Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 62

Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 62
skiptu hásetunum á milli sín og tóku þá með sér til gist- ingar. Kona Ibs stóð lotin við eldstæðið með uppbrettar ermar og bakaði í matinn, þegar þau komu í dyrnar. Hún var um fimmtugt, grófgerð kona að sjá, en svipur hennar var hreinn og djarfmannlegur, þótt andlitið væri veðurtekið og mótað af lífsbaráttunni á heiðinni og við ströndina. Hún rétti ekki strax úr sér, en virti þau rannsakandi fyrir sér drykklanga stund. En þegar hún kom auga á Elísabet og barnið, hrópaði hún með samúð í rómnum, sem var betri en nokkur önnur fagnaðarkveðja: „Er veslings konan með barnið að koma af sjónum, Ib?“ „Já, Maren. — Mathis og Pétur voru ekki að koma að, guði sé lof! “ — svaraði maður hennar. Það leit út fyrir, að þetta væru góðar fréttir, því að það birti yfir svip konunnar, og hún fór umsvifalaust og án þess að liafa um þetta fleiri orð, að hlynna að skipbrots- mönnunum. Hún og uppkomin dóttir hennar drógu bekk að eldinum og buðu hjónunum sæti. Því næst settu þær ketil á eld til þess að búa þeim heitan drykk. Húsmóðirin virtist vön því að taka á móti gestum undir slíkum kringumstæðum, því að ekki leið á löngu, unz þau voru öll búin að hafa fataskipti, og að vörmu spori voru þau Elísabet og drengurinn háttuð í hlýtt og gott rúm. Á meðan konan starfaði að þessu, spurði hún mann sinn öðru hvoru í lágum hljóðum frétta af því, sem gerzt hafði við ströndina. Sölvi, sem sat með hönd undir kinn við eldinn, heyrði, að hún spurði mann sinn: „Skyldi hann hafa átt skipið sjálfur?" „Ójá, það var nú aleigan," svaraði Sölvi rólega, — ,og samt megum við vera þakklát fyrir það, að maðurinn yðar bjargaði okkur. Því er nú ver, að við höfum lítið til að sýna honum í verki, hversu þakklát við erum honum fyrir að leggja líf sitt og manna sinna í hættu til þess að bjarga okkur af blindskerjunum“. „Fyrir slíkt tökum við enga borgun,“ sagði hún fremur stutt í spuna. En skömmu síðar bætti hún við í mildari tón: „Við eigum sjálf tvo sonu, sem eru í förum til Noregs. — Það er líka þungur sjór við ströndina þar!“ Sölvi var fölur og þreytulegur og gekk skjótt til hvílu, þegar hann var búinn að fá sér dálítinn matarbita. Hann vaknaði snemma um morguninn og gat ekki sofn- að aftur. Álengdar heyrði hann sjávarhljóðið við strönd- ina eins og þrumugný í fjarska. Elísabet lá við hlið hans og talaði öðru hvoru upp úr svefninum. Af einstökum orðum og sundurlausum setningum varð ráðið, að draum- ar hennar snerust um hann og atburði þá, er nýskeð voru um garð gengnir. Sölvi lá þögull um stund og hlustaði á. „Aldrei, aldrei! —“ hrópaði hún allt í einu og bylti sér órólega í svefninum; — „Hann skal aldrei heyra nokkurt orð um skútuna!" — Og skömmu síðar hvíslaði hún blíð- lega og svo sem í trúnaði: „Er það ekki satt, Gert minn? — Hann skal finna okkur hér í skipsrekkjunni á hverju sem gengur, annars heldur hann að við séum hrædd.