Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1949, Qupperneq 49

Samvinnan - 01.12.1949, Qupperneq 49
Samvinnufélag Fljótamanna 30 ára T SÍÐASTLIÐNU VORI var aðal- f\ fnndi Samvinnufélags Fljóta- manna frestað uni óákveðinn tíma vegna 30 ára afmælis félagsins. Skyldi j^ess rninnzt með hátíðlegum fram- halds-aðalfundi síðar á árinu. í Laugardaginn 10. september s. 1. rann stundin upp. Var þá efnt til mannfagnaðar í hinu nýja samkomu- ltúsi ungmennafélagsins í Haganesvík. Kaupfélagsstjórnarformaðurinn, Her- mann hreppstjóri á Yzta-Mói, setti mótið og ávarpaði gesti, sem voru all- margir. Meðal þeirra má nefna stjórn og framkvæmdastjóraKaupfélags Aus- ur-Skagfirðinga, forstjóra Kjötbúðar Siglufjarðar, konur þessara manna, erindreka og endurskoðanda Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga. Um leið og formaður lauk máli sínu, kvaddi hann núverandi framkvæmda- stjóra félagsins, Salómon Einarsson, til þess að stjórna samkomunni. Félagið hafði haft allmikinn við- búnað vegna afmælishátíðarinnar, og konur félagsmanna lagt þar hönd að verki. Var nú sezt að drykkju, mikið sungið og margar ræður fluttar. Hermann mælti fyrir minni Sam- vinnufélags Fljótamanna með mjög fróðlegu erindi, þar sem hann rakti sögu þess í blíðu og stríðu á undan- förnum áratugum. Að lokinni ræðu Hermanns, og í áframhaldi af orðum Hermann á Yzta-Mói. lians um helzta brautryðjanda félags- ins á byrjunarárunnm og fyrsta frant- kvæmdastjóra þess, var sá maður, Guð- mundur Ólafsson, fyrrum bóndi að Stórliolti í Fljótum, nú bygginga- meistari á Akureyri, kosinn heiðurs- félagi Samvinnufélags Fljótamanna. Er hann fyrsti maðurinn sem verður slíks heiðurs aðnjótandi, og jtakkar félagið Guðmundi þannig mikið og óeigingjarnt starf í Jtágu samtakanna, meðan lians naut við í byggðarlaginu. Erindreki SÍS, Baldvin Þ. Kristjáns- son, var næsti ræðumaður. Flutti hann félaginu árnaðaróskir Sambandsins og þökk þess fyrir samstarfið, en talaði síðan um íslenzk samvinnusamtök al- mennt og þýðingu þeirra fyrir héruð- in og þjóðina í heild. Rakti Baldvin verzlunarháttu landsmanna frá síðari áratugum 19. aldar og sýndi ljóslega fram á sívaxandi þátt samvinnuhreyf- ingarinnar, þrátt fyrir óeðlilegar viðj- ar síðustu ára. Að lokum benti ræðu- maður á óþrjótandi verkefni sam- vinnusamtakanna og vakti athygli á hugsjón þeirra. Jón Konráðsson, hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd, formaður Kaupfélags Austur-Skagfirðinga, þakkaði Sam- vinnufélaginu boðið fyrir hönd þeirra félaga, og rakti síðan samstarf síns félags og Jress frá upphafi. Lauk liann miklu lofsorði á þá samvinnu og taldi liana hafa orðið til blessunar félags- mönnum beggja féalagna. Færði Jón svo afmælisbarninu hlýjar óskir um velfarnað í framtíðinni. Forstjóri Kjötbúðar Siglufjarðar, Ragnar Jóliannesson, flutti rélaginu þakkir fyrir ágætt samstarf, en hann hefur stjórnað þessu fyrirtæki, kjöt- búðinni, um margra ára skeið. Hins vegar eru kaupfélögin í Hofsósi og Haganesvík eigendur hennar. Bar tals- mönnum beggja félaganna saman um það, að kjötbúð Siglufjarðar hafi orð- ið til mikilla hagsbóta fyrir félags- menn í sambandi við afurðasölu þeirra á undanförnum árum. Einn stjórnarnefndarmanna Sam- vinnufélagsins, Jónmundur Guð- mundsson, bóndi á I.augalandi, flutti minni Fljótanna og minntist margs, bæði manna og atburða, úr sögu Jreirra frá upphafi. Salómon Einarsson. Þótt allmargra þeirra, sem tengdir eru starfsferli Samvinnufélags Fljóta- manna, væri minnst, var þó greinilegt af ræðum flestra, að einn maður hafði þar komið við sögu lengur og meir en nokkur annar: formaður félagsins, Hermann á Yzta-Mói, Hann hefur nú verið helzti forystumaður félagsins í hvorki meira né minna en 26 ár af þeim 30 sem liggja að baki. 1 full 15 ár var Hermann kaupfélagsstjóri Fljótamanna, þar af 1 ár jafnframt for- maður, en þeirri trúnaðarstoðu hefur hann gegnt í 12 ár. Sem slíkur hefur hann líka stundum orðið að hlaupa í skarðið sem framkvæmdastjóri og starfsmaður, þegar svo hefur borið undir. — Það mun því ekki of- mælt að enginn hafi sem Her- mann borið hita og þunga dagsins í samvinnustarfi þeirra manna, semhafa byggt eitt, til skamms tíma, afskekkt- asta og hafnlausasta kaupfélagssvæði landsins. Það kom líka fram á þessu afmælishófi Samvinnufélags Fljóta- manna, að hann liefur fyrir störf sín í þágu þess áunnið sér þakklæti og hlýhug þeirra, er til þekkja. Sumir ræðumenn töluðu oftar en einu sinni, svo sem Hermann, Jiegar liann þakkaði hyllingaorð í sinn garð og konu sinnar, og erindreki SIS, er hófstjóri tilnefndi til þess að mæla fyrir minni kvenna. Um leið og SAMVINNAN óskar Samt innufélagi Fljótamanna til ham- ingju í tilefni af þessum tímamótum, lætur hún í Ijósi von um að fá bráð- lega tækifæri til þess að minnast á iielztn þætti úr sögu þess. 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.