Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 14
að verða breyting, og hún ætti að geta orðið með tilkomu nýja hússins. Fyr- irhugað er að nota sýningarsalina á neðstu hæð þess fyrir islenzht atvinnu- vegasafn, eftir því sem húsrúm leyfir og föng endast til. Aðaldeildir þessa safns eiga að vera tvær, landbúnaðar- safn og sfóminfasafn, en auk þess hljóta að verða í atvinnuvegasafninu fjöldi ýmissa hluta, er við koma dag- legu lífi landsmanna fyrir vélaöld, þó að ekki verði beinlínis skipað í þessar deildir. Vér nútíma íslendingar lifum stór- kostlegri aldahvörf en nokkur dæmi eru til í sögu þjóðarinnar, og er þetta raunar kunnara en frá þurfi að segja og liggur hverju mannsbarni í augum uppi. Breytingin er þó enn gagngerð- ari í verklegum efnum en mörgum öðrum greinum, t. d. andlegri og félagslegri menningu. Ef sú kynslóð Islendinga, sem leið undir lok um 1850, fyrir um það bil öld síðan, mætti rísa úr gröf sinni, mundi hún fyrir- hafnarlaust skilja mál vort og lesa bækur vorar og blöð, en við sjónum hennar mundi blasa nýr heimur verk- legrar menningar, sem hana hafði jafnvel ekki dreymt um á hérvistar- dögunum. Af húsunum, sem hún reisti, stendur nú varla steinn yfir steini og amboð hennar og áhöld ým- ist aflögð og úrelt eða gjörsamlega týnd og tröllum gefin. Þær stórbreytingar, sem gengið hafa yfir alla atvinnuháttu vor íslend- inga með ofsahraða, hafa með flestum þjóðum farið sér hægar, þó að þær hafi vitanlega runnið sitt skeið hjá þeim eigi síður en oss. Hjá oss er at- vinnubyltingin stökkbreyting, en víða annars staðar með sniði þróunar og vindur fram með eðlilegum hraða. Þeim hefur því mörgum gefizt betra ráðrúm til að átta sig á, hvað verða vildi, og færi á að vernda sýnishorn gamalla menningarhátta, áður en þau voru með öllu horfin inn í gleymsk- una. Oss íslendingum er töluvert ábótavant í þessu efni, og á því þarf að verða breyting. Vér þurfum að halda til haga miklu fleiri gömlum amboðum og áhöldum en gert hefur verið, og án þess verður ekki unnt að koma upp sæmilegu safni fyrir helztu atvinnuvegi vora. Og menn þurfa að átta sig á því, að þetta eru síðustu for- vöð. Það situr illa á oss að brigzla for- feðrum vorum um, að þeir hafi skammarlega eytt og fargað gömlum skinnhandritum og öðrum verðmæt- um, er þeir höfðu handa í milli, með- an vér erum sjálfir að spilla og leggja að velli það, sem komið hefur í vorn hlut að varðveita. Það er því miður hætt við, að vér séum nú að láta sogast úr höndum oss ýmis þjóðleg verðmæti, sem seinni tíma menn munu stórlega harma, að látin voru fara forgörðum. Hlutverk vort nú er að bjarga því, sem bjargað verður, af menningarminjum síðustu aldar, og þarf ekki að efa, að næstu kynslóðir munu kunna viðeig- andi nafngiftir við oss, ef vér gerum það eigi. Það, sem kemur flestum gömlum minjum fyrir kattarnef, er það, að sú kynslóð, sem glatar þeim, telur þær of hversdagslegar, of almennar til þess að nokkur geti haft áhuga á að halda þeim til haga. Fornt áhald víkur fyrir nýju fullkomnara tæki. Um stund liggur hið gamla á hvers manns götu, öllum auðskilið og einskis vcrt og vek- ur aðeins beiskar minningar, ef nokk- uð er. En það stenzt því miður oft á endum, að áhugi manna vaknar fyrir hinum gamla hlut og þeim þætti úr lífi