“ Sölvi hafði áhyggjur af líðan hennar og hugarástandi. Hann lá kyrr og fann hjarta sitt fyllast af ástúð til hennar. Honum varð það betur Ijóst en nokkru sinni áður, þegar hann heyrði þungar svefnfarir hennar og draumatal, er líktist óráðshjali, hversu ósegjanlega innilega hann elsk- aði hana. En jafnframt seytlaði sú hugmynd inn í meðvit- und hans, að hún hefði þó haft ákveðinn tilgang með breytni sinni, ró sinni og stillingu á stund hættunnar, en ekki aðeins látið stjórnast af eðlisbundnu hugrekki sínu og blindu trúnaðartrausti í hans garð — á hverju sem ann- ars gengi. — Hann andvarpaði þunglega um leið og hann kyssti ástúðlega á enni sofandi eiginkonu sinnar. Áður en tvær klukkustundir voru liðnar, var Sölvi ris- inn úr rekkju og lagður af stað niður til strandarinnar til þess að líta eftir flakinu af skipi sínu. Umhverfið líktist hugarástandi hans sjálfs. Vindurinn hvein dapurlega á milli bleikgulra, ömurlegra sandskaflanna og þeytti öðru livoru sandskýjum á loft þarna á milli hólanna við strönd- ina og þyrlaði þeim inn yfir landið, sem líktist skuggalegri eyðimörk í morgunskininu. Gargandi sjófuglar sveimuðu yfir ströndinni — kringum svartar, sandorpnar leifar af sokknum skipum, er borizt höfðu upp í fjöruborðið. En úti fyrir ströndinni lá Norðursjórinn, svo langt sem augað eygði, en hvergi sást nokkurt skip á blýgráum, þunglama- legum sjávarfletinum. En þó var hafið á hreyfingu. Þungt og óstöðvandi geystist það að skerjagarðinum, brauzt inn yfir hann og lamdist freyðandi og drynjandi um fjöru- borðið . Úti á grynningunum mátti enn sjá afturhluta skútunn- ar, en brotnir plankar, slitur af seglum, reiða og hvers konar annað brak hraktist fram og aftur í brimsúgnum við ströndina. — Sölvi fann til undarlegs skyldleika við þessa dapurlegu eyðiströnd, þar sem brotin skip og lemstr- uð lík bar svo oft að landi. Sjálfur hafði hann eignazt skip, en siglt því hér í strand. Og hann hafði eignazt eigin- konu, en á þessari stundu fannst honum, að hann hefði einnig misst hana fyrir eigin sök. í þessum svifum náðu þeir honum, Ib Mathisen og há- setar hans sjálfs. Þeir hófu leit á ströndinni að eigum sín- um og öllu verðmæti, er kynni að hafa skolazt í land. Þrjár skipskistur fundust, leiðarsteinninn og fáeinir aðrir hlutir, áður en þeir hurfu aftur af strandstaðnum. Skipbrotsmennimir héldu kyrru fyrir hjá gestgjöfum sínum og bjargvættum þennan dag. En að morgni næsta dags kvöddu þeir með söknuði Ib, konu hans og allt þetta góða fólk, sem hafði hjúkrað þeim og aðstoðað þá á alla lund, en vildu þó ekki heyra nefnda nokkra borgun fyrir björgunina og allan greiðann. Þegar sjóprófunum var lokið og Sölvi hafði greitt mönn- um sínum með mestum hluta þeirra peninga, sem hann hafði bjargað með sér í land, héldu þau hjónin af stað með son sinn til Noregs. Sölvi var orðfár á leiðinni. Hann hafði áhyggjur út af framtíðarhorfunum, en jafnframt sóttu aðrar og enn erfið- ari hugsanir að honum í sambandi við Elísabet og hjóna- band þeirra. Og þegar það sár ýfðist upp í hugskoti hans, fór það að venju svo, að stöðugt þyngdi yfir, og allar hugs- anir hans tóku að snúast um þetta eitt. Hann var ekki í neinum vafa um það, að allir skipverj- ar hans voru á einu máli um það, að fífldirfska hans ætti ein sök á því, að skipið fórst. Og hann vissi einnig, að þessi orðrómur myndi spyrjast víða meðal sjómanna og annarra, sem létu sér hann nokkru skipta. Það voru því litlar líkur til þess, að nokkur útgerðarmaður tryði honum fyrir skipi 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.