Samvinnan - 01.12.1949, Page 43
SVIPIR SAMTÍÐARMANNA:
ráðherra húsmæðranna
KUNNUGIR SEGJA, að Fanny Jensen,
ráðherra án stjórnardeildar í dönsku
ríkisstjórninni — í daglegu tali nefnd „ráð-
herra húsmæðranna“ — sé vinsælasti stjórn-
málamaðurinn í Danmörku nú. Ef hún á
einhverja óvildarmenn, hafa þeir ekki orð á
því. Á bak við Fanny Jensen standa 2 mill-
jónir húsmæðra í Danmörku og slíkt ör-
yggislið er meira en nægilega stórt til þess
að stjómmálamenn og stjórnmálaflokkar
hugsi sig tvisvar um áður en þeir gera hríð
að slíkri brjóstfylkingu.
Frá 1947 hefur Fanny Jensen verið ráð-
gjafi ríkisstjórnarinnar um málefni hús-
mæðra og heimila. Þegar Hans Hedtoft for-
sætisráðherra útnefndi hana ráðherra án
stjórnardeildar, hrukku þessi orð af vörum
hennar, og enginn efar, að þau hafi verið í
einlægni sögð: „Eg er mjög undrandi!“ Eftir
fárra daga umhugsunarfrest var hún búin að
koma sér fyrir í þröngri bráðabirgðaskrif-
stofu og hafði hafið sarfið. Hún kom þessari
skrifstofu þegar þannig fyrir, að hún hefði
aðgang að öllum stjórnardeildum. Eftir það
hefur hún ekki hikað við að beita áhrifum
sínum til hagsbóta fyrir húsmæðurnar í
Danmörku.
FANNY JENSEN lítur ekki út neitt svip-
að því, sem venjulegir borgarar hugsa
sér kvenréttindakonur. Hún lítur út eins og
sextug amma. Hún klæðist yfirlætislaust.
Hún greiðir virðulegt, grátt hárið aftur og
hefur það stuttklippt. Blá augu hennar eru
róleg og yfirvegandi, góðleg og móðurleg.
Þegar hún gengur að störfum sínum, er hún
tákn hinnar venjulegu frú Jensen — hinnar
dönsku húsmóður. Þessi mildilega fram-
koma hennar er þó engan veginn sönnun
fyrir ístöðuleysi og óákveðni. Hún getur
sannarlega verið ákveðin og djörf þegar
henni þykir það henta. Hún gefst ekki upp,
þótt í móti blási. Og að lokum fær hún oft-
ast vilja sínum framgengt.
FLESTIR kaupsýslumenn kaupmanna-
borgarinnar við Sundið eru enn að
morgunverði, þegar Fanny Jensen er sezt
við skrifborðið sitt í stjórnarráðinu. Fyrsta
verk hennar er að lesa bréfabunkann, sem
liggur á skrifborðinu á hverjum morgni, frá
dönskum húsmæðrum, kvenfélögum og slík-
um stofnunum víðs vegar um landið. Hún
svarar sjálf hverju bréfi, og ef tíma skortir
til þess að svara öllum bréfunum í skrif-
stofutímanum, og það kemur oft fyrir, tekur
hún afganginn heim í litlu íbúðina sína, en
þar hefur hún búið ein nú um nokkurra ára
skeið, síðan eiginmaður hennar lézt. í and-
dyri skrifstofunnar er dag hvern þröng mik-
il. Þar eru fulltrúar kvennasamtaka lands-
ins, húsmæður, sem hafa kvartanir fram að
bera, báglega staddar verksmiðjustúlkur og
aðrir, sem leita ráða og trausts hjá henni.
Sumar vilja fá starf. Aðrar hafa fram að
færa kvartanir, sem varða húsmóðurstarfið
— jafnvel persónuleg vandamál — og enn
aðrar vilja fá sömu laun fyrir sömu vinnu,
en það hefur lengi verið baráttu- og áhuga-
mál frú Jensen. Allir, sem hafa réttlátt mál
að flytja, fá einhverja úrlausn.
Fanny Jensen hefur lengi barizt fyrir rétt-
indum kvenna, en hún héfur ekki gleymt
skyldum karlmannanna. Hún heldur því
fram að heimilið sé undirstaða þjóðfélags-
ins og fyrsta skylda húsmóðurinnar sé að
stofnsetja friðsamt og óbrotgjarnt heimili.
Að þessu leyti heldur hún engu því fram,
sem hún ekki gerir sjálf, því að þótt hún
búi ein sér, heldur hún samt heimili, — eld-
ar matinn og vinnur öll venjuleg heimilis-
störf. En hún heldur jafnframt fram nauð-
syn þess, að húsmóðirin fái orlof eins og
aðrar stéttir þjóðfélagsins.
A' RIÐ 1935 VAR FANNY JENSEN köll-
uð til Kaupmannah. til þess að verða
framkvæmdastjóri Sambands verkakvenna.
Hún varð brátt formaður þess og höfuðleið-
togi þessara samtaka, og árið 1943 varð
hún bæjarfulltrúi í Kaupmannahöfn. Hún
hefur lengi haldið því fram, að sérhver ríkis-
stjórn eigi að hafa stjórnardeild, sem sé sér-
stakur fulltrúi kvenna, og þó einkum hús-
mæðra. Og að sjálfsögðu eigi ráðherrann að
vera kona. Fanny Jensen hefur sagt: „Að-
eins kona skilur vandamál annarra kvenna.
Sjónarmið kvenna týnast, þegar allir ráð-
herrarnir eru karlmenn." Hún líkir stöðu
sinni í dag við þrumuleiðara: „Konur geta,“
segir hún, „leitt kvartanir sínar til mín og
eg mun síðan koma þeim áleiðis til réttra
aðila.“
KAUPFÉLAG SVALBARÐSEYRAR
(Framhald af bls. 38)
drengjum, sem fyrr og nú hafa verið
þátttakendur í félagsstarfinu.
Eg sagði í upphafi, að félagið væri
stofnað af hugsjónamönnum, og vegna
þeirra og svo margra, margra annarra
væri þjóðin í dag sjálfstæð þjóð. Eg
vil á þessari stundu færa fram þá ósk,
að við megum jafnan eiga marga slíka
liugsjónamenn. Þá mun okkar sextuga
félagi farnast vel. Þá mun okkar unga,
íslenzka lýðveldi blómgast og dafna.
Finnur Kristjánsson.
Akureyrarblað stingur upp á því,
að karlmennirnir reyni haldbetri mót-
mælaráðstafanir gegn skömmtuninni
en sífelld blaðaskrif, sem til þessa hafa
ekki skilað miklum árangri. Telur
blaðið vel til fallið að borgararnir fari
kröfugöngu alstrípaðir til þess að mót-
mæla fataleysi og skömmtun.
Þetta finnst oss nokkuð langt gengið.
Hins vegar má nota hugmyndina, og
birtum vér hérmeð mynd af búningi,
sem líklegur er til að vekja athygli
Fjárhagsráðsmanna og skömmtunar-
meistara, ef hann væri notaður í snjó
og frostum.
43