Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 51

Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 51
ISKITJÖRNIN mín hreiðrar sig svo friðsæl inni á milli hæðanna. Bakkar hennar eru svo brattir og trén umhverfis hana svo há, að vindurinn nær næstum aldrei að ýfa flöt hennar. Þar, sem hún er breiðust, er hún í mesta lagi 50 metrar. í stuttu máli sagt er það næsturn því leikur fyrir dug- legan stangveiði-mann, að kasta flugu þvert yfir hana. En það er bezt að ég segi eins og er, svo ekki sé verið að pukra hér með neitt: Það er enginn silungur í tjörn- inni minni. Og eftir því, sem eg veit bezt hefur það aldrei verið. En það virðist aldrei hafa valdið neinum af þeim, sem ég hef boðið að veiða í tjörninni, neinum hrellingum. Eg býð heldur aldrei öðrum að veiða en þeim, sem kunna góð skil á veiðurn, helzt sérfræðingum í listinni. Og sé enginn silungur í tjörninni, renna þeir a. m. k. ekki grun í það. Þeir spyrja aldrei, og því ætti eg þá að vera að segja þeim nokkuð frá því? Ef ég byði venjulegum mönnum til veiða, mundu þeir sennilega undrast, að aldrei skuli taka hjá þeim. En þannig er sérfræðingunum ekki farið. Þeir vita, að í beztu veiðitjörnum koma allt af fyrir dagar, þegar silung- urinn tekur ekki. En þeir sjá strax, að tjörnin mín er bezta veiðitjörn. Allt þetta útskýra svo sérfræðingarnir í stangveiði fyrir mér, og ef ekki tekur hjá þeim, eru þeir bara hæst ánægðir, því það sannar einmitt þetta sem þeir voru að segja mér. Sérhver stangveiðimaður getur sagt þér, að urriðinn vakir aldrei að ný- afstaðinni rigningu og ekki heldur rétt fyrir rigningu. Ef heitt er í veðri, er ómögulegt að lokka hann til þess að gefa sig að flugunni, og hið minnsta kul í lofti fælir hann alveg til botns í tjörninni. Hið rétta veiðiveður er stafalogn og skýjaður himinn, en jafn- vel það er þó annmörkum háð, því urriðanum er ekkert gefið um vissar tegundir skýja. Eg þarf ekki annað en að segja: Það er merkilegt að hann skuli ekki taka í dag. Þá byrjar sér- fræðingurinn strax að halda langan skýringar-fyrirlestur. Eg hef allt, sem til veiðanna heyrir, geymt niðri við tjörnina. Við snotra smábryggju úr sedrusviði, — því sedrusviður dregur að sér urriða, — liggur kæna með smáhólfum í hlið- unum til að geyma í veiðarfærin. En beztur af öllu er þó veiðikofinn minn, lítil og skemmtileg líking af austrænu musteri. Hann stendur alveg niður við tjörnina, í liléi af trjánum. Inni í hon- um hanga öll hugsanleg veiðarfæri á veggjunum. Þar eru líka tvær kápur úr olíudúk, því aldrei er hægt að vita, nema helliskúr hvolfist yfir mann ein- mitt í þann mund, sem urriðinn byrj- ar að vaka og gefa sig að flugunni. Þarna er líka svolítil kjallarabora með þó nokkrum flöskum og nokkrum baukum af ýmsu góðgæti. Það er svo leiðinlegt að verða máske að hætta að veiða bara vegna þess, að maður er orðinn svangur. Og reyndur stang- veiðimaður kærir sig heldur ekkert um að stíga út í kænuna án þess að fá sér fyrst ofurlitla brjóstbirtingu, bara einn lítinn, til þess að verjast kuldan- um. Hann verður líka að dreypa svo- lítið í um leið og hann óskar veiði- félaga sínum góðrar veiðar. FISKIIJORNiN MIN Gamansaga eftir STEPHAN LEACOCK Mér hefur alltaf þótt vænst um þennan undirbúning. Það er svo auð- velt að eyða hálfri eða heilli klukku- stund í hann. Það er hvo margt, sem athuga þarf og ræða um. Það þarf að rökræða um þyngd veiðistangarinnar, lit flugunnar, sem nota skal og mörg önnur fræðileg atriði koma einnig til greina. Það er til dæmis veðrið, hvern- ig liatt sé bezt að hafa á höfðinu. o. s. frv. Einn af mínum kærustu gestum er sérstaklega vel að sér um allt, sem snertir hatta og liti. „Eg held þú ættir ekki að hafa þenn- an hatt í dag, gamli minn. Hann er alltof dökkur í þessu veðri.“ „Eg notaði hann þó við veiðar all- an síðastliðinn mánuð,“ segi eg. „Já, en það var í ágústmánuði, svo það hefur ekki komið að sök. En nú er komið fram í september, og ég vil eindregið ráða þér frá, að nota svona dökkan hatt. Og hálsbindið þitt er allt of dökkblátt, gamli vinur.“ Eg verð að viðurkenna, að stund- urn verða gestirnir dálítið óþolinmóð- ir, af því að enginn silingur lætur sjá sig. Þá hrópa eg: ,.Þú ert svei mér snjall að kasta flugu, það verð ég að segja.“ Og þá verður veiðimaðurinn svo upptekinn af því að kasta flugunni alltaf lengra og lengia út á vatnið og gleymir alveg silungunum sem ekki koma. Eða þá að eg ræ með gestinn alveg inn í þrengri endann á tjörn- inni, þar sem öngullinn hans krækist í sefræturnar og þá heldur hann, að urriðinn hafi tekið. Ef það nægir ekki til þess að sefa óþolinmæði hans, segi ég snögglega: „Uss, var það ekki sil- ungur, sem stökk þarna?“ Slík atliuga- semd lokar samstundis munninum á hverjum einasta stangaveiðimanni. „Farðu frarn í stefnið,” hvísla eg; svo ræ eg gætilega þangað, sem silung- urinn vakti. Maður verður umfram allt að hvisla, það hefur mest áhrif. Og reynslan er sú, að þegar dagur er liðinn að kvöldi og froskarnir hafa skvampað í tjörninni, og öngullinn liefur setið kxæktur í sefinu eða ef til vill dregið rotinn trjábút úr botni nærri upp á yfirborðið, að gestirnir vita alls ekki, hvort tekið hefur hjá þeim eða ekki. Jæja, en smátt og smátt trúa þeir því sjálfir, að tekið hafi á öngulinn, og þá byrja þeir að tala um „þann heljaistóra urriða“, sem þeir voru nærri búnir að veiða. Mörgum mánuðum seinna koma þeir svo til mín í klúbbnum inni í borginni og segja: „Manstu eftir stóra urriðanum, sem eg var nærri búinn að veiða í fiski- tjörninni þinni í sumar?“ —„Já, hvort eg man,“ sagði eg. „Náðir þú honum nokkui'n tíma seinna?“ spyr liann. „Nei, aldrei,“ svara eg. í hvert sinn, sem gestur minn lítur tjörnina mína augum, staðnæmist lxann og hrópar gagntekinn: „Þetta er dásamleg veiðitjörn.“ „Já, sýnist þér það ekki?“ segi eg. „Það er ekkert undarlegt, að þú skulir hafa urriða í svona fallegi'i tjöi'n.“ „Nei, það er sízt að u.'diast." „Þú þarft sjálfsagt aldrei að flytja seiði í hana?“ IFramh. á bls. 60) 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.