Samvinnan - 01.12.1949, Page 60

Samvinnan - 01.12.1949, Page 60
FERÐAÞÆTTIR FRÁ FINNLANDI (Framhald af bls. 31) Sigurðar félaga míns Benediktssonar, skólastjórasonarins £rá Húsavík. Sjálf gaf frúin mér fallegt, finnskt stafrófs- kver, með mjög vinsamlegri eigin- handaráritun í nafni fjölskyldunnar. — Þau hjónin eiga eina dóttur barna, sem nú lifir sín stúdentsár, og sáum við því miður aðeins fallega mynd af henni. Nú er komið að leiðarlokum. Sé eg líka, að e. t. v. er eg búinn að skrifa niður meira en góðu hófi gegnir. Ýmsu gæti eg þó bætt við, og stafar það þá sennilega af því, að sem betur fer hef eg ennþá ekki orðið svo inni- lega ferðaleiður erlendis, að mér sé unnt að taka undir við Kiljan, er hann „andvarpar" svo í öngum sín: „Mér eru útlönd orðin líkt og brauð, étið um kalda nótt á hryggs manns beði.“ Þegar vinur minn skildi við mig á hafnarbakkanum í Helsingfors, veif- uðumst við á svo lengi, er við mátt- um. Atburðir frá samveru okkar þessa ánægjulegu daga fóru nú að taka á sig blæ minninganna. Eg fann glöggt nú, eins og svo oft fyrr og síðar, hversu ófrávíkjanlegt lögmál það er, að þar, sem mikið er að þakka, er líka jafnan mikils að sakna. Og eg man, að eins og ósjálfrátt komu fram í huga mér þessi orð Arnar Arnarsonar: „Það eru forlög ferðalangs, hið fjarlæga að þrá — en bæta á hverri bæjarleið við baggann eftirsjá. „Wellamo" jók skriðinn og bar mig burt frá landi. — Brátt var hin „hvíta borg Þúsund-vatna-landsins“ horfin út í blámóðu fjarlægðarinnar. Þessi ferð, sem nú var á enda, hafði ekki valdið mér vonbrigðum um land og fólk, heldur skilið eftir í hugskoti mínu ógleymanleg áhrif frá þjóð, sem í eldi dýrkeyptrar reynslu hefur skírst til þess manndóms að kunna hvorki að víkja frá rétti né skyldu. Á þjóðhátíðardegi Finna, 6. des. 1949. SÖLUSKATTARNIR í BANDARÍKJUNUM (Framhald af bls. 50) ríkið þarf enn hærri tolla- og skatta- tekjur til þess að standast straum af kostnaðinum. Þetta mátti greinilega sjá í framkvæmdinni, áður en vísatal- an var bundin í 300 stigum. Það er alls ekki ósennilegt, að verð- lagsvísitalan í Bandaríkjunum væri mun hærri en hún er nú, ef Banda- ríkjamenn hefðu tekið upp sömu stefnu í tolla- og skattamálum og ís- lendingar. Þetta getum við auðveld- lega séð með því að hugsa okkur, að Bandaríkin hefðu ekki söluskatt held- ur vörutoll. Vörutollurinn mundi leggjast á söluverðið. Framfærslu- kostnaðurinn og vísitalan mundu liækka. Afleiðingin yrði meiri dýrtíð. Með söluskattinum er hins vegar sneitt framhjá þessum áhrifum ríkis- teknanna á dýrtíðarvísitöluna. Dýr- tíðarvísitalan er reiknuð eftir sölu- verði varanna áður en söluskatturinn er lagður á þær. Það er einn megin- munurinn á sölusköttunum, sem tekjulind ríkisins, og vörutollum, sem tekjulind. Vörutollarnir reiknast með verðlaginu, þegar verðlagsvísitalan er reiknuð út; söluskatturinn reiknast ekki með verðlaginu, þegar verðlags- vísitalan er reiknuð út. Vinsœll skattur. Skattar og tollar eru alltaf óvinsæl- ir. Hjá því verður ekki komizt. Skattar og tollar geta þó orðið mismunandi óvinsælir: einn óvinsælli en annar. Söluskatturinn í Bandaríkjunum er einn af þeim sköttum, sem nýtur minnstra óvinsælda: hann er tiltölu- lega vinsæll skattur, miðað við önnur opinber gjöld. Ástæðurnar fyrir vinsældum sölu- skattsins eru margar. Ein er sú, að fólki finnst það ekki vera að borga skatt, þegar það borgar kaupmanni eða kaupfélagi lítinn hundraðshluta af heildar-vöruupphæðinni í hvert skipti, sem það fer í búð. Önnur er sú, að söluskatturinn hefur ekki í för með sér eins mikið skattinnheimtu- bákn og aðrir skattar og tollar. Sú þriðja er, að Bandaríkjamenn vita, að söluskatturinn hefur átt einn þátt í að halda dýrtíðinni niðri þar í landi VEÐURSTOFAN (Framhald af bls. 34) mikil hún er. Það eru sjálfsagt ekki margir, sem vita það fyrr en nú, að ef jarðskjálfti verður austur í Japan, eða í ríkjum soldánanna í austurlöndum, þá skelfur þráður í kjallara Sjómanna- skólans á Rauðarárholti og ritar með kolastriki tilkynningu um jarðskjálft- inn á handrit veðurstofunnar. En samt er langt í land, þar til veðurstofan fær ráðið yfir vindi og regni, og ef það einhvern tíma yrði, myndi það verða ennþá vanjrakklátara starf en nú að vera veðurfræðingur, því að þá myndu sumir óska eftir regni, er aðrir vildu þurrk, aðrir storm, er einhver vildi logn, og þeir væru jafnvel til sem vildu myrkur, er aðrir vildu sól. FISKITJÖRNIN MÍN (Framhald af bls. 51) „Flytja seiði í hana?“ Eg hlæ að spurningunni. „Nei dettur það ekki í hug.“ Þegar gesturinn hefur svo fiskað hálfan dag, í tjörninni minni, er hann vanur að segja: „Það gerir raunar ekkert til, að sil- ungurinn hefur ekki bitið á hjá okk- ur. Við höfum átt hér dásamlegan dag, þrátt fyrir það.“ Og þannig er það. Blekkingin er hér höfuðatriðið. Og hversu oft er því ekki þannig farið í lífinu? Það er hugsunin um hlutinn, sem meiru varðar en hlut- urinn sjálfur. Þess vegna þarf enginn silungur að vera til staðar, þar sem flugunni er kastað. Engin akurhæna, þegar farið er á akurhænsnaveiðar. Að- alatriðið er, að því sé trúað.aðeitthvað muni fást á öngulinn, og að akurhæn- an muni sækja í kornið. Þegar sumri lýkur flyt eg aftur inn í borgina, og klúbbnum höldum við áfram að veiða allan veturinn. Við fá- um þó nokkra stóra á öngulinn og drögum þá í land en þeir allra stærstu sleppa frá okkur. Við fáum tvo — í einu; stundum meira að segja þrjá urriða í einu. Og eg minnist fiskitjarn- arinnar minnar, sem nú liggur svo dökk inni á milli blaðvana trjánna. Hún hefur sannarlega veitt vinum mínum margar gleðistundir. Þ. F. þýddi. 60

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.