Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 31
ur metorðastiga þjóðfélagsins Mein- laus gamanyrði ganga um það, að Mannerheim, sem er sænsk-Fmni, hafi á einhverju stigi æfinnar ekki kunnað ríkismálið betur en svo, að hann hafi gefið hermönnum sínum fyrirskipanir á tvíræðri finnsku. — Rétt er svo að geta þess, þegar á þessi mál er minnst, að allir þegnar þjóðfélagsins hafa jafn- an rétt til þess að gegna hvers konar embættum. En þá verða auðvitað þeir, sem eiga sænsku að móðurmáli líka að kunna finnsku — helzt öllu betur en sjálf þjóðhetjan Mannerheim. Á VORUM við nú á ný komnir til Helsingfors. Dagurinn var sem fyrr aðallega notaður til fræðslu og kynningar. Við margt samvinnufólk átti eg tal; sumt blaðaviðtöl. Aðalrit- stjóri aðalmálgagns „ELAN'l Os“ — en blaðið er samnefnt félaginu og kemur út hálfsmánaðarlega bæði á finnsku og sænsku — heitir Martti Larríi. Hann er þegar orðinn þekktur rithöfundur, þótt enn sé ungur. Borð- uðum við saman, og á eg honum góða rabbstund og blaði hans síðan upp að unna. Sama er að segja um Jalmari Laakso, ritstjóra „KONSUMENT- BLADETs“ og gamalkunnan, háttsett- an framkvæmdastjóra í KK. Einn framkvæmdastjóri KK er mað- ur að nafni Eikka Makinen, hnellinn og fjörugur dugnaðarmaður. Persóna hans sameinar fagurlega heilbrigða sál og hraustan líkama. Mákinen var til skamms tíma einn áhugamesti og fær- asti slagsmálamaður Finna, þ. e. „box- ari“. Nú í seinni tíð hafði hann á þessu Uuno K. Takki. sviði aðallega lagt fyrir sig dómara- störf í íþróttinni, enda kominn um fimmtugt og sagður eftirsóttur. Nú var hann á leið til Olympíuleikanna í Lundúnum til þess að gerast þar al- heimsdómari í faginu. Mákinen er brennandi áhugamaður um sam- vinnumál, einkum varðandi fræðslu- og menningarþætti þeirra, enda er hann nú einn helzti „herforinginn“ á þeim vettvangi. Það er hressandi að tala við manninn, og að lokum var hann svo vænn að gefa mér sinn eig- inn regnbogafána á finnskri viðar- stöng og blaktir hann nú hér á skrif- borði mínu. Þetta síðasta kvöld, sem við Ter- vonen vorum saman í Helsingfors, vorum við boðnir lieim til Takki- hjónanna. Hann kannaðist við þau frá fyrri tíð — og frúna, sem er hald- in félagslegum áhuga á heimsmæli- kvarða, langaði til þess að tala betur við mig, heldur en tími hafði unnizt til daginn áður, þegar við hittum liana í skrifstofu sinni í KK, þar sem hún ennþá m. a. er meðritstjóri við eitthvert blað sambandsins. Bóndi hennar er jafnaðarmaður, og hefur verið verzlunarmálaráðherra Finna, og er ennþá, að því er ég bezt veit. Nutum við hinnar mestu gestrisni á þessu heimili. Takki er mjög geðfelldur og virðu- legur maður, kominn fast að fimm- tugu. Hann hefur fengizt allmikið við opinber mál, var einn framkvæmdar- stjóra KK fram að ráðherradómi, er nú í framkvæmdastjórn OTK, þrátt fyrir liann, og er efri gráðu lögfræð- ingur að menntun. Var ráðherrann hinn þjóðlegasti, talaði hægt á vand- aðri sænsku og sagði mér m. a., að daginn áður hefði verið undirritaður verzlunarsamningur milli íslendinga og Finna. Hafði hann áhuga fyrir að heyra veiðispár mínar o. fl. viðvíkj- andi Íslandssíldinni, sem auðvitað var helzta ráðgerða útflutningsvara okk- ar. Því miður nutum við félagar ekki viðræðna við „minister“ Takki eins lengi og annars, fyrir það, að hann var, meðan við stóðum við, skyndi- lega og óvænt boðaður á ráðherra- fund. — Seinna var mér sagt, að ég skyldi ekkert verða undrandi, þótt ég einhvern tíma í framtíðinni heyrði Takki tilkynntan sem Finnlandsfor- seta. Svo mikils trausts nýtur hann, að menn láta sér detta þetta í hug. Þá sný eg mér ögn að ráðherra- frúnni. Hún er hámenntuð kona, skáld gott, og þekkt um allt Finnland fyrir afskipti af félagsmálum, sér í lagi innan samvinnuhreyfingarinnar. Hún hefur lifandi áhuga fyrir öllu, og virðist ekkert mannlegt óviðkomandi. „Hobby“ frú Takki er fyrst og fremst að safna stafrófskverum hvaðanæva úr heimi. Sýndi hún mér þessa kjörgripi sína frá flestum löndum; vantaði að- eins frá örfáum, en þar á meðal ís- landi. Féll auðvitað í niinn hlut að fylla okkar lands skarð, og komst eg seinna ódýrt út úr því, fyrir tilverknað (Framh. á bls. 60) 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.