þjóðarinnar, sem hann vitnar um, og hann er svo gjörsamlega horfinn út í veður og vind, að ekki tekst að snapa upp eitt eintak hans, þótt farið sé með logandi Ijósi urn hvern krók og kima í öllum landsins ruslakistum. Eg vil því leyfa mér að nota þetta tækifæri til að koma orðsendingu til þeirra, er lesa kynnu þetta mál mitt og hafa handa í milli eða eiga í fórum sínum gamla hversdagshluti, sem þeir eru hættir að nota, og á þetta jöfnum höndum við sveitafólk og þá, er við sjóinn búa. Minnist Þjóðminjasafns- ins og þeirrar nauðsynjar, að upp geti komizt íslenzkt landbúnaðar- og sjó- minjasafn. Eyðileggið ekki gömul tæki, sem nú eru orðin úrelt, og mun- ið, að þótt yður í svip virðist þau fá- nýt, má svo vera, að um sé að ræða síð- asta fulltrúa sinnar tegundar og hann getur verið ómetanlegur á safni. Fleygið engu gömlu, ef þér hafið nokkur tök á að geyma það. Oft hef eg komið á bæi og spurt, hvort til séu gömul og úrelt tæki, og oftar en hitt fengið það svar, að ekkert sé til, allt sé glatað fyrir löngu. En þó kemur stundum í ljós, þegar vel er að gáð, að sitthvað leynist í skemmum og kjöllurum, hálfgleymt og vanrækt. Þráfaldlega hef eg rekið mig á, að eig- endur hinna gömlu gripa, hafa ekki gert sér ljóst, að gripirnir væru til nokkurs nýtir og furða sig á, að svo skuli vera. Athugið því yðar gang, ef tii vill eruð þér ríkari en þér hyggið. Vera má, að einhver svari þessum orðum á þennan hátt: Gott og vel, eg skal saína, en eg safna handa byggða- safninu í mínu héraði, en ekki Þjóð- minjasafninu í Reykjavík. Þessu er ekki öðru en því að svara, að það kem- ur vitanlega í sama stað niður. Það er rétt, að menn geri sér ljóst, að byggða- söfnin verða eins konar útbú frá Þjóð- minjasafninu og þar verður um sam- vinnu, en ekki samkeppni að ræða. Þeir, sem bera byggðarsafnahugmynd- ina fyrir brjósti, þurfa því sízt af öllu að óttast Þjóðminjasafnið. Annað mál er svo það og óskylt þessu, að byggðar- safnahreyfingin má ekki fara út í öfg- ar. Eg held, að of mikið sé í fang færzt að ætla sér að hafa byggðarsafn í hverri sýslu. Minna má gagn gera, og heppi- legra mun vera að hafa söfnin færri en fleiri. Þá eru meiri líkur til að þau komist einhvern tíma upp og verði myndarlegri, þegar til kemur. En hreyfingin er góð og má ekki niður falla. Er G HEF hér að framan talað digur- barkalega um uppsetningu Þjóð- minjasafnsins í hinum nýju húsa- kynnum, og má réttlæta það með hin- um gamla talshætti, að orðin eru til alls fyrst. En til þess að unnt verði að framkvæma þær hugmyndir, sem tengdar eru við framtíð Þjóðminja- safnsins, þarf mikið afl þeirra hluta, sem gera skal. Það verður dýrt að búa hið stóra hús svo, að viðunandi sé, og það þarf fleiri starfsmenn að safninu. Það var af stórhug og myndarskap gert, er alþingi ákvað að láta reisa safninu stórhýsi, og í því fólst viður- kenning á gildi þess fyrir menningar- líf vort. En ekki er nóg að reisa húsið, það þarf að gefa stofnuninni lífsskil- yrði í því. Ekki er nóg að smíða ný- sköpunartogara, ráða á hann skip- stjóra og segja: Sigldu nú þinn sjó. Togarinn þarf að fá bæði rekstrarfé og áhöfn, annars er allt ónýtt. Þing og stjórn verða að skilja, að þessu er eins (Framhald á bls. 57) 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.