Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 63

Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 63
sínu til yfirstjórnar. Honum var og lítt að skapi að bjóða sig fram til slíkra starfa, jafnvel þótt svo kynni að fara, að einhver skipseigandi í Túnsbergi yrði við þeirri bæn hans — vegna Elísabetar, sem var vel metin og vinsæl af öllum. Hann kærði sig ekki um að troða höfðingjunum þar um tær, og sízt í fylgd með Elísabet. Honum fannst sem hann ætti fárra kosta völ, og aðeins einn kosturinn þótti honum góður. — Hann vildi gerast hafnsögumaður við Arnardalsströndina. í því starfi myndi hann standa öðrum á sporði, enda var hann fæddur og upp- alinn á þeim slóðum. í rauninni hafði hann lengi langað til að gegna þessu hlutverki, og á einhverri afskekktri eyju þarna við ströndina, — hugsaði hann með beiskju í hjarta — myndi hann fá að hafa Elísabet út af fyrir sig og í friði. Þegar hann hafði tekið fasta ákvörðun í þessu efni, gekk hann til Elísabetar, sem sat á lestarkarminum með dreng- inn í skauti sér. Hún hafði oft þessa síðustu daga virt hann í laumi fyrir sér með áhyggjusvip. „Elísabet,“ sagði hann — „eg hef verið að velta því fyrir mér, hvað eg skuli nú taka til bragðs. Ef við seljum allt, sem við eigum í Túnsbergi, gæti eg keypt mér góða hafn- söguskútu, og átt þó ofurlítinn afgang, sem við gætum gripið til, á meðan við værum að koma fótum fyrir okkur í nýjum verkahring. Eg hef hugsað mér að gerast hafnsögu- maður úti í Marðarey. — Þú verður að sætta þig við að vera eiginkona óbrotins alþýðumanns!" „Ef hann heitir Sölvi Kristjánsson, læt eg mér það vel líka — það veizt þú vel!“ svaraði hún glaðlega. — „Og auk þess hef eg alltaf kunnað vel við mig þarna úti í eyjunum, eins og þú veizt, Sölvi.“ „Við verðum að leigja þar hús handa þér og barninu, á meðan eg ráðstafa eigum okkar og málefnum í Túnsbergi," sagði hann. Elísabet hlýddi með nokkrum söknuði á þessi ummæli eiginmanns síns, þótt hún léti ekki á neinu bera. Hún hafði hlakkað til að sjá stofuna sína í Túnsbergi aftur. En hún sagði ekki nokkuð orð í þá átt, heldur tóku þau að ræða um allar þær ráðstafanir, sem þau þyrftu að gera í sambandi við þessar fyrirhuguðu breytingar á högum þeirra. Þegar Sölvi gekk að lokum frá henni aftur á skipið, tautaði hann í barm sér: „Það kemur enginn að opnum kofunum hjá henni. — Hún er nógu hyggin til þess að svara fyrir sig og láta á engu bera!“ Hann gerði sér auðvitað ekki ljóst, að það gilti einu, hverju hún hefði svarað — hann hefði alltaf tortryggt hana og rengt í hjarta sínu. XXIV. Vér gætum látið oss nægja að lýsa með örfáum orðum sambúð þeirra næstu tíu árin — fram að þeim tíma, er vér í upphafi þessarar sögu skyggndumst inn í hús þeirra í Marðarey. — Sölvi var nú fertugur, og Elísabet þrjátíu og sex ára að aldri. Þess gerist engin þörf að lýsa nákvæmlega leyndu sári, sem stöðugt grefur um sig og eitrar frá sér, né heldur því, að sólskinsblettunum í heiði tilveru þeirra fór æ fækkandi, eftir því sem árin liðu. Sölvi varð stöðugt erfiðari í sambúðinni, og hin hljóða, fórnfúsa barátta Elísabetar fyrir lífshamingju þeirra beggja að sama skapi erfiðari og tvísýnni. Hún varð að vega hvert sitt orð á gullvog og varast að egna ofstopa hans og sjúk- lega viðkvæmni á nokkurn hátt. En þrátt fyrir alla varúð hennar, kom þó alltaf öðru hvoru til árekstra á milli þeirra, sem urðu raunar þeim mun harðari en ella myndi orðið hafa, sökum þess, að hann lét aldrei beinlínis uppi, hvað undir bjó í sálarfylgsnum hans. Hún varð því oftast að reyna að dylja sínar eigin geðshræringar með þolinmæði og umburðarlyndi og bíða þess aðeins, að storminn lægði af sjálfu sér. Og endirinn varð oftast sá, að Sölvi fór þögull og þungbúinn á sjóinn og var langdvölum að heiman, en Eílsabet sat eftir heima í sorgum. Fyrir gat þó komið, að niðurbældir geðsmunir hennar, sorg hennar, gremja og vonbrigði, brytist út í Ijósum logum. En sjaldnast leið þó á löngu, unz ást hennar og fórnarlund náði aftur undirtök- unum, og þá fannst henni alltaf, að henni bæri skylda til að hjálpa honum til að sigrast á hinni rótgrónu, sjúklegu tortryggni, sem eitraði sál hans ávallt síðan, að hann hafði verið einn á flakki úti um víða veröld og staðið í þeirri meiningu, að hún væri honum afhuga með öllu. Og hún skildi það glöggt, hversu mjög hann þjáðist, og þjáning hans yfirskyggði hennar eigin kvöl. En á hinn bóginn var hún harla stolt og hreykin af hinum vaska og hugdjarfa eiginmanni sínum, þegar hún heyrði hina hafnsögumenn- ina segja með aðdáun frá hugprýði hans og hreystiverkum, eins og oft bar við, enda varð hún þess vör, að starfsbræður hans litu allir upp til hans. Og sjálf vissi hún betur en allir aðrir, sem aðeins dæmdu hann eftir ytri kynnum, hversu viðkvæmt og stórt gull- hjarta sló undir hinu kalda og hrjúfa yfirborði. Þessi skynsamlega og fórnfúsa breytni hennar hafði dugað fyrst í stað til þess að hafa nokkurn hemil á skap- lyndi hans og dreifa jrunglyndisskýjunum. Það hafði að minnsta kosti ekki komið fyrir fyrsta sprettinn, að hann settist upp í veitingahúsunum í Arnardal, þegar hann kom af sjónum, í stað þess að koma heim til hennar og barnanna. En síðar meir tók hann upp þann sið, enda hafði Beck skipstjóri um sama leyti verið skipaður yfir- maður allrar hafnsöguþjónustu þar á strandlengjunni. Hann var nú orðinn auðugur maður, og sjóliðsforinginn, sonur hans, gekk úr herþjónustu, settist að í Arnardal og tók við atvinnurekstri föður síns þar. Eftir þetta fóru skapsmunir Sölva hríðversnandi. Einkum færðist hann ávallt í annan og verri ham, þá sjaldan Elísabet þurfti að fara inn til bæjarins til þess að kaupa til búsins og heim- sækja. frænku sína endrum og eins. Hann hafði þá allt á hornum sér og hellti úr skálum reiði sinnar yfir ódugnað Becks gamla, hins nýja yfirboðara síns, enda væri öll stjórn hans á málefnum hafnsögumannanna í hinum mesta ólestri og vanhirðu. Elísabet hætti því að mestu að bregða sér til bæjarins, og tók hún það þó allnærri sér, einkum í upp- hafi, því að hún hafði sterka löngun til þess að lyfta sér öðru hverju upp úr fásinninu og einangruninni, blanda geði við aðra menn og sjá nýtt og framandi umhverfi og atburði. (Framhald). 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.