Samvinnan - 01.12.1949, Side 46

Samvinnan - 01.12.1949, Side 46
AÐ VAR skrítið uppátæki að fara að grafa brunn uppi í miðri brekkunni, því að það var vandlaust að sjá að ekkert vatn var þar að hafa. Þeir voru þegar komnir þrjá metra niður í jörðina og enn var moldin eins þurr og þjóðvegurinn er í breiskju hita. Ekki var nokkurs staðar deiglu að sjó eða finna. Þarna var ekkert nema mold, möl og einn og einn erfiður steinn. En jörðin var hörð eins og seinent og hakinn náði ekki nema nokkrum þuml- ungum lausum í höggi, en maður fékk þó alltént að svitna fyrir kaupinu. Og þó til einskis, um það var ekki að villast, því að hér var ekkert vatn að fá fyrr en þá að brunnurinn var kominn þvert í gegnum jarð- kúluna og inn í hafið hinum megin. En læknirinn var nú samt viss í sinni sök og það gagnar aldrei að deila við dómarann. Hann hafði simað eftir sérfræðingi frá kaupstaðnum. Nú dugði ekki lengur að treysta á fundvísi Lars gamla í Kirkjubæ og pilviðargrein þótti nú of gamaldags veg- vísari. Stálfjöður skyldi það vera. Þeir, sem sáu til ferða sérfræðingsins, sögðu að hann hefði verið sparibúinn er hann gekk um landareignina og leitaði vatnsins. I tvo daga gekk hann um með stálfjöðrina og mældi, át góðan mat á kostnað læknisins og svaf í milli sparilakanna í gestaherberginu. Það skal nokkuð til að vera vatnsleitarmaður hjá fyrirfólki. Hér hafði fjöðrin sýnt líklegasca staðinn, sagði læknirinn, og hér skyldi grafa brunn sem mundi gefa þeim tærara vatn en klett- urinn, sem Móses laust, brunn, sem geymdi blátært vatn í júlímánuði, þegar aðrir brunnar héraðsins voru þurrir og lyktuðu eins og hálfþornaðir forarpollar. En þeir voru fáir, sem trúðu. Það hefur jafnan þótt fylgja lítil gifta þeim verkum, sem unnin eru í sparifötunum. En svo gekk kirkjuráðsmaðurinn eitt sinn út yfir akrana með gullbjölluna í hendinni, og viti menn, við akratakmörkin byrjaði hún að syngja eins og steindepla. Og þá urðu menn vita- skuld að kinka kolli til samþykkis. Enginn gat leyft ,sér að tortryggja kirkjuráðsmann- inn. Og nú var trúin eina haldreipið, enda þótt kristin trú megnaði ekki mikils hér, því að því neðar sem dró með brunninn, því þurrari var jörðin. Mölin varð dekkri og fínni, en ekki vottaði enn fyrir deiglu. — Hann tók eina skóflufylli enn og lét mölina renna af skóflunni í fötuna, en hún var þeg- ar nærri full og mest öll skóflufyllin hrundi aftur niður ó brunnbotninn. Hann rétti úr sárþreyttu bakinu og leit upp. Stráklingurinn hafði auðvitað stolist frá aftur. Það var ekki gagnið að piltinum BRUNNURINN Smdsaga eftir JARL HELLE þeim og bezt væri að segja lækninum frá því þegar í kvöld. Hér þurfti á röskum manni að halda en engum liðléttingi, um það þurfti ekki að deila, því að brunnurinn mundi verða djúpur, fimmtíu metra að minnsta kosti. Og þótt lækninum kynni að þykja þetta og fengi Lingström til þess að grafa í staðinn, mundi hann ekki taka sér það nærri, því að maður gat þó alltént stað- ið á eigin fótum, átti húskofa og túnblett og dálítinn skóg og það hafði því aldrei stað- ið til að maður þyrfti að vera með bukk og beygingar fyrir framan nefið á sérhverjum fyrirmanni, enda þótt læknir væri, og stæði fyrirmannlegur á brunnbakkanum og setti upp yfirlætissvip þegar maður miðlaði hon- um af langri reynslu við svona verk. Ekkert sást enn til stráklingsins. Hann kallaði ennþá einu sinni á hann og barði með rekunni í grjótið til frekari áherzlu. En svo gægðist unglingsandlitið og ljósi hárlubbinn út yfir brunnbarminn. Dragðu upp fötuna þína, strákskömm, ætlaði hann að segja, en sagði aldrei neitt, því að strákur varð fyrri til og kippti í strenginn. — Þú ert búinn að fá gesti, kallaði hann niður í brunninum. — Þeir koma með póst- bílnum. Tvær manneskjur. Held að það séu Urban og Elín. Jæja þá, hugsaði hann, nú byrjar skemmt- unin, en sagði aðeins: — Haltu áfram þínu verki, strákur, og hættu að glápa á fólk. Upp með fötuna! Jæja þá, eru þau komin, hugsaði hann á meðan hann horfði á fötuna, þar sem hún dinglaði í bandinu og hvarf upp fyrir brún- ina. Bæði tvö, Urban líka. Eitthvað höfðu þau nú orðið hrædd! Hann skríkti af ánægju með sjálfum sér. Að Elin skyldi skilja karl- inn og barnungann eftir, þegar hún fékk bréfið. Þetta hafði hann þó vitað um leið og Anna var búin að skrifa utan á umslagið og hann sjálfur var búinn að sleikja frimerkið. En að Urban skyldi taka sér frí frá spor- vagnsstjórninni! Þvi hafði hann ekki reikn- að með. Þetta var honum nokkurt áhyggju- efni. Það var alltaf hægt að reiða sig á El- ínu. Það vissi maður fyrirfram. Hún mundi auðvitað fara að snökta þegar þau færu að tala um mömmu hennar, sem enn hafði ekki legið í gröfinni full tvö ár. En Urban var öðruvísi gerður. Hann hafði ekki alltaf 46

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.