Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 25
lenzka samvinnusambandinu og væri auk þess vinur Terovonens, vildu þeir í KK allt fyrir mig gera. Sú varð og raunin á. Hann fór með mig upp á aðalskrifstofu sambandsins, og fékk ég þar að hafa tal af ýrnsurn höfðingj- um stofnunarinnar, þótt aðfangadag- ur hvítasunnu væri farinn að setja upplausnarsvip á starfsliðið. Var ég beðinn að koma á ný, þegar ég kæmi að norðan, frá Kristinestad, en þang- að var ferðinni fyrst og fremst heitið. Áður en ég kvaddi, var mér afhentur farmiði að leiðarenda. Var hér enn sem fyrr, og síðar, sami maður að verki. Seinna, þennan sama dag, kornst ég í samband við stúlku, er ég hafði haft bréfasamband við. Hún heitir Ragn- hild Staap, og vinnur í pósthúsi borg- arinnar. Stúlkan var hin elskulegasta og eyddi með mér því, sem eftir var dagsins og mestöllum hvítasunnudeg- inum líka, enda þótt hann væri jafn- framt afmælisdagur hennar. Margt var að sjá í Helsingfors, en of langt mál yrði að telja það og tína, enda hafa líka svo margir lýst helztu byggingum, merkisstöðum o. s. frv. bæði í ræðu og riti. Víða mátti sjá viðurstyggð stríðseyðileggingarinnar blasa við, þrátt fyrir allt, sem búið var að lagfæra síðustu árin. Mjög furðaði mig á því, hve margir sáust áberandi ölvaðir á götum úti bæði kvöldin, sem ég var í Helsingfors — einkum konur. Ragnhild sagði mér, að þetta fyrir- bæri væri ein „blessun“ styrjaldarinn- ar. Þegar loftárásirnar voru sem mest- ar, og borgarbúar voru naumast nokk- urn tíma óhultir um líf sitt, greip margur maðurinn og konan til þess óyndisúrræðis að drekkja ótta sínum og áhyggjum í veig Bakkusar. Vandist þá fjöldinn allur á áfengisnautn, sem óséð er um, hvernig eða hvort losnað verður við, þrátt fyrir minna tauga- æsandi tíma. Staddur í einum stærsta grafreit Helsingfors, þar sem þúsundir hvítra smákrossa eða marmarahellna blasa við sjónum á „hjáltegravarna", svo langt sem augað eygir — varð mér hugsað fastar en annars staðar til margháttaðra hörmunga og fórna þess- arar hraustu þjóðar. Sum atvik úr sögu hennar, og þau öll ekki langt undan, freista manns næstum til þess að minnast hins fornkveðna, að „ann- að sé gæfa en gjörvileikur". í SÍÐASTA styrjaldartímabili Finna féllu um 100 þús. manns, flestir í blóma lífsins, svo sem annars staðar. Það er mikil blóðtaka ekki fjöl- mennari þjóð, og því engin furða, þótt merki hennar sjáist glögglega í sérhverjum grafreit og kirkjugarði landsins; þöglir vottar, sem tala þó skýru máli. — Það er átakanlegt. . . . Einstöku menn hafa talið sig þess umkomna að dæma Finna, jafnvel hart. Flestum Islendingum mun þó samt svo farið að geta slíkt ekki, minn- ugir allra málavaxta, svo sem þeir hafa orkað á skynsemi þeirra og til- finningu. Við munum hins vegar taka heils hugar undir orð Tómasar Guð- mundssonar: „Finnland! Vér hörmum hlutskipti barna þinna. Vér hörmum þau örlög, er gerðu svo stoltri þjóð að berjast til falls með fjandmönnum bræðra sinna. Oft fannstu hér verðugra efni í þín hetjuljóð. En frelsisins eldur á altari pinu mun brenna, hve ört sem pitt blóð og pín tár út í sandinn renna. Og látum þá eina undrast hátterni þitt, sem aldrei myndu verja föðurland sitt.“ Frá Helsingfors fór ég 2. í hvíta- sunnu. Ragnhild fylgdi mér á járn- brautarstöðina og gaf mér góð ráð og leiðbeiningar. Mikill fannst mér mun- urinn á öllu yfirbragði brautareksturs- ins miðað við Svíþjóð. Þar voru víðast á langleiðum bjartar og rúmgóðar hraðlestir, knúnar rafmagni — skraut- búnir og skrýfðir starfsmenn. Hér sýndist mér erfiðleikablær bæði yfir mönnum og tækjum; vagnarnir úr sér gengnir kola- eða viðarkynntir skrjóð- ar og þjónustumenn í snjáðum, jafn- vel gatslitnum fötum, þótt einkennis- búningar ættu að heita. En engan skyldi furða á þessu, sem kann nokkur skil á lífsaðstöðum þessara tveggja frændþjóða síðasta áratuginn. Fyrir utan ^llan beinan styrjaldarkostnað Finna og margvíslegt tjón af völdum þess hildarleiks, eru stríðsskaðabæt- urnar til Rússa þeim þungur fjötur um fót. Upphaflega var þeim gér't að greiða 300 rnillj. USA-dollara eða vör- ur, er næmu því verðmæti, en Rússar gáfu svo seinna eftir 25%, og hefur verið deilt um, með hvaða hugarfari það var gert. En víst er um það, að Finnar ætluðu sér vissulega að standa í skilum, jafnvel þótt Stalin hefði ekk- ert „rabatt“ gefið, og hljóðaði áætl- unin upp á það að vera lausir allra mála við Rússa á árinu 1952. Nú verð- ur það sjálfsagt fyrr. Heilar stofnanir og skrifstofubákn gera ekkert annað heldur en að annast og skipleggja skaðabótagreiðslurnar. Um i/3 fram- leiðslu þjóðarinnar hefur undanfarið runnið til Rússa. Járnbrautarvagn- arnir renna af og til í tuga- og hundr- aðatali yfir landamærin, hlaðnir ígildi þessara blóðpeninga. Fá heyrast þó æðruorð vestan landamæranna — „hafi maður tapað styrjöld, svo hefur nrað- ur tapað“, lieyrði ég oftar en einu sinni, að viðkvæðið var, þegar þessi mál bar á góma. Það er hið karlmann- lega, stutta og laggóða svar þjóðarinn- ar. Hins vegar varð ég þess stundum var, að víða logar falinn eldur, og hann heitur — og þyki hverjum furða, sem vill. Á leiðinni norður sá maður alls staðar starfandi fólk á ökrunum, Jiótt helgidagur væri. Ég þóttist finna, að hér byggi starfsamt og duglegt fólk, sem gerir sér ljóst, að það verður að „neyta síns brauðs í sveita síns and- litis“. FERÐIN gekk vel, og ekkert mark- vert skeði. Þegar lestin rann inn á járnbrautarstöðina í Kristinestad, hugsaði ég um minn kæra Tervonen. Ég minntist glaðværðar hans, dreng- lyndis og tröllatryggðar sem tíðar bréfaskriftir og önnur merki vinsemd- ar á umliðnum árum báru gleggstan vottinn um. Ég hlakkaði mjög til að hitta hann. Og nú kom ég auga á minn mann í mannþrönginni; höfði hærri en flesta aðra. Með okkur varð mikill fagnaðarfundur. Dreif hann mig strax heim, þar sem kona hans, Varma, tók okkur opnum örmum. Fannst mér viðmótshlýja hennar í skemmtilegu samræmi við nafnið — efti íslenzkri merkingu. Hún er magister að mennt- 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.