbót við skipakost samvinnumanna vakti hvarvetna mikla athygli og mikinn fögnuð, ekki sízt úti um byggðir landsins. Sjálf- stæðar siglingar SÍS-skipa eru upphaf nýs kapítula í sögu samvinnuhreyf- ingarinnar á íslandi, og binda sam- vinnumenn miklar vonir við hann. „Arnarfelli" hefir áður verið lýst í Samvinnunni. Ber öllum saman um að skipið sé hinn glæsilegasti farkost- ur, ágætlega búið og vandað í hví- vetna. Skipstjóri er hinn ungi og öt- uli farmaður Sverrir Þór, sem áður var skipstjóri á „Hvassafelli". Norræn tryggingasamvinna í september var haldin samnorrænn sam- vinnutryggingafundur í Kaupmannahöfn. Mættu þar fulltrúar allra samvinnutrygginga Norðurlanda. ísland var í fyrsta sinn þátttak- andi í slíkri norrænni ráðstefnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.