Samvinnan - 01.12.1949, Page 27

Samvinnan - 01.12.1949, Page 27
naðsynjavörur félagsmanna, og selja afurðir þeirra. Og þó er eitt gegnum- gangandi í Finnlandi til viðbótar: næstum ótrúlega mikill og myndarleg- ur greiðasölurekstur. Maður kemur varla í nokkurt félag eða útibú án þess að fyrirhitta þar eina eða fleiri veitingastofur, og það er eins og þetta þyki sjálfsagt. Tveir staðir eru mér minnisstæðir frá þessum degi. Annar er Kaskö, þar sem rekin eru stærstu refabú á Norð- urlöndum. Hinn er Nárpes, þar sem um 200 smá hesthús liggja í ýmsar áttir út frá kirkju staðarins, eins og nokkurs konar geislabaugur. Þarna geymdu kirkjugestir hesta sína til skamms tíma, og átti hver bær eða fjölskylda sitt hús. Líka hafði fólk þarna fataskipti, úti eða inni eftir at- vikum, og gerðu þar stundum jafnvel fleira, sem kunnugir tala um bæði í gamni og alvöru. Þennan sama dag heimsóttum við Tervonen gamlan skólabróður okkar frá lýðháskólanum að Jakobsberg. Hann heitir Einar Trdskböle og er Sænsk-Finni — roskinn, heimspekilega þenkjandi piparsveinn. íslenzk skóla- systir okkar snart þó hjarta hans, og veit ég ekki, hvort fleiri hafa gert, en ekki gerði hún sér far um að vekja hjá honum vonir. Það verð ég að reyna að votta. Tráskböle er m. a. viðþols- laus bindindispostuli; á borð við vin minn Halldór frá Kirkjubóli, og segi ég það honum ekki — og hvorugum — til lasts, eins og gefur að skilja. Eyðir Einar mjög verulegum hluta tíma síns og krafta til félagsstarfa. Tráskböle býr með móður sinni og systkinum á jörð, hverrar nafn þau hafa að ættar- nafni. Fólk í Austurbotni er sænsku- mælandi og yfirleitt fátækara en al- mennt gerist. í Tráskböle var okkur vel tekið, og m. a. með góðri máltíð, en illt átti ég með að koma kaffinu niður vegna héraðssiðarins að salta það. Tervonen sagði mér seinna, að fátæktin hefði á sínum tíma kennt þetta ráð til þess að draga úr neyzl- unni, en nú þykir þeim Austurbytn- ingum þetta víst orðinn guðaveigur. Á leiðinni heim, er dagur var að kvöldi kominn, ókum við gegnum þykkan skóg, eftir vegi, sem er bók- staflega þráðbeinn á 18 km. lengd, svo aldrei þarf að hreyfa stýri. Þetta hvað vera talsvert frægur spotti, því enginn slíkur er jafnlangur í öllu Finnlandi. Það fannst mér eftirtektarvert, og eftir því hafði ég tekið fyrr en nú, hversu illa er gengið frá vörum, þar sem akvegir liggja þvert á járnbraut- irnar. Víða var alls ekkert, sem gaf til kynna, að hætta gæti verið á ferðum, nema brautarsporin sjálf. Stakk þetta mjög í stúf við það, sem á sér stað í Svíþjóð, enda hvað mörg slys af þess- ari orsök eiga sér stað í Finnlandi. EGAR við komum heim, varð ég að eiga blaðaviðtal við Vörmu; einkurn um skólamál á íslandi. Hafði einhver ritstjórinn flekað hana til þess að hlýða mér yfir, undan hverju ég ekki komst — og birtist árangurinn í „Suupohjan Sanomat" nokkrum dög- um síðar, og skil ég þar fátt í. Áður en við gengum til náða um kvöldið, trúði Tervonen mér fvrir, að hann væri búinn að ákveða að taka sér vikufrí til þess að ferðast svolítið með mér um landið, og fylgja mér til baka til Helsingfors. Væri hann bú- inn að skipuleggja ferðalagið í höfuð- dráttum og myndi leið okkar liggja til helztu kaupfélaganna, sem nú þeg- ar vissu um komu okkar. Ekki hafði mig órað fyrir svo hátíðlegri fyrir- greiðslu og viðhöfn, enda þótt sumir mættu vita, hvað mér kæmi! En, hvað gat ég annað en þakkað og dáðst að fyrirhyggju og hugulsemi míns ágæta vinar? Þótt við færum seint að sofa, tókum við daginn snemma til þess að ná hrað- lestinni frá Seinájoki í tæka tíð. Sváf- um við fyrsta spöl leiðarinnar,. og nú mátti segja að hæfist áhyggjulítið líf hjá mér; bara að fylgja Tervonen, sem sá fyrir öllu. Þegar við komum suður í Haapamáki, var járnbrautarlestar- ferð okkar lokið í bili. Upphaflega hafði félagi minn hugsað sér að fara með mig vatnaleið suður á bóginn, en nú voru fljótin enn þá ísi lögð, svo þetta var því miður útilokað. 1 þess stað skyldu nú bifreiðir greiða götu okkar, svo hægt væri að njóta ferðar- innar betur en annars. Örfáum mínútum eftir komu okkar til Haapamáki, kynnti sig fyrir okkur starfsmaður kaupfélagsins í Keuruu, sem er allstór bær, nokkrum mílum austar. Var hann nú kominn að sækja okkur. Er þangað kom, tók kaupfé- lagsstjórinn á móti okkur ásamt nokkrum mönnum öðrum. Byrjuð- um við á því að borða saman í nítízku matsöluhúsi kaupfélagsins, og er það sambyggt mjög myndarlegu, nýju verzlunarhúsi félagsins. Alveg óvenju- legur glæsibragur sýndist mér þarna á öllu; allt nýtt og fyrsta flokks. Var það kannske ekki að furða, því hér vorum við komnir í eins konar „tilraunafé- lag“, sem tiltölulega nýlega hafði haf- ið göngu sína sem sjálfstætt fvrirtæki. í samvinnusamböndunum KK og OTK, sem bæði eru greinar á sama meiði finnskrar samvinnuhreyfingar, Veitingastoja kaupfélagsins i Keuruu. 27

